Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 29
Litríkur vestwhlutinn við K'ilain.
Er þetta óhœtt?
Mánuðina á undan hafði verið órói í Austur-Evr-
ópu. Leiðtogar Vesturveldanna höiðu miklar
áhyggjur af ástandinu. í september, tveimur
mánuðum áður en múrinn féll, grátbað Margrét
Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Stóra-Bret-
lands, Gorbatosjov um að gera allt, sem í hans
valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að múr-
inn félli. Hún hafði miklar áhyggjur af sameinuðu
Þýskalandi. Orðrétt: „We do not want a united
Germany. This would lead to a cliange to postwar
borders, and we cannot allow that, because such a
development would undermine the stability of the
whole intemationai situation and could endanger
our securityEn það var ekki bara jámffúin sem
hafði áhyggjur, Mitterand Frakklandsforseti, lýsti
því yfir, að sameinað Þýskaland gæti orðið stærra
en þúsund ára ríki Hitlers. Og öll Evrópa þyrfti að
fást við afleiðingamar.
En fólkið vann, Þýskaland sameinaðist 3. nóv-
ember 1990, rétt tæpu ári eftir að múrinn féll.
Skömmu eftir fall múrsins kom ég til Berl-
ínar, vildi verða vitni að heimsviðburði. Það sem
strax vakti athygli mína var hin stóíska ró. Austan-
fólkið, hrifið, undrandi, eins og í draumi. Var þetta
raunveruleiki? Og minjagripimir áður en haldið var
heim aftur til að sofa voru bananar og appelsínur.
Forboðnir ávextir, ávextir sem þau þekktu bara af
myndum. Appelsínur, eins og björt sól, tákn nýs
tíma.
Næstu dagar: Endalaus röð af Trabantbílum í
vesturhlutanum, og á kvöldin hlátrarsköll, fyllerí og
taumlaus gleði yfir að heimurinn væri að breytast.
Hratt.
Þetta var allt svo óraunverulegt. Hafði komm-
únisminn beðið skipbrot? í Kína nokkmm mán-
uðum fyrr hafði flokkurinn barið niður beiðni um
breytingar á Torgi hins himneska friðar. En í Evrópu
var andrúmið allt annað. Flauelsbyltingin sem var
að hefjast í Tékkóslóvakíu endaði með því að Havel
tók við forsetaembættinu þar tveimur dögum áður en
árið var úti. Otrúlegt.
Minjagripir. Úreltir búningar austan at).
VÍSBENDING I 29