Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 9

Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 9
Grímur Ólafsson. Grímur Ólafsson kjötkaupmaður? Já. Hver eru tengsl þín við Grím? Hann er bamsfaðir minn. Það fór kliður um réttarsalinn. Dómarinn hikaði aðeins og liélt svo áfram. Tókst þú þessa blöndu af fúsum og frjálsum vilja? Já. Hvers vegna? Grímur sagði að það myndi eyða fóstri því sem ég gekk með af hans völdum. Gekk það eftir? Nei. ég fæddi lifandi og heilbrigt bam. Systurnar vitna „Þessi Grímur er greinilega ekki allur þar sent hann er séðurhugsaði Frydensberg með sér. „Ætli hann hali ekki valdið fósturláti konu sinnar? Nú þarf ég að taka þá kvinnu almennilega í gegn.“ Fyrir réttinn var mætt Þómnn eiginkona Gríms. Hún var líklegri til þess að bera vitni gegn honum núna, þegar hún vissi að hann haíði haldið framhjá henni og átti meira að segja bam, sem hann haföi ekki sagt henni ffá. Y firheyrslan byrjaði enn einu sinni á lrásögn af slagsmálum hennar við móður sína og fósturföður. í þetta sinn gerði hún lítið úr þeim. Þá hófust spumingamar: Er það rétt að Grímur maður þinn hafi gefið þér mixtúm til þess að fyrirkoma bami því sem þið áttuð von á? Nei. Gaf hann þér ekki neina blöndu meðan á þungun þinni stóð? Nei. Gerði hann eitthvað til þess að deyða fóstrið? Nei. Fósturlátið var þá ekki af hans völdum? Nei. Telur þú að það hafi verið vegna barsmíða Páls stjúpföður þíns? Nei. Eða óblíðrar meðhöndlunar móður þinnar? Nei. Hvemig getur þú verið svo viss í þinni sök? Vegna þess að ég missti ekkert fóstur. Nú kom fát á spyrjandann. Var þá fjárans yfirsetukonan lygalaupur eftir allt? Kannski var hún með í samsærinu. Hann hélt áfram: Er þá framburður Ragnheiðar Þorvaldsdóttur yfirsetukonu uppspuni einn? Nei. Það var greinilegt að vitnið var orðið snarmglað. Það rakst hvað á annars hom. Hvemig getur hún hafa sagt satt ef ekkert var fóstrið? Það var fóstur. Ef þú varst ekki þunguð hver átti þá fóstrið? Þrúður systir mín. Það var gert réttarhlé. Frydensberg þurfti að ræða við aðstoðarmenn sina um málið. Þrúður var aðeins sautján ára gömul. Hún haföi verið gift frá því hún var fimmtán ára og ekkja síðan í maílok. Ekki gat danski beykirinn sálugi verið faðir fóstursins, því að það var að sögn yfirsetukonunnar tveggja mánaða gamalt. Kannski skeikaði einhverju en menn vom á einu máli um að hann heföi ekki verið til stórræða síðustu vikumar sem hann liföi. Þrúður var treg til þess að viðurkenna að hún heföi átt fóstrið. Hún meðgekk hins vegarfúslega að hafa í byrjun júní tvívegis skriðið inn í tjald á Austurvelli hjá lietenant Aanum, dönskum mælingamanni sem hér starfaði þetta sumar. Lík eiginmanns hennar var varla kólnað þegar hún leitaði sér hlýju annars staðar. Líklega var mælingamaðurinn valdur að þunguninni. Grímur hafði beitt sörnu meðölum við Þrúði og Gyríði barnsmóður sína. Þess vegna var unga konan alltaf mmföst. 1 þetta sinn heppnaðist meðferðin betur og Þrúðui' misst fóstrið. Heföu þau haft vit á að þegja heföi ekkert meira orðið úr málinu. En Grímur haföi fengið þá snilldar hugntynd að búa til söguna um þau gömlu og því fór sem fór. Sagan öll Málalok urðu þau að Grímur og Þrúður, yngri systirin, vom dærnd til dauða. Þómnn kona hans slapp með fjögra mánaða fangelsi. Dauðadómnum var svo breytt í lífstíðarstraff á Brimarhólmi í Kaupmannahöfn og Grímur og Þrúður vom send út árið 1806. Hvers vegna er þetta mikla sakamál ekki rniklu þekktara? Líklega vegna þess að Sjöundaármálið nteð sínu tvöfalda morði og valdarán Jömndar hundadagakonungs kornu nánast strax í kjölfarið og skyggja á það. M \\c\mM\r:BIanda, fróóleikur gamall og nýr, 1918-20 og Minnisverð tiðindi 1804-6. VÍSBENDING I 9

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.