Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 22

Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 22
Viðtalið við Stein Steinarr um Rússland 1956 læja, þú fórst til Rússlands sem frægt er orðiö — hvernig leizt þér, á? „Humm — mérhefurveriðkenntaðtalagætilegaumstórveldin, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast. En Rússareru ýmsu vanir — og sannast að segja varð égekki mjög hrifinn. Sovét- Rússland er að vísu stórt og auðugt land, ef til vill auðugasta land þessa heims, og þar er mikið um alls konar verklegar framkvæmdir. En það út af fyrir sig er ekki nægilegt til að hræra hug og hjarta hins „úrkynjaða skálds frá auðvaldsheiminum", eins og vinur minn og samferðamaður Jón Bjarnason myndi orða það." „Rússar eru ákaflega hrifnir af Halldóri Laxness. Ég spurði einn frægan bókmenntagagnrýni þeirra, hverju það sætti. „Laxness er svo mikill sálfræðingur'' svaraði hann. „Hvað er til marks um það?" spurði ég. „Jú, hann er svo mikill sálfræðingur, að hann minnir á Ibsen" svaraði gagnrýnirinn. Svo var því samtali lokið. Yfirleitt fundust mér þessir „andans menn", sem við hittum í Rússlandi, frekar leiðinlegir og jafnvel ógeðfelIdir. En þeir hafa búið vel um sig og hugsa og skrifa það eitt, sem Flokkurinn vill." Stalfn? „Sennilega er það allt satt og rétt, sem þeir Krústjov og félagar hans segja um Stalín. Sennilega hefur hann verið brjálaður glæpamaður, og sennilega er það fyrst og fremst honum að kenna hvernig hin mikla hugsjón Leníns hefur verið svívirt og fótum troðin í Rússlandi. En hvað um það. Þetta veit ekki rússneska þjóðin í dag, af einhverjum ástæðum hafa ráðamennirnir í Kreml ekki ennþá treyst sér til að flytja sinni eigin þjóð þessi hörmulegu tíðindi. Stalín gamli er enn í dag „faðir" og „vinur" hinnar . rússnesku alþýðu. Hvar, sem maður kemur, oghvertsem maðurfer, blasa viðsjónum manns Ijósmyndir, málverk og Iíkneski af þessum þögla, harða og skuggalega manni. Borgir, samyrkjubú, verksmiðjur, götur og torg bera ennþá nafn hans \ þúsundatali. — Og þó hefur eitthvað gerzt, hvað svo sem það er. Vonandi tekst Krústjov og félögum hans innan stundar að skapa nýjan Guð til handa þessari undarlegu þjóð, fyrst hún endilega þarf þess með." Heldur þú, að Rússar séu friðelskandi þjóð? „Rússar hafa fundið upp friðinn, hvorki meira né minna, og má það teljast býsna laglega gert. Þar með er ekki loku fyrir það skotíð, að þeir hyggi á landvinninga og jafnvel heimsyfirráð í vissum skilningi. Þeim er sem sé Ijóst, að friðsamleg vinna getur gert þá ríka og volduga langt út fyrir öll staðbundin landamæri. í Rússlandi fara nefnilega færri handarvik til ónýtis en í nokkru öðru landi." „Ég er vitanlega enginn Rússlandssérfræðingur, og það má vel vera, að ég hafi misskilið ýmislegt og kveði annars staðar fullsterkt að orði — og við því er ekkert að segja. En ég vil ógjarna láta loká mig inni íþeirri' gaddavírsgirðingu, sem heim komnir Rússlandsfarar stund um gista, að þora ekkert að segja af ótta við það að vera stimplaðir annaðhvort „leiguþý kommúnismans" ellegar „keyptir auðvaldslygarar." Fyrir okkur, svokallaða frjálsa menn, gildir sama um Rússland og önnur lönd. Við höfum fullt leyfi til þess að segja það, sem okkur finnst sannast og réttast, án þess að því þurfi að fylgja neinar