Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 38
Andmæli — og þó . •.
Það hefur verið talið óskyn-
samlegt og jafnvel hættulegt að
andmæla þjóðhöfðingja — þótt
slíkt sé að vísu oft vandkvæðum
bundið. Trúnaðarmaður Napole-
ons, Ney márskálkur, kunni samt
lagið á því að leiðbeina honum á
réttan hátt. Dag nokkurn ræddu
þeir um hina alkunnu rannsókn-
arleiðangra Cooks.
„Það var sorglegt!“ sagði Na-
poleon, „að Cook skyldi adazt
skömmu eftir fyrstu ferð sína“.
„Já það má nú segja, yðar há-
tign“, svaraði Ney. „En til allr-
ar hamingju lét Cook það ekki
á sig fá, heldur lagði af stað í
næsta leiðangur sinn eins og ekk-
ert hefði í skorist“.
Sjóferðaævintýri
Amerísk dansstúlka fór eitt
sinn með skemmtiferðaskipi til
Suðurlanda.
Þegar hún fór að dansa aftur
að hálfum mánuði liðnum, söfn-
uðust starfssystur hennar um-
herfis hana og spurðu frétta.
„Þetta var hryllilega andstyggi-
leg ferð“, sagði hún. „Káetan
mín var niðri á neðsta dekki og
við matborðið mitt voru sex upp-
þornaðar og gamlar piparmeyjar.
Það „var alveg aglegt“.
Hinar dansstúlkurnar kinnkuðu
kolli. Þær gátu vel skilið hana.
„Já, en nú kemur það versta“,
sagði hún. „Af einhverjum mis-
skilningi átti káetufélagi minn
að vera karlmaður. Hann kom
inn þegar ég var nýháttuð fyrsta
kvöldið".
„Hvað ertu að segja?“ sögðu
hinar.
„Já, hvað finnst ykkur. En það
sem var allra, allra verst —
hann kunni ekki orð í ensku!“
Hafði drepið þá alla
Narvaes hét spanskur einræð-
isherra, sem uppi var á 19. öld.
Þegar hann lá bánaleguna spurði
skriftafaðirinn: Fyrirgefur yðar
hátign óvinum sinum ? Hinn
deyjandi maður svaraði: Hvaða
óvinum ? Ég hef látið drepa þá
alla.
Norsk nútímafyndni
I norskum kaupstað, heimsótti
hálfbjáni nokkur bæjarstjórann,
sem auðvitað var kvíslingur.
„Mig langar bara til þess að
spyrja yður einnar spumingar“,
sagði hálfbjáninn. „Hvað ætlið
þér að gera, ef Þjóðverjar tapa
stríðinu ?“
Bæjarstjórinn brosti góðlátlega
og sagði: „Þjóðverjar sigra á-
reiðanlega“.
„En ef þeir myndu nú tapa“,
spurði hinn og horfði sljóum
augum á höfðingjann.
„O, ef svo færi, myndi ég
setja upp hattinn og fara“.
„Hatinn? Á hvað ætlið þér
að setja hann?“
36
HEIMILISRITIÐ