Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 41
Eins og af rælni sagði hún
hikandi.
„Hafið þið heyrt það, að mér
hefur beinlínis verið kastað á-
dyr? Jim giftist á mánudagimi
var, ákaflega fínum kvenmanni.
Hvað segið þið um það?”
„Prýðilegt”, svaraði Gordon
„Þú varst allt of góð handa hon-
um. Eg hef heldur aldrei getað
skilið, hvað þú sást í honum.
Hvernig lízt þér á mig Gerda?”
„Og mig?” sþurði Williams og
bað um meira vín.
Gerda hresstist af matnum og
víninu. Þau sátu svo lengi yfir
borðum, að þau urðu að taka
leigubíl, til þess að komast á
hnefaleikana í tæka tíð. En þrátt
fyrir það var mótið byrjað þegar
þau komu. Á leiðinni sungu þau
hástöfum í bíinum. Þetta var
yndislegt kvöld — kæfandi hiti
-— óp og háreysti — og bílaljós-
in blinduðu þau öðru hverju.
Þeim var fylgt til sætis á
góðum stað. Áhorfendasalurinn
var eins og sjóðandi, kraum-
andi nomaketill. — Það var æpt
og argað, biaðrað og þvaðrað.
Gerda sá mikinn fjölda svart-
klæddra manna, sem sátu á næstu
bekkjum og sveifluðu stöðugt
samanbrotnum dagblöðum fyrir
andliti sér, til þess að kæla sig.
Gordon og Williams voru nákvæm
lega eins og hinir — þeir reyktu.
tuggðu tuggugúmmí — reyktu
sígarettur og hölluðu sér með oln-
bogana fram á lfné sér, til þess
að sjá betur það sem gerðist.
Gerda horfði með mestu á-
nægju á hnefaleikarana, sem
dönzuðu á auða svæðinu í miðj-
um salnum. Þeir stukku fram og
aftur — slógu og beygðu sig ....
Hljómurinn af höggunum sem
hittu, höfðu sérkennilegan hrynj-
anda.
Svo kom aðalbardaginn. Hnefa-
leikarinn, sem líktist Jim í út-
liti var í rauðum stuttbuxum.
1 þrjátíu skrefa fjarlægð mátti
vel halda, að þetta væri Jim —
sama fallega andlitið — sama
breiða brjóstið — sömu vöðva-
miklu handleggimir — þegar
hann heilsaði áhorfendum og tók
á móti fagnaðarópum þeirra.
Gerda fannst það kjánalegt, að
sjá Jim hneigja sig fyrir fólk-
inu.
Jim hóf strax mikla sókn og
hitti hinn, sem var rauðhærður,
á bringuna, þungt. högg, svo að
söng í. — Áhrif vínsins mögnuð-
ust. Hún fann að æðamar þrútn-
uðu á gagnauganu. Hún brosti
óþreyjufull og hugsaði:
,.Jim sigrar alltaf! Hann drep-
ur — hann ber hann eins og
harðfisk — hann getur það”.
Hún virti hann fyrir sér án
afláts. Kinnar hans vom rjóðar
af kappi og hún gat ekki varist
þeirri hugsim, hversu unaðslegt
það hafði verið að strjúka þenn-
an vanga.
Eftir nokkia stund kom sá
rauðhærði góðu höggi á höku
Jims. — Jim hörfaði aftur á bak
og hristi höfuðið eins og liaim
vildi hrista höggið af sér. Gerda
HEIMILISRITIÐ
39