Heimilisritið - 01.08.1943, Side 65

Heimilisritið - 01.08.1943, Side 65
Bæði Belden og málflytjand- inn sem hann hafði útvegað henni fullvissuðu hana um, að sú af- sökun hlyti að verða tekin gild. Enginn kviðdómandi myndi dæma hana seka. Hún yrði áreiðanlega sýknuð, og-------- —• ,,En mannorð mitt verður lítils virði“, sagði hún. „Ef ég verð sýknuð, byggist sýkndómurinn á því, að þetta hafi verið óhappa- slys — eða eitthvað á þá leið. Jim þú ert svo góður við mig. Ég hefði ekkert getað ein og yfirgefin. Allt hefði verið glatað, Þú hefðir þó ekki átt að segja blaðamönnunum, að við ætluðum að giftast, strax og ég yrði lát- in laus. Þú verður að taka meira tillit til foreldra þinna en svo, að þú farir að kvænast konu sem hefur drepið mann. Af þeirri orsök giftist ég þér aldrei, hvað sem annars verður. Ég yrði al- drei hamingjusöm eiginkona þín, af því að ég fyndi hvað þér myndi falla þungt að sjá fólk stara á mig og álíta mig morð- ingja“. Lögfræðingurinn, ungur af- bragðsmaður, MacCarmick að nafni, leitaðist \ið að telja í hana kjark. „Reynið þér að bera svo- lítið traust til okkar Belden, frök- en Jeffreys", sagði hann. „Ég læ.t ekki umbjócendur mína fara brennimerkta frá mér. Og eyðið þér nú ekki þessari stuttu stund, sem við getum talað við yður, með því að draga upp svona svartar myndir af framtíð yðar. Við skulum eingöngu snúa okk- ur að málinu eins og það liggur fyrir. Sir Belden hefur dottið dá- lítio í hug, sem gæti orðið yður til algerrar bjargar, ef heppnin er með“. „Segðu okkur alla söguna aft- ur af því, sem gerðist í sumar- húsinu“, sagði Belden. „Ég veit að þér fellur illa að rifja það allt upp, en ég hef mma ástæðu til að biðja þig um það. Hugsast getur að þú hafir valdið dauða hans, en mér þykir þó sennilegra, að dauði hans sé af öðrum or- sökum og þessvegna þurfum við að gera allt sem við' getum, til þess að komast að raun um hina réttu dauðaorsök. Nú skulum við byrja þegar japanski þjóninn kom með cocktailinn inn“. „Já“, svaraði Jolette. „Ég drakk eitt glas fyrir siðasakir“. „En Downing? v Drakk hann ekki líka?“ „Hann drakk ein þrjú eða. fjög- ur glös og varð æstari og æstari. Áður hafði hann komið fram við mig líkt og faðir við dóttur. Strax þegar ég var komin heim til hans — hann sagðist eiga húsið — breyttist hann, og við borðið var hann mjög dónalegur. Það getur verið að það hafi ver- ið víninu að kenna“. „Hvað drukkuð þið svo?“ spurði Jirí. Jolette var undrandi yfir, hvers vegna hann vildi kynna sér þetta svona nákvæm- lega. Varla bjóst hann við því HEIMILISRITIÐ 63

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.