Heimilisritið - 01.08.1943, Page 46

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 46
I að kasta mæðinni „hefðar uppi á jökultindi", þá komast þær að raun um, að ást er þar ekki að finna — hamingjan hefur ekki beðið eftir þeim. Þetta er þó ekki nema að litlu leyti stjörnunum sjálfum að kenna, heldur ráðamönnum þeirra í leikheiminum. Aldrei er þreytzt á því að brýna fyrir þeim ráð- leggingar eins og þessar: „Það er ekki sama með hverjum þið sjáist“. „Starf ykkar krefst var- úðar“. „Umgangist einungis þá réttu, kynnist aðeins þeim beztu, sýnið ykkur aðeins með þeim frægustu“. Þetta er allt í lagi þangað til fröken Töfradis vaknar einn góð- an veðurdag við þá sorglegu stað reynd, að þótt pyngjan sé kann- ske full, þá er hjartað tómt. Þá fyllist hjarta hennar löngun til ástar og hún hefur örvænting- arfulla leit að manni sem hún getur elskað. En í Hollywood finnur hún fáa maka á líku reki, svo að endalokin verða venjulega þau, að liún stendur með þyrstan faðminn opinn „hverjum, sem þorir að koma og reyna“. Stundum blessast slík hjóna- bönd — en oftar misheppnast þau. BETTE DAVIS vék einu sinni í blaðaviðtali, að þessari óham- ingju leikkvenna í Hollywood. Þó að hún steðji ekki að þeim öll- um, þá vita þær bezt, sem reynt hafa, hvilíkur sársauki fylgir einstæðingsskapnum er fetar í fótspor frægðarinnar. Betty sagði að vinir hennar hefðu skilið, hversu hún og Arthur Fams- worth hefðu elskast heitt. Arthur tilheyrði ekki hirð þeirri sem kon- ungar kvikmyndafélaganna hafa um sig, og slíkir menn hafa oft- ast seint hugrekki til þess að biðja sér konu, sem er einhver af skærustu stjörnum á leik- himninum. Þetta vissu kunningj- ar þeirra og höguðu þvi þannig, að Arthur þurfti ekki að tví- stíga lengi, áður en hann bað hennar. Hjónaband þeirra hefur blessast prýðilega, hvort sem það er því að þakka að þau eru á líkum aldri eða öðru. Áður en GREER GARSON og RICHARD NAY giftust, var ekki um annað talað i Hollýwood, en það, hvort Greer, jafn roskin og hún væri, myndi taka bónorði Richards, sem er kornungur leik- ari. Þá var það einhver sem spurði, hvort kona, sem væri eins töfr- andi og falleg eins og Greer Garson, hefði ekki biðla á hverj- um fingri. x Hvaða biðlar ættu það að vera? Þekkjum við marga gjaldgenga biðla, sem komnir eru um þrí- tugt, sem eru svo aðlaðandi í útliti og framkomu eða það vel settir í þjóðfélaginu, að þeir geti boðið heimskunnri kvikmynda- leikkonu jafnræði í hjónabandi? Og hverjum ætti filmstjama eins og Greer að veita ást sína — ást sem hún eins og allar aðrar 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.