Vísbending - 21.12.2009, Blaðsíða 25
EYÞÓR ÍVAR JÓNSSON
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
HEILRÆÐI DRUCKERS
TIL FRAMFARA
PETER DRUCKER í HEILA ÖLD (19. NÓVEMBER 1909 - 11. NÓVEMBER 2005)
Stjórnunargúrúinn Peter Drucker hefði orðið 100 ára
í ár. Hann samdi nokkrar af bestu viðskiptabókum
sem skrifaðar hafa verið. Dmcker hefur aldrei verið í
hávegum hafður í akademíunni en hann náði athygli
og aðdáun stjórnenda fyrirtækja. Hann var kannski
ekki heldurþekkturfyrirmjög vísindaleg vinnubrögð,
en snilld hans fólst í hagnýtum ráðleggingum sem einbeittu sér að
kjama málsins - að gera réttu hlutina frekar en að gera hlutina rétt.
Hann var einstakur rithöfundur. Hugmyndafræði hans mótaðist að
miklu leyti á kreppuámnum eftir 1929. Það er þess vegna áhugavert
að rifja upp nokkur atriði sem Drucker lagði áherslu á sem ráðgjafi.
Aö gera rét+u hlutina frekar en hlutina rétt
Drucker er ekki fyrstur til þess að benda á mikilvægi þess að horfa
á heildarmyndina frekar en einstaka efnisþætti. Útskýring hans á
skilvirkni (efficiency) og árangri (effectiveness) sem muninum á að
gera hlutina rétt og gera réttu hlutina er fyrir löngu orðin klassísk.
Sennilega er fátt mikilvægara hvort sem er í rekstri fyrirtækja,
stofnana eða þjóðfélags en að reyna að skilja hvort verið sé að
gera réttu hlutina jafnvel þó að verið sé að gera hlutina rétt. Þessi
spuming ætti að vera efst á blaði á tímum sem þessum, þegar verið
er að reyna að byggja upp íslenskt atvinnulíf á ný. Dæmi um þetta
em ákvarðanir sem em teknar um að endurlífga fyrirtæki sem náðu
sterkri stöðu á markaðinum með allt of mikilli skuldsetningu, með
því að afskrifa skuldirnar og gefa þeim nýtt líf í krafti hins opinbera.
í mörgum tilvikum drepa slíkar ákvarðanir þau fáu fyrirtæki sem áttu
möguleika á að sigla út úr ástandinu. Afleiðingin er allsherjar banka-
og ríkisvæðing viðskiptalífsins. Kannski finnst bankamönnum |x‘ir
vera gera hlutina rétt, en þeir ern ömgglega ekki að gera réttu hlutina.
Peter Drucker.
Að spyrja spurninga
Það verður aldrei sagt of oft hversu mikilvægt það er að setja frant
spurningar. Drucker lagði mikla áherslu á að stjórnendur ættu að
spyrja spuminga um stöðu og stefnu fyrirtækisins, framtíðarsýn
og markmið. Hann hélt því ekki fram að hægt væri að tryggja að
fyrirtæki næði árangri með mikilvægum spumingum, heldur hitt, að
það væri næstum þvf ömggt að menn myndu taka rangar ákvarðanir
ef þeir spyrðu ekki. Dænti um þetta er Icesave-sagan. Það er með
ólíkindum, að stjórnendur og stjórn Landsbankans skuli ekki hafa
spurt neinna spuminga um hættur og áhrif af ákvörðunum sínum.
Það er með ólíkindum að íslensk stjómvöld virðast hafa ætlað að
samþykkja Icesave-samninginn við Breta og Hollendinga án jress að
spyija nokkuira spurninga um hvað væri í raun verið að semja um.
VÍSBENDING I 25