Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 13

Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 13
Trúarbragðastríð léku Evrópu mjög grátt á þessum tíma og ekki þarf að fara í grafgötur með, að uppreisnin hefði fengið mjög blóðugan endi, ef Jón hefði enn verið á lífi og reynt að láta sveitaher sinn spyrna á móti þessum stóra flokki af erlendum atvinnuhermönnum. Konungsmenn á íslandi sáu enga aðra leið en taka þá feðga af lífi. Sá sem kvað upp dóminn - Kristján skrifari - halói einnig verið hart leikinn af Þjóðverjum sumarið áður og vænti líklega einskis góðs úr þeirri átt á sumri komanda. Uppreisninni lauk þó ekki við dauða þeirra feðga þar sem síðar veturinn eltu Norðlendingar uppi alla Dani á landinu og drápu til heínda fyrir Jón- fyrir utan þrjá sem komu í Skálholt. Hins vegar var engin mótspyma veitt þegar herskipin birtust þá um vorið og gengu Norðanmenn til skilyrðislausrar hlýðni við konung. „Eirðu stríðsmenn því illa að fá að þeir fengu ekki að stríða, illt af sér að gjöra og rænasegir í samtímaheimild. Trúarbragðastríð léku Evrópu mjög grátt á þessum tíma og ekki þarf að fara í grafgötur með, að uppreisnin hefði fengið mjög blóðugan endi, ef Jón hefði enn verið á lífi og reynt að láta sveitaher sinn spyma á móti þessum stóra flokki af erlendum atvinnuhermönnum. Herinn fór síðan um landið og í-ændi kirkjur og klaustur og gerði vopn upptæk nieð húsleit meðal stuðningsmanna Jóns. Allar götur frá þessu hemámi hafa Islendingar verið vopnlaus þjóð. Hvað vakti fyrir Jóni? Það er mikil einföldun að halda því fram að siðaskiptin á íslandi hafi snúist um fisk og brennistein, en hafi efnahagsmál rekið biskupinn áfrarn var ekki um persónulegan ávinning að tefla. Jón biskup var lengi vel í mjög góðri samningsstöðu og hefði léttilega getað tiyggt völd og jarðeignir sjálfs sín og bama sinna - og jaftivel meira til - hefði hann meðtekið nýjan sið. Hann hefði getað gert Sigurð son sinn að næsta biskupi og margar vegtyllur hefðu beðið Ara og Bjamar, ef þeir hefðu kosið að ganga í þjónustu konungs og ef til vill þjarma að Hamborgarmönnum. Þetta vildi Jón ekki. Hólabiskup steig niður úr ömggu sæti, hætti öllu í stríði við Danakonung og tapaði. Líklega hefðu þó siðaskiptin orðið miklu léttbærari og betri fyrir landið, ef þeir Hólafeðgar hefðu notað vald sitt til persónulegs ávinnings og samninga við konung, fremur en að hætta á vopnaða baráttu sem endaði með hemámi landsins. Vald konungs hefði þá haff einhverja andstöðu hérlendis með sterkari kirkju og vísi að höfðingjaaðli. Eins og siðaskiptastríðið endaði með íhlutun Dana áttu lútersku kirkjuhöfðingjarnir allt sitt undir konungi. I kjölfarið fylgdi gríðarleg eignaupptaka þar sem konungur hrammsaði til sín helstu auðlindir landsins, jarðeignir, fiskihafnir og brennisteinsnámur. Hálfri öld síðar var landsmönnum í raun bannað að eiga viðskipti við erlendar þjóðir, þegar dönsk verslunareinokun hófst 1602. Sú einokun er án efa mesta bölið í sögu landsins sem olli bæði fátækt og einangmn landsins í þær tæpu tvær aldir er hún varði. Jón Arason hefur lengi verið ein helsta ffelsishetja Islandssögunnar í huga þjóðarinnar. Hins vegar er ómögulegt að skilja fyrirætlanir og gerðir biskups nema í samhengi við dansk-þýska verslunarstríðið og bandalagið við Hamborgarmenn. RJ VÍSBENDING I 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.