Vísbending


Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 30

Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 30
~KommúnLstar funda viðþinghúsið sem nú er búið að rífa, 20 árum síðar. Allir vildu hrjóta niður múrinn og taka bút með lieinu I laföi nokkrum sinnum komiö austur fyrir jámtjald. Alltaf jafn óhuggulegt. Það var eins og guð liefði gleymt litunum. Allt svo grátt. Jafnvel húðliturinn. Fólk var raunvemlega hrætt við að gjóa augum á útlending, hvað þá yrða á hann. Það var suntarið '86 sem ég kom lyrst til Prag. Eins og hún er stássleg núna, þá lá yfir henni grátt ský. Mara. Minnis- stætt þegar Ijósmyndari, tékkneskur, sá Leica myndavél- ina mína á veitingahúsaborði. Hann langaði að fá að handfjatla vélina, en leit aldrei í áttina til mín og ræddi við mig eins og hann væri að tala við eldri konu sem sat nærri honum. Eftir málsverðinn bauðst hann til að sýna mér Prag. Bað mig um að keyra bílaleigubílinn inn í húsasund ekki langt frá eftir kortér. Þar stökk hann inn í bílinn, lagðist á gólfið afturí og lýsti borginni sinni. Hann var hræddur, það skynjaði maður, sérkennilegt. Aftur til Berlínar Í989. Hvað munurinn á borgar- hlutunum var sláandi. Oraunvemlegur. A K'dam í vesturhlutanum fékkst allt, jafnvel glaðar konur. Meðan gapandi tómar búðir með engu vömúrvali voru austan- megin. Daprar eldri konur sópandi strætin undir bláu skýi Trabantbílanna. En það var eitthvað, eitthvað sem maður skynjaði svo sterkt; kalda stríðinu væri lokið. Fólk vildi frelsi og frið. Sá Gysi verðandi formann kommúnistaflokks- ins halda ræðu fyrir ffaman þinghús DDR. Heillandi maður, góður ræðumaður. Sérkennilegt að sjá alla þessu sovésku fána, myndir af Lenín. Og allt þetta eldra fólk, sem vildi ekki breytingar. Nú er þing- húsið rifið, farið. Eg er nokkuð viss um að Lenín sé dauður. 30 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.