Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 12
sínum og sendi m.a. beiðni til Jóns biskups á Hólum um liðveislu.
Gissur heíði án efa orðið undir í baráttunni við þessa tvo kaþólsku
kirkjuhöfðingja, ef konunglegt herskip hefði ekki birst á elleftu stundu
vorið J541 og danskir soldátar handtekið Ögmund. Þeir marseruðu
síðan á Alþingi og létu þingheim samþykkja lúterska kirkjuskipan fyrir
Skálholtsbiskupsdæmi. Þetta var í fyrsta skipti sem Danir hlutuðust
til um innanlandsmálefni hérlendis með því að beita herstyrk sínum.
Norðlendingar undir forystu Jóns biskups sneru við ifá Alþingisreið
sinni, er þeir heyrðu af danska hemum og Hólabiskupdæmi var því
áfram kaþólskt. Brátt kom líka á daginn að konungur var fús til þess
að láta trúmál Norðlendinga afskiptalaus gegn hæfilegri greiðslu í
silffi og friðarsamningi við Jón Arason. Bandalagið við Hólamenn
gekk raunar svo langt að konungur studdi þá í ýmsum deilum við
Gissur.
Forgangsmál konungs
Bandalag konungs við Jón biskup verkaði einnig sem svipa á
höfðingja sunnanlands aö þeir styddu konung í helsta forgangsmáli
hans, að bijóta veldi Hamborgara á bak aftur hérlendis. Arið 1542
kom hingað þolreyndur herforingi, Otti Stígsson
að nafni, og gerðist hirðstjóri konungs. Otti hafði
skýrar skipanir M konungi og hóf embættistíð sína
með því að gera upptæka 45 báta er Hamborgarar
gerðu út með íslenskum áhöfnum á Suðumesjum.
Otti lá við landið næstu sumur með menn sína
og hafði líklega vetursetu 1545-46. A hans tíma
höfðu bæði Jón og Hamborgarar sig hæga. Þá steig
konungur næsta skref og tók að máta sína eigin
einokunarverslun fyrir landið.
Einkavœðíng landsstjórnarinnar
Árið 1547 seldi konungur landið á leigu til bæjar-
ráðs Kaupmannahafnar og skyldi ráðið einnig
sjá um að stjóma landinu. Þar með hafði kon-
ungur í raun einkavætt landsstjómina, sem var nú
á ábyrgð góðborgara Kaupmannahafnar. Það sama sumar kom nýr
danskur hirðstjóri, LaMnz Mule, og tók við af Otta Stígssyni. „Lassi
Múli“ - líkt og Jón Arason kallaði hann - var því hvort tveggja í
senn, kaupmaður og landstjórnandi. Hann reyndi þegar að etja
kappi við Hamborgarmenn, en í raun var um ofurefli að etja þar
sem Kaupmannahafnarbúar höfðu aðeins tvö smáskip á móti 20
skipum Hamborgara. Dönum gekk líka illa að versla og gátu ekki
staðist Þjóðverjum snúning, nema beita fyrir sig konungsboðum
og bönnum. Sló brátt í brýnu. Hamborgarmenn þrengdu mjög að
Múla og hindruðu t.d. skip hans í að leggjast að á Básendum. Danir
hefndu sín með því að gera upptækar eignir Hamborgara og hand-
taka verslunarsveina þeirra eflir að Þjóðverjar yftrgáfú landið um
haustið 1549. Hamborgar klöguðu þetta fyrir konungi sem dæmdi
þeim í vil gegn Múla í mars 1550 og sögðu honum að skila öllu
til baka. Þessi málalok virðast Hamborgarmenn hafa túlkað sem
merki um að Lassi Múli væri einn á báti og konungur styddi ekki
verslunarfélagið þegar á þyrfti að halda. Strax um vorið þegar skip
þeirra komu upp að Islandsströndum rændu þeir Kristjáni skrif-
ara,umboðsmanni Múla, bundu hann og börðu. Þeir neyddu hann
síðan með líflátshótunum til þess að ganga á undan hestum sínum
og vísa sér á skreið konungsútgerðarinnar á Suðumesjum, er þeir
síðan stálu. Og loks létu þeir hann borga lausnargjald, sem þeir
kölluðu fæðiskostnað meðan hann var í haldi. Virtist Múli hirð-
stjóri nú vamarlaus gagnvart Þjóðverjum.
