Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 27
Ein spurning sem
Drucker hefur senn"
lagt fyrir allm
forstjóra var:
• ' V'
A hvaða sviði
starfar fyri
Þessi spurnff
kröfu um að s
greind eins og hun er,
en ekki eins og stjórnin
heldur að hún sé, eða
vill að hun se
er: „Á hvaða sviði ætti fyrirtækið að vera?“ Þetta er hin klassíska
stefnumótunarspuming sem ýtir undir framtíðarsýn, markmið
og áætlunargerð. Snýst um að gera réttu hlutina. Þessara þriggja
spuminga þurfa íslendingar að spyrja sig núna, bæði einstaklingar,
fyrirtæki, stofnanir og þjóðfélagið allt. Vandamál okkar íslendinga
er hvað við emm fljótfærir og viljum helst leysa vandamálin, áður
en við skiljum hver þau eru. Við viljum grípa tækifærið áður en við
vitum hvað felst í því. Það er með ólíkindum hvað er búið að gera
takmarkaða greiningu á stöðu íslensks atvinnulífs cn það er enginn
skortur á „lausnum“, sem eru oft lítið annað en skoðanir fólks sem býr
yfir afar takmarkaðri þekkingu og reynslu. Þegar rætt er um það sem
við „gætum“ gert minnir það meira á pólitík en kerfisbundna leit að
tækifæmm. Án þess að fara gegnum fyrstu tvær spumingar Dmckers
er næstum því öruggt, að menn taka rangar ákvarðanir um það sem
þeir „ættu“ að gera. Þetta eru lykilspurningar til þess að skapa farveg
til framtíðar. Þær kalla á agaða vinnu en ekki fordóma.
Aö lœra að lœra
Fyrir ári síðan var greinarhöfundur beðinn að taka þátt í
pallborðsumræðum í Háskóla íslands um hvernig hægt væri að byggja
ísland aftur upp eftir hmnið. Eg lagði áherslu á að lykilþátturinn væri
lærdómurinn. íslendingar hafa farið ógnarhratt inn í nútímann. Islenski
hlutabréfamarkaðurinn er gott dæmi. Það eru minna en tuttugu ár
síðan hann var settur á laggimar og í raun einungis rétt rúmlega tíu ár
síðan eitthvað líf komst í hann. Um miðjan þennan áratug var hann
að mörgu leyti samanburðarhæfur við hlutabréfamarkaði annars
staðar á Norðurlöndunum. Nú er hann svipur hjá sjón. Stjómendur og
þjóðfélagið í heild hafa farið í gegnum ótrúlega snarpa lærdómskúrfu
á stuttum tíma og ættu þess vegna að geta nýtt lærdóminn til að
bregðast við aðstæðum. Ef þjóðin væri fljót að læra væri hún fljót að
finna fjölina aftur. Ári síðar efast ég um þetta. Þjóðin virðist lítið hafa
lært annað en að kenna öllum öðrum um ófarir sínar frekar en að taka
sjálf ábyrgð. Kannski er þörf fyrir eitt merkilegasta heilræði Dmckei-s
sem var að allir vetði að leggja miklu meiri áherslu á að læra en áður.
Hann hélt því hins vegar ffam að flestir kynnu ekki að læra og yrðu
að læra að læra. Þá fyrst geta menn séð heildarmyndina og vonandi
gert réttu hlutina.
Framtíö sem vert er að sœkjast eftir
Ég byrjaði að lesa bækumar eftir Dmcker fyrir tuttugu ámm. Eftir
á að hyggja hefur sá lestur haft mikil áhrif á að ég tók upp á því að
læra viðskiptafræði. Ég hef lært hana nær stanslaust síðan, fyrst sem
nemandi, síðan höfundur, svo ráðgjafi og loks kennari. Ég hef notað
mikið efni frá Drucker í ræðu og riti og búið til kúrsa við erlenda
háskóla sem eru innblásnir af hugmyndum hans. Ég hitti hann aldrei,
en á þrjá góða vini sem unnu með honum um margra ára skeið. Ég er
f litlum vafa um að hægt væri að nýta mörg heilræði hans til þess að
skapa eftirsóknarveröa framtíð á íslandi.
Til hamingju með afmælið meistari! Ri
VÍSBENDING I 27