Heimilisritið - 01.08.1943, Page 62

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 62
Irma fær líka nóg að hugsa um, ■til dæmis verður hún kölluð sem vitni, þegar málið fer í rannsókn. Það er ljóta klípan sem ég kemst í út af þessu. Jafnvel þjónninn minn lendir í vitna- leiðslu. Við verðum að beita of- beldi til þess að halda fréttarit- urunum frá okkur“. 1 rauninni naut Ashley frægð- arinnar. Hann hafði ekkert að óttast, fremur en Jim, þó að Jim væii svo grunnhygginn að vilja fylgja þessari stelpu á heims- enda, ef honum væri þess kostur. „Hvernig gengur með mál stúlkunnar, sem er grunuð um að hafa myrt Downing?“ spurðu menn, þegar þeir hittust á götu, og eiginkonan mann sinn, þegar hann var að rýna í blöðin yfir morgunkaf finu. Þegar lögreglan heimsótti Jol- ette, hefði hún getað þrætt fyrir allt, og lýst sögu Browns svívirði- legar álygar. Hún hefði auk þess getað sagt, að skórnir og sokk- arnir sem hann hafði með hönd- um, hefði hún hvorki séð né átt, og treyst því, að Belden og Ashl- ey myndu bera vitni henni í hag, til þess að sanna að hún hefði ekki verið í sumarhúsi Downings umrætt kvöld. Ef hún hefði gert þetta, hefði hún sennilega kom- izt hjá því að vera sett í gæzlu- varðhald, að minnsta kosti fyrst um sinn. • En Jolette fór ekki þannig að, heldur þvert á móti. Hún játaði, að hún hefði farið ein með Os- wald Downing til kvöldverðar i sumarhúsi hans. Hún lýsti þvi sem þar gerðist og játaði, að hún hefði hrint Downing harka- lega frá sér, til þess að verjast áleitni hans. Hún skýrði frá skelf- ingu sinni og dró hvergi undan sér til afsökunar. En hún vakti andúð fólks á sér við það, að blanda ekkju hins látna manns inn í frásögn sína. Jolette full- yrti, að þegar hún var i þann veginn að flýja úr sumarhúsinu, hefði frú Downing skyndilega komið mn, í ferðafötum. Þessu neítaði Irma Rimaldi mjög ákveð- ið og þessi framburður hennar var studdur með vitnisburði hins japanska þjóns Ito, sem hafði umsjón með sumarhúsinu. Japaninn gaf mjög glögga skýrslu um það sem skeð hafði i sumarhúsinu kvöldið sem Os- wald Downing andaðist. Þótt liúsið væri einkaeign frú Downings, hafði maður hennar leyfi til að nota það öðru hverju í fjarveru hennar. Þetta leyfi hafði hann líka notað sér vel. Hann kom oft með gesti þangað, og stundum aðeins einn gest, sem þá venjulega var stúlka. Oftast símaði hann á undan sér og bað þjóninn um að hafa allt til reiðu og ákvað þá um leið hvaða mat skyidi framreiða. Hann borgaði sjálfur öll útgjöld, sem af slík- um hófum leiddu, og greiddi Ito vel fyrir fyrirhöfn hans. Hið umrædda kvöld hafði Down ing beðið um að vanda skyldi 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.