Heimilisritið - 01.08.1943, Page 60
Belden væri kunnugt um allt þaó.
sem ég veit, þá myndi hann ekki
opinbera trúlofun með þessari
stúlku“.
,,Er um trúlofun að ræða?--'
spurði Irma fljótmælt.
Henry Biown var sannfærður
í’m að Jole.tte hafði kræk: i
Englendinginn og svaraði því hik-
laust: „Já, ekki er vafi á því.
Og hæpið er að þau geti leynt
blöðunum samdrætti sínum lengi.
Sú frétt yrði til tjóns fyrir all.t
kvikmyndafélagið. Haldið þér ekki
frú min, að það væri fremur ó-
heppilegt fyrir yður, að hafa
fröken Jeffreys sem leikara í
kvikmynd yðar, ef hún hefur sálg-
að aumingja manninum yðar?
Það væri ekki gott að segja nema
fólk héldi, að þér-----“
,,Ég þarf ekki að óttast kjafta-
sögur", tók Irma fram í fyrir
honum hvatlega.
„Auðvitað ekki, frú Downing,
en setjum samt sem svo, að ég
rækist á einhvern kunningja, til-
dæmis blaðamann og minntist á
það við hann, þetta sem ég komst
á snoðir um kvöldið sem Down-
ing andaðist — varðandi hann og
stúlkuna. — Myndi það verða
yður til hags eða tjóns?“
Irma hugsaði sig um andartak.
Svo virtist sem ógerningur væri
að halda leyndarmáli stúlkunnar
leyndu, þótt hún sjálf — Irma —
hefði ætlað sér það. Hún hafði
ákveðið að opinbera það ekki
nema nauðsyn krefði. En var
þessi. aulabárður hingað kominn
af því að hann héldi að hún
myndi borga honum fyrir að
þegja? Nei, hún ætlaði sér held-
ur að hafa gagn af honum.
„Þér hafið bæði gert mig undr-
andi og skelkaða“, sagði hún.
„Mér var vel kunnugt um vin-
áttu þeirra Downings og Jolette,
og ég lét mér hana í léttu rúmi
liggja. En hvað viðvíkur hinu —
þá verð ég að fá að hugsa mig
dálítið um. Fáið yður sæti Brown
— er það ekki nafn yðar? Gjör-
ið þér svo vel og fáið yður sígar-
ettu. Ég hef slæman höfuðverk
og vona að þér afsakið, þó að ég
skreppi inn í svefnherbergið mitt,
til þess að taka inn aspirín. Ég
kem strax aftur og þá getum við
athugað málið“.
Áður en Brown gat svarað,
hafði hún lokað dyrunum á eftir
sér. Hann gekk að borðinu, tók
handfylli af sígarettum og kveikti
sér i einni, en stakk hinum í
vasa sinn.
Irma gekk í gegnum baðher-
bergið inn í svefnherbergið og
lokaði hurðunum vel á eftir sér.
Svo greip hún símann og hringdi
á lögreglustöðina.
„Þetta er Irma Rimaldi", sagði
hún, strax og hún hafði fengið
samband við lögregluna. „Ég er
heima hjá mér. Aukaleikari sem
ég hef aldrei séð, komst inn til
mín undir fölsku yfirskini og er
í næsta herbergi. Ég held að
hann ætli að reyna að kúga út úr
mér peninga. Hann segist hafa
sannanir fyrir því, að maðurinn
58
HEIMILISRITIÐ