heimskulegar og móðursjúkar getsakir." Úr Alþýðublaðinu 19. september 1956 Það varð að vera félagar í Æskulýðsfylkingunni en þetta var engin úrvalssveit og því síður að allir í hópnum væm vænlegir til pólitískrar forystu. Eg hafði ekki hugann við slíkt heldur taldi mig oft vera að gera mönnum greiða sem áttu ekki margra kosta völ í dým námi. Og ég varaði menn oftast við að gera sér ekki neinar hugmyndir um að þeir væm að fara til Himnaríkis. Eftir á að hyggja áttum við að slíta þessu erlenda samstarfi fyrr, en það varð ekki fyrren innrásin vargerð íTékkóslóvakíu 1968.“ Viö snerum baki viö Sovétríkjunum Innrásin í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 var vendipunktur að sögn Kjartans. Þámisstu margirsósíalistarendanlegatrúnaáforystuhlutverk Sovétríkjanna. Þessir atburðir áttu sér talsverðan aðdraganda og í íslenskum stjómmálum var sú staða uppi að Sósíalistaflokkurinn var að líða undir lok og Alþýðubandalagið að verða til sem stjómmálaflokkur. Kjartan var enn fiamkvæmdastjóri flokksins sem aftur var útgefandi Þjóðviljcms. Hann rifjar upp þessa ágústdaga. „Einar Olgeirsson, formaður flokksins, var eins og stundum endranær í boði einhvers staðar í Austur-Evrópu. Magnús Kjartansson var í London og því fáliðað í forsvari fyrir flokkinn en Lúðvík Jósepsson varaformaður var tiltækur. Á Þjóðviljanum var þannig ástatt að Sigurður Guðmundsson, sem var ritstjóri við hlið Magnúsar var veikur. Á blaðinu vom því helst í fyrirsvari þeir Svavar Gestsson, þá komungur maður sem leysti ritstjórana af, og Ásmundur Sigurjónsson sem sá um erlendar fréttir. Menn hringdu fljótlega af blaðinu og vildu fá afstöðu flokksins. Eg náði ekki í Einar en ákvað að kalla saman framkvæmdanefnd flokksins. Fyrir fundinn átti ég tal við Guðmund Hjartarson, einn nefndarmanna, og vomm við sammála um að ekkert kæmi til greina nema harðasta fordæming á innrásinni. Þegar leið á daginn hringdi Magnús Kjartansson frá London. Eg hafði þá samið drög að ályktun til að leggja fyrir fundinn og fékk ég heimild Magnúsar til að greina fundarmönnum frá fullum stuðningi hans við þann texta. Það var dýrmætt og kann að hafa ráðið úrslitum um að ályktunin var samþykkt einróma. Á fundinum vom auk mín og Guðmundar Hjartarsonar, þeir Lúðvík Jósepsson, Guðmundur Vigfússon, Eðvarð Sigurðsson og Snorri Jónsson - svo ég nefni þá sem ég man eftir. Þessi ályktun var svo birt sem forystugrein í Þjóðviljanum daginn eftir. Kjartan segir að rætt hafi verið að setja inn í ályktunina yfirlýsingu um að Sósíalistaflokkurinn ryfi öll samskipti við Sovétríkin en horfið hafi verið frá því. „Okkur fannst það svolítið kjánalegt þar sem flokkurinn hafði ákveðið að leggja sjálfan sig niður innan fárra mánaða. Við lögðum hins vegar ríka áherslu á að þeir flokksmenn sem áttu sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins stæðu þá þegar að samþykkt þar um að hafna öllum samskiptum við valdaflokka innrásarríkjanna. Ymsir reyndu á næstu ámm að fá þessari afstöðu breytt og fá flokksleg samskipti tekin upp milli Alþýðubandalagsins og flokka „Eftir á að hyggja áttum við að slíta þessu erlenda samstarfi fyrr, en það varð ekki fyrr en innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu 1968.“ 22 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.