Heimilisritið - 01.08.1943, Side 63
venju fremur til kvöldverðarins,
enda var gestur hans ung og fög-
ur stúlka. Hún hafði komið með
honum í bíl hans, og af því að
einkabílstjóri hans átti frí Jpetta
kvöld, hafði Downing sjálfur set-
ið við stýrið. Ito framreiddi cock-
tail, margrétfaðan kvöldverð, létt
vín, konjak og fleira. Þau neyttu
kræsinganna og virtust vera beztu
vinir. Eftir að Ito hafði borið
þeim kaffið, var honum sagt, að
þau þyrftu ekki meira á aðstoð
hans að halda, og að hann skyldi
ekki ónáða þau nema því aðeins
að húsbóndi hans hringdi bjöll-
unni. Ito hafði ekki veitt þessum
fyrirskipunum neina sérstaka at-
hygli, því að hann var vanur
þeim og auk þess laus við alla
hnýsni.
Skömmu eftir að hann var
sendur burt, hafði kona i Pasa-
dena, bezta vinkona frú Down-
ings hringt til lians. I sím.tali
sínu sagði hún honum, að frú
Downing væri komin frá New
York,- en þar hafði hún dvalið
dálítinn tima á heimleiðinni frá
Evrópu. Ito hafði ekki búizt við
frú Downing heim þá . þegar, og
hann gerði sér í hugarlund, að
koma hennar kæmi Downing ó-
þægilega á óvart. Honum datt
þá einmitt í hug að það væri gott
allra hluta vegna, að frú Down-
ing kæmi ekki beina leið í sumar-
húsið þá um kvöldið.
Þessi kona hringdi samkvæmt
beiðni frú Downings, til þess að
spyrjast fyrir um það, hvort
Downing notaði húsið, því að ef
svo væri, ætlaði hún fyrst að
koma þangað daginn eftir. Ito
gaf þau andsvör að húsbóndinn
dveldi þar, en færi aftur um
morguninn.
Japaninn skýrði því næst frá
því að aldrei hefði verið kallað
á sig, og að hann hefði farið
að sofa rétt eftir miðnætti. Hann
kvaðst hafa farið snemma á fæt-
ur, til þess að taka af borðinu
og þrifa til, svo að allt væri í
lagi þegar beðið væri um morg-
unteið. Sér til undrunar sá hann
að ljósið hafði ekki verið slökkt
og allar hurðir stóðu opnar.
Downing lá dauður á gólfinu og
stúlkan var horfin. Hún hafði
skilið kápuna sína eftir og farið
af stað gangandi, því að bíllinn
var á sínum stað.
Ito kom ekki til hugar að stúlk-
an hefði á nokkurn hátt orsakað
dauða Downings. Hann áleit, að
ef til 'vill hefði þeim lent í orða-
sennu, og að stúlkan, sem hann
hafði aldrei séð áður, og vissi
þá ekki hvað hét, hefði rokið
í burtu í reiði. Slíkt hafði áður
skeð. Downing hafði veikt hjarta
og hafði sagt Ito frá því, að lækn-
arnir hefðu ráðlagt sér að borða
ekki of þungmeltan mat.
Þegar hann hafði sannfært sig
um, að Downing hefði verið lið-
ið lik í margar klukkustundir, af
því að líkið var kalt og stirt,
símaði hann til íæknis í Los Ang-
eles, sem var vanur að annast
hjónin í veikindum þeirra. Síðar
HEIMILISRITIÐ
61