Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 21

Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 21
Ég mátti reyndar kallast marxisti frá 1952 til 1956. Á því ári flutti Khrúsjov sína frægu ræðu þar sem hann afhjúpaði margvísleg grimmdarverk Stalíns og nánustu samstarfsmanna hans og um haustið kom innrás Rússa í Ungverjaland. Þessir atburðir gjörbreyttu mínum viðhorfum og margra annarra. Hitt er svo annað mál að alveg fram til 1968 héldu ég og mínir félagar í einhverja von um Sovétríkin en sú von þurrkaðist út við innrásina íTékkóslóvakíu á því ári. En ekki létuð þið vantrúarmenn mikið í ykkur heyra opinberlega á þessum tímum? „Á Islandi lá lína kalda stríðsins þannig að andstæðingar okkar réðu yfir öllum fjölmiðlum nema Þjóðviljanum og flokkshollusta var ríkjandi. Sósíalistaflokkurinn átti aðild að ríkisstjórn og hafði ærin verk að vinna hér á heimavelli. Við vildum ekki vekja óvinafagnað með illvígum deilum flokksmanna á opinberum vettvangi. Við höfðutn ekki heldur færst einu skrefi nær stuðningi við heimsvaldapólitík Bandaríkjamanna þó við tryðum ekki lengur á Sovétríkin. Þegar árin liðu fann ég fyrir því að sumir félagar mínir sem voru komnir á unglingsár þegar herir Hitlers náðu að leggja undir sig nær allt meginland Evrópu vom tregari til þess að gefa Sovétríkin upp á bátinn heldur en við sem yngri vomm. Þetta er skiljanlegt. Þeir höfðu upplifað á mótunarskeiði fall Evrópu fyrir ógnarbylgju nasismans, umsátrið urn Leningrad sem stóð í 900 daga, yfirvofandi fall Moskvu og loks sigur rauða hersins í ormstunni um Stalíngrad sem sneri heimstaflinu við.“ Flokkshollustan réði Blóðbað í Ungverialandi Dýiuleg giimœd Rúebo í Ungverjaland. ' «• 1 eðatranskurhermaflu ^ ^ r - ZVZZZZXX'"..............- ISfe-i-ág — - •v>-~1 - -.rfs ji hú | —— ZZT+* —'“»— I Forsíður Þjóðviljans og Morgunblaðsins 8. nóv. 1956, skömmu eftir innrás Sovétmanna Hvarfóru umrœðurfram meðal vinstri ntanna efekki opinberlega? „Ungir menn em sífellt að tala sarnan og skiptast á skoðunum og hafa áhrif hver á annan. Ég tók við sem framkvæmdastjóri flokksins 1962 og þekkti þá alla menn af minni kynslóð sein eitthvert vægi höfðu í þessari baráttu. Margir þeirra höfðu lært í Austur-Evrópu og ég vissi vel að allur þessi hópur var hugmyndalega á svipuðum slóðum og ég. Þetta voru vinir mínir og kunningjar og ég vissi vel um efasemdir þeirra varðandi sósíalismann austantjalds. Þeir höfðu misst alla trú á Sovétríkin þótt þeir styddu okkar flokk. 1 framkvæmdanefnd llokksins voru líka ýmsir eldri menn sem stóðu okkur mjög nærri í skoðunum hvað þetla varðar og nefni ég þar þá Guðmund Hjartarson og Magnús Kjaitansson.“ Vissi forysta Sósíalistaflokksins á sjötta áratugnum og upphafi þess sjöunda hvernig hugur yngra fólks í flokknum var f garð Sovétríkjanna? „Forysta flokksins vissi sig í vanda stadda. Ég var náinn samstarfsmaður Einars Olgeirssonar frá 1962 lil 1968 og við vissum vel um afstöðu hvors annars en ræddum þann ágreining lítið. Við létum hagsmuni flokksins ganga fyrir. Við töldum það ekki heppilegt að opna einhverja gjá milli yngri og eldri llokksmanna." Efnilegir framtíöarleiötogar valdir af Einari Hvernig var erlendum samskiptum Sósíalistaflokksins við austur- blokkina háttað á þeim tíma sem þú varstframkvœmdastjóri? „Þau voru í ákveðnum föstum skorðum eins og lengi hafði verið. Menn fóru sem gestir á fiokksþing og svo fóru alltaf fáein hjón eða einstaklingar ár hveit í svokölluð hvfldarboð sem vom dvöl í hálfan mánuð á sólarströnd við Svartahaf og fieiri stöðum. Svo vom sendir námsmenn til dvalar í löndum í Auslur-Evrópu.“ Fórstu einhvern tímann sjálfur íhvíldarboð? „Nei, ég var ákveðinn í því frá fyrsta degi að þiggja aldrei neitt af sovéskum stjómvöldum því ég vissi glögglega hvaða hættur gátu falist í því. Ég fór hins vegar á fiokksþing í Búkarest af ásettu og yfirveguðu ráði 1965. Það var vegna þess að Rúmenar vom í uppreisn gegn Sovétríkjunum og ég hafði áhuga á því. Enginn sá þá fyrir það sem átti eftir að gerast í Rúmeníu.“ Hvernig var boðum afþessu tagi útdeilt? „Við Einar völdum fólkið. Það sótti ekki um. Þetta vom hinir og aðrir flokksmenn sem vom taldir hafa staðið sig vel og ættu skilið umbun.“ Voru hlunnindi eirts og boðsferðir og sólarfrí notuð sem umbun til þess að gera áhrifamenn eða listamenn hliðholla málstaðnum, gera þá skuldbundna flokknum? „Eftir að kom fram á mína daga vom varla finnanleg dæmi um það. Fyrr á tíð var hins vegar stundum reynt að tryggja sér velvild listamanna og rithöfunda með slíkum áróðureferðum. MIR (Menningartengsl Islands og Ráðstjómamkjanna) og áður Sovétvinafélagið sáu aðallega um að senda nefndir austur fyrir tjald og þeir kontu oftsinnis heim aftur eins og heilaþvegnir menn. Árið 1956, þegar Steinn Steinarr fór til Rússlands, og tjáði sig um það sem hann sá fór allur vindur úr slíkum ferðum. Eftir það gat enginn gert sig svo ómerkilegan að segjast hafa orðið fyrir stórkostlegri upplifun við að koma til Sovétríkjanna. Segja má að sendingar námsmanna hafi hafist 1954 þegar Árni Bergmann og Arnór Hannibalsson em sendir til Moskvu og Tryggvi Sigurbjamarson til Austur-Þýskalands. Einar réði jressu og valdi þá sem sendir vom og var áreiðanlega með það í huga að þetta væm fyrst og fremst framúrskarandi námsmenn og einnig líklegir til þess að duga vel í pólitískri forystu. Þegar ég kom til starfa höfðu slflcar námsmannasendingar tíðkast í átta ár og þá er sú hugsun orðin íjarlæg að velja ætti þá sem fallnir væm til forystu á pólitískum vettvangi. Ég hygg að eftir 1962 hafi ég raðið meim um þessi námsmannamál en Einar og ég átti þátt í að senda alls konar fólk austur á bóginn. VÍSBENDING I 21

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.