Heimilisritið - 01.08.1943, Page 48
j Spurningar og svör i
Óvænt barn.
Ég er ógift og á von á barni.
Ég elska barnsföðurinn, en ég veit
að hann giftist mér aldrei. Hvað
á ég að gera? Vinasnauð.
Ég get ekkert ráð gefið þér
annað en það, að treysta á guð
og gæfuna. Auðvitað elurðu barn-
ið, og faðirinn verður að greiða
logboðið meðlag með þvi, eða
meira ef hann er prúðmenni og
hefur sæmileg auraráð. Þú mátt
vita það, að hraust og vel skapað
barn færir þér mikla ánægju og
það er langt frá því, að þú þurf-
ir að „örvæn,ta“ þó þú eignist
barn utan hjónabands.
Flasa.
Hvað á ég að gera til þess að
losna við flösu úr hárinu?
Mörg ráð hafa verið reynd
gegn flösunni, en fá eða engin
dugað til fulls. I bókinni „Fegrun
og snyrting“ er kennd mjög rót-
tæk og erfið aðferð til þess að
uppræta flösuna úr hörundi. Er
mjög trúlegt að þeir, sem fara
nákvæmlega eftir því sem þar
er sagt, ráði niðurlögum þcssa
algenga vágests. — Ég ætla þó
eindregið að mæla með lyfi, sem
rakarastofan i Eimskipafélagshús-
inu hefur reynt og er mikið not-
að. Mun það einungis fást þar.
Því er nuddað vel inn í hársvörð-
inn og skolað af með heitu vatni.
Rakarastofan veitir almenningi
höfuðböð þessi gegn sama gjaldi
og algeng höfuðböð.
Of þur húð.
Eva min. Þegar ég er búin að
þvo mér í framan finnst mér
húðin strengjast og verða ójöfn.
Það er sama þó að ég noti mild-
ustu andlitssápur. Hef ég ekki of
þurra húð ? Geturðu gefið mér
einhverjar ráðleggingar ?
Hanna.
Þetta er einmitt óyggjandi
merki um of þurra húð. Eftir
andlitsþvottinn skaltu því bera á
andlitið mjög feitt og nærandi
krem, sem þurrka má af sér
með baðmullarhnoðra. Kremið á
að, innihalda lanolin (dýrafeiti)
eða jurtafeiti og vera ljóst á lit,
ógagnsætt og mjög mjúkt, þegar
þú nuddar það á milli iingurgóm-
anna. Slíkt hreinsunarkrem, sem
er gott næturkrem, fæst í snyrti-
vöruverzlunum, en það má bara
helst ekki innihalda málmoliur,
sem eru algengar i snyrtivörum.
Hið sama ber einnig að forðast
þegar valið er krem undir púður.
Annars er þur húð miklu sjaldgæf
ari á sumrin en veturna. — Það
er sjálfsagt að leita húðsérfræð-
ings ef húðin er mjög þur, ekki
sízt ef hún er feit að sumri en
þur að vetri.
Eva Adanis.
46
HEIMILISRITIÐ