Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 28
INNMÚRAÐ OG INNVÍGT
TUTTUGU ÁR FRÁ FALLI BERLÍNARMÚRSINS
TEXTI OG MYNDIR PÁLL STEFÁNSSON
Held ég hafi orðið vitni að fyrstu sprungunni sem kom í Berlínarmúrinn. Það var reyndar þremur árum fyrr á Haga-
torgi. Eftir misheppnaðan leiðtogafund í Borgartúninu hélt Ronald Reagan, sigurreifúr, ræðu í herstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli. Á sama tíma hélt Gorbatosjov tilfinningaþmngna ræðu um frið í Háskólabíói, svo tilfinningaþrungna
að ég sá Matthías, ritstjóra Morgunblaðsins, komast við, fella tár.
Á þessu augnabliki höíðu Ráðstjómarríkin tapað kalda stríðinu. Þeir gátu ekki varist Star wars áætlun Bandaríkjanna,
hötðu hvorki aura eða tæknilega þekkingu til að svara stjömustríðsáætlun ríkisstjómar Reagans. Þarna flísaðist fyrst úr
Berlínarmúrnum. Þremur ámm seinna, í byrjun nóvember, hrópuðu mótmælendur í Leiplzig ákall til Gorbatosjovs; Gorbi,
Gorbi, Gorbi. Ráðstjómarríkið hatði fengið mennska ásjónu. Tími til breytinga.
Frá stofnun Þýska alþýðulýðveldisins, DDR, árið 1949, fram til 13. ágúst 1961 þegar múrinn var reistur hötðu þrjár og
hálf milljón Austur-Þjóðverja farið vestur, hátt í fjórðungur íbúa. Hlutfall fólks á vinnumarkaði haíði fallið niður í 61%, það
var orðinn tilfinnanlegur skortur á menntuðu fólki, þeir sem kláruðu skóla sáu betri tækifæri fyrir vestan. Eflir að múrinn var
reistur tókst einungis fimm þúsund manns að flýja. Milli eitt og tvöhundmð létust á flótta yfir í sæluna.
Það er til upptaka af símtali, sem Nikita Krústjov á við Walter Ulbricht, aðalritara austur-þýska kommúnistaflokksins, 1.
ágúst 1961, þar sem Sovétleiðtoginn leggur til að reistur verði andfasísk vamargirðing umhverfis Vestur-Berlín. Og þrettán
dögum síðar reistu þeir 156 kílómetra langa gaddavírsgirðingu, girtu af vesturhluta Berlínarborgar. Þar af eru 43 kílómetrar í
byggð. Múrinn var örlítið inn í austurhlulanum, svo ekki skapaðist hætta á núningi við Veslurveldin. Frá 1965 og næstu tíu ár
var síðan gaddavírinn tekinn niður og múrinn steyptur, Stiitzwandelement UL 12.11 kallaðist hann upp á austurþýsku. Þetta
er múrinn, Berlínarmúrinn, sem við þekkjum svo vel, 3,6 metra hár, úr sérstyrktri steypu. Kostnaður 3,6 milljónir dollara. Og
þann 9. nóvember 1989 bmstu allar flóðgáttir, fólkið hafði sigrað, múrinn féll.
28 | VÍSBENDING