Heimilisritið - 01.08.1943, Qupperneq 40
æ*Juðu þeir að bjóða henni kvöld-
verð og svo á einhvem skemmti-
legan stað.
„Kannske ég komi”, sagði hún
og varð al}t í einu full af áhuga.
Þau kvöddust og hún spratt fram
úr rúminu. En h,ún gat ekki
hugsað skýrt. Það eina sem hún
vissi með vissu, var, að fram-
tíðin blasti \dð henni myrk og
köld, og það eina sem hún mundi,
var eitthvað vont, eitthvað ljótt
og beiskí.
Hún gekk inn í baðherbergið
sitt og fékk sér brennandi heitt
bað, svo heitt að svitinn draup
af henni, og því næst lét hún
rcnna ískalt vatn yfir sig.
Hún klæddi sig í rökkrinu og
kveikti fyrst Ijós, þegar hún fór
að snyrta hár siti og andlit.
Hana hrj'llti við, þegar hún, sá
spegiimynd sína og virti litla
stund fyrir sér þessa dapurlegu
mynd — sljóa, veiklulega og ná-
föla. - -
Gordon kom einn og sótti hana.
Gerda rétti honum hendina, og
þegar hún snerti hönd hans varð
hún undrandi og hugsaði með
sjálfri sér:
,,Ég kem við mannlega hönd”.
Hann tók utan um hana og
kyssti hana, og hún endurgalt
honum kossana.
,,Það væri óskandi að við þyrff-
um ekki að vera með Williams“,
sagði hann.
Hún minntist þess, sem Jim
hafði sagt, að veikgeðja og vilja-
lítið fólk reyndi að drekkja sorg-
um sínum með tilgangslausum
kossum og blíðuhótum. —
En hvaða hugmynd hafði hann
um það? — Nú skynjaði. hún.
að þessi maður var jafningi
hennar — að hún hafði saman
að sælda við sína líka .... Það
fannst henni eitthvert vit í.
Þau gengu saman eftir got-
unni. Myrkrið var að skella á.
og loftið var þungt og mollulegt.
Þau náðu í bíl við næsta götu-
hom og fóru í honum til veit-
ingahússins, þar sem WiLliame
beið þeirra. Vínföng voru á
borðinu og maturinn kom strax
Wilhams las upphátt úr dag-
blaði um hnefaleikarana og
sýndi þeim myndir af. þeim.
„Líttu bara á”, sagði hann við
hana. „Þetta er ekki ósvipað
Jim, vini þínum”.
Gerda horfði forvitnislega á
myndina í dagblaðinu og hénjn
virtist eins og Jim væri horfinn
henni — þetta var eins og mar-
tröð, sem var að fjara út. Hún
leit aftur á myndina, en henni
virtist minni sitt afneita honum.
Hún reyndi að rifja upp þann
sársauka, sem hún hafði orðið
að’ þola, eins cg navn, sem yfir
upp sár, til að komast að raun
um. hvort það fyndi til sársauka.
Og allt í einu mundi hún allt.
Auðvitað gat það ekki verið
Jim. Hann hafði aldrei æft hnefa-
leika. En hinsvegar var maðurinn
sem ljósmyndin var af, alls ekki
mjög ólíkur Jim.
38
HEIMILISRITIÐ