Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.08.1943, Blaðsíða 59
eruð kominn hingað inn undir folsku yfirskini“. Hún teygði sig eftir bjöllu og bjóst til þess að hringja á þjón. „Ég hef ekki bragðað vín og ég kem hér alls ekki undir fölsku yfirskini“, flýtti Brown sér að segja: „Þér hljótið að hafa mis- skilið miðann, sem ég skrifaði yður. Ég tók þar fram að ég ætlaði að tala uni Belden. Hann gerir sem sé hreint og beint gys að yður. Ég get ekki sagt yður, hvernig ég hef fengið upplýsing- ar um þetta, en hann er að draga sig eftir ungri stúlku, sem hann hefur beðið yður um að útvega leikhlutverk. Hún var vinkona mannsins yðar, og hún hefur sagt Belden ýmsar lygasögur um yður. 1 fyrstu var hann hrifinn af yð- ur, en nú hefur hann allan hug- ann við þennan kvenmann. Jol- ette heitir hún, Jolet.te Jeffreys11. Irma roðnaði og blóðið fossaði fyrir eyrum hennar. Hún fann að sóma síns vegna átti hún að reka þennan mann út, en hún gat það ekki. Fyrst varð hún að athuga, hvað hæft var í fullyrðingum hans um Jim. „Ég þekki fröken Jeffreys sama og ekkert“, sagði hún og reyndi að sýnast róleg. „Hversvegna skyldi hún vera að segja Jam- es Belden lygasögur af mér?“ „Ég býst við að hún sé hrædd við eitthvað, sem þér getið sagt honum um hana“, svaraði Brown. „Hvað sem öðru líður hittust þau Belden og hún í kvöld og ég komst ekki hjá því að sjá og heyra sitt af hverju. Þess vegna fylgdi hann mér eftir heim til mín, en mér tókst að stinga hann af, og fór beina leið hingað“. „Hvaða þvætting datt fröken Jeffreys í liug að bera á mig?“ spurði Irma. „Bíðið þér nú við“, sagði Brown. „Ef ég segi yður allt af létta — hef ég þá nokkuð öryggi fyrir því, að Belden leggi mig ekki í einelti og útiloki mig frá atvinnu og tekjum. En ef þér lofið mér aðstoð yðar — ef þér teljið það ómaksins vert — þá gæti ég veitt yður upplýsingar og sönnunargögn, sem eru mjög hættuleg fyrir þessa stúlku. Hvað segðuð þér til dæmis um það, ef ég léti yður fá annan skóinn, sem Jolette var í kvöldið sem Down- ing dó — blóðblettaðan skó, án þess að nokkuð blóð væri á sokk- unum ?“ Andartak fannst Irmu eins og hún væri að kafna. Hún gekk hratt að glugganum, opnaði hann og sogaði svalt kvöldloftið að sér. Hún róaðist við þetta og fékk jafnframt dálítinn tíma til um- hugsunar. Svo snéri hún sér snöggt við og einblindi á Brown. „Segið þér mér eitt,, sagði hún. „Eruð þér að dylgja um að þessi unga stúlka hafi myrt manninn minn ?“ „Já, lítið þér nú á“, sagði hann dræmt. „Það er ýmislegt sem gæti bent til þess. Ef Sir James HEIMILISRITIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.