Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 44
■ ri$t| Bína: Jæja, Rúna mín. Er manni boðió inn? Rúna: Þó væri nú! Það eru sjaldséðir svartir svanir. Skutl- aðu þéi' inn. Bína: Takk. Rúna: Hvað segirðu gott. Hef- urðu séð Kobba nýlega? Bína: Ekki síðan síðast i Hljómskálagarðinum. Þú vissir, að hann var þá eins og snúið roð í hundskjaft. Rúna: Já, hann hefur líklega eitthvað frétt. Bína: Hvað ætli ég nenni að vera að dekstra hann. En hverm ig hefur þú það annars? Rúna: Ég er eins hamingju- söm og býfluga í blómabúð og ánægð eins og leikkona á spegla- sýningu. Bína: Naumast er það. Er Keli svona góður við þig ? Rúna: Hann er góður svona út af fyrir sig — en annars hef ég ekkert upp á heiminn að klaga. Keli (ber að dyrum og opnar hurðina): Nú já það er þá svona. Er ekki óViðkomandi mönnum bannaður aðgangur að kvenna- búrinu ? Rúna: Þú getur komið inn. Annars var hún Bína að koma og við þurfum að rabba saman. Keli: Ég skal ekki eyðileggja kvöldið fyrir ykkur. En hvernig er með fjölkvænismanninn Bina? nyUtí Rúna: Vertu nú ekki með þess- ar eilífu striðnisglósur. Keli: Nei, nei. En ég skil bara ekkert í manninum að vera að spandera vínflöskum, sem kosta 150 til 200 krónur á kvenfólk, auk alls annars kostnaðar, þegar hann getur keypt sér konu á Suðurhafseyjum fyrir 50 krónur, fyrir utan frakt. Bína:: Hugsa sér! Er það satt? Keli: Já meira að segja fæst afsláttur, ef keypt er i slumpum. þá er hægðarleikur að fá dúsinið fyrir 500 kall. Bína: Þetta er ómögulegt. Keli: Finnst þér! En hvers virði er ekki góð kona! Þetta er gjaf... . Rúna: Taktu ekki mark á hon- um Bína mín. Hann er ekki meira virði en tíeyringur á Borginni. Annars. . . . Keli: Nú ýkirðu vina kær. Þú Rúna: Ég verð að biðja þig um að gjöra svo vel og þegja, þeg- ar ég gríp framm í fyrir þér. Bína: Ef þið ætlið að fara að rífast, þá ætla ég bara að láta ykkur vita það, að ég er farin. Aldrei hef ég séð Ameríkana hérna svo dónalegan að rífast við kvenfólk. Keli: Þarftu ekki gleraugu? Nei, Rúna mín, ég er hættur. Verið'þið bless? 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.