Lassi Múli fœr blóðnasir
Á Alþingi sumarið 1550 gekk Ari biskupsson með peningapoka að
LaMnz Mule, hirðstjóra konungs, og barði á nasir honum. Þannig
var afgjaldinu af landinu skilað það árið! Jón Arason lét síðan lýsa
landið kaþólskt á nýjan leik á sama þingi. Hann eyddi síðan sumrinu
sunnanlands, endurreisti klaustur, vígði presta, fermdi böm, auk þess
að láta grafa Gissur Einarsson upp úr kirkjugarðinum í Skálholti
og dysja utangarðs sem villutrúarmann. Að þessu loknu settust þeir
Hólafeðgar niður og rituðu bréf til kanslara konungs í águst 1550,
þar sem þeir ásökuðu Lassa Múla um skjalafals og mútuþægni og
reyndu að gera hann að blóraböggli fýrir óróanum í landinu. Þeir
báðu síðan konung um senda annan landstjómanda. Það er ljóst af
bréfinu, að þeir töldu sig ekki vera að eiga beint við konung, heldur
sjálfstætt verslunarfélag sem naut ekki konungshylli þegar um danska
landstjómendur var að ræða á þessum tíma.
Sömu ályktun hljóta Hamborgarar að hafa dregið, fyrst þeir gengu
svo langt að taka umboðsmanninn á Bessastöðum, Kristján skrifara,
binda hann og beija, auk þess að stela konungsskreið. Hamborgarmenn
hefðu einnig verið býsna fákænir, ef þeir hefðu ekki reynt að styðja
og hvetja þá Hólafeðga til uppreisnar og vopna
íslenskan landher gegn Dönum. Það var einnig
álit Danakonungs sjálfs í bréfi er hann reit hinn 3.
mars 1551, að Jón biskup myndi ekki hafa hagað
sér svona, ef Hamborgar hefðu ekki hvatt hann til
þess. Jón forðaðist lengi vel beina árekstra við Dani
og Hamborgarar sneyddu hjá deilum við Islendinga.
En hvorir um sig unnu gegn valdi konungs á Islandi.
Lúterskir Mmámenn hérlendis fengu litla stoð af
Dönum gegn Jóni og danskir umboðsmenn stóðu
einir gegn Hamborgurum.
Jón Arason ritaði páfanum í Róm bréf með
beiðni um aðstoð og var svarbréfið dagsett þann 8.
mars 1549 þar sem hans heilagleiki hvatti Jón til þess
að halda biskupsdæmi sínu við kaþólskan sið. Því
var haldið Mm af ýmsum samtímamönnum, að Jón
hafi einnig leitað ásjárhjá Karl V. Þýskalandskeisara
er var þá helsti vemdari kaþólskra í Evrópu og boðið honum Island.
Svo vildi reyndar til að árið 1547 vann Karl mjög mikilvægan sigur
sem sneri valdahlutföllum álfunnar lúterstrúarmönnum mjög í óhag
um nokkurt skeið. Sagnaritarinn Jón Halldórsson í Hítardal hefur
jafnvel gengið svo langt að tilfæra efnislega atriði úr bréftnu. Slíkt
bréf hefur þó enn ekki fundist. En hafi Jón biskup átt í bréfaskiptum
við Karl V hefur hann líklega fengið fálegar undirtektir því téður
Karl hafði gert leynisamning við Kristján III um að þeir myndu virða
landamæri hvor annars.
Öxin og jörðin
Hvað sem olli undanlátssemi konungs gagnvart bæði Hamborgar-
mönnum og Hólafeðgum var konungsmönnum það ljóst, að stórra
aðgerða var þörf haustið 1550, þegar fregnir bámst frá atburðum á
Islandi þá um sumarið. Ljóst er að Danir óttuðust mjög bandalag
Þjóðverja og Islendinga og það varð að semja sérffið við annan hvorn
hópinn. Konungur valdi að semja um frið við Hamborgara í versl-
unarstríðinu og bíða með áætlanir um danska einokunarverslun, sem
varð ekki hrint í framkvæmd l’yrr en 50 ámm síðar. Samhliða var und-
irbúinn danskur refsileiðangur gegn Jóni biskup og þrjú herskip með
500 manna málaliðaher send til landsins þá um vorið.
Jón Arason og synir hans féllu hins vegar í gildru Daða
Guðmundssonar í Snóksdal og vom handteknir í september 1550.
Bandalag konungs
við Jón biskup
verkaði einnig sem
svipa á höfðingja
sunnanlands að þeir
styddu konungs í
helsta forgangsmáli
hans, að brjóta veldi
Hamborgara á bak
aftur hérlendis.
12 | VÍSBENDING