Heimilisritið - 01.08.1943, Page 49

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 49
rítlur Litli bróðir: — Ég er viss um að Halldór myndi kyssa þig ef ég væri ekki hérna inni. Stóra systir: — Nú er nóg komið Nonni minn — viltu hypja þig strax út úr stofunni. Nr. 29: — Þetta brauð er orðið grjóthart, hr. liðsforingi. Liðsforinginn: — Ég skal segja yður eitt, góði maður. Ef Napol- eon hefði haft það í heimför sinni frá Rússlandi árið 1812, þá hefði verið rifist um að borða það. Nr. 29: — Það er ekkert ólík- legt. Þá var það nýtt. Gesturinn: — Þér hafið hellt niður helmingnum af súpunni minni. Þjóninn; — Þér skuluð ekki kvarta yfir því. Smakkið þér á súpunni. Óperusöngkona: ,,Ég hef sung- ið í tuttugu löng ár í þessari sönghöll”. Aðdáandi: ,,Já, einmitt! Þér hljótið að hafa þekkt maddömu Butterfly, þegar hún var lítil”. — Þú myndir danza ágætlega. ef ekki væri tvennt sem varnaði þvi. — Nú, hvað er það? -— Fæturnir þínir. Eigum við ekki að setjast á. þennan bekk fröken? Nei, þá reynið þér kannske að kyssa mig. Ég sver, að ég skal ekki gera það. Þá sé ég enga ástæðu til að setjast. ' —- Þú féllst á prófinu, — Já, það voru svik. — Hvað meinarðu? —r Eru það ekki svik, sam- kvæmt hegningarlöggjöfinni að nota sér af vanþekkingu annarra, þannig að þeir bíði tjón af því? Það er sagt að bókin ,,Hver er. hver”, sem gefin v.ar út í Rúss- landi sé lausablaðabók. Islen<|ingurinn: Jæja, svo þér eruð Skoti. Það er nú dálítið skozkt í mér líka. Hermaðurinn: Já, ég get fund- ið það á lyktinni. Frúin: (við væntanlega aðstoð- arstúlku) Þér segist hvorki geta matreitt né tekið til. Hvað getið þár? Stúlkan: Ég» get sofið heima, og það var það eina sem tekið var fram í auglýsingunni. Kennarinn: „Hversvegna er málið, sem þú talar, nefnt móð- urmál ?” Nemandinn: ,,Af því að feð- umir fá svo lítið tækifæri til þess að nota það”. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.