Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 2
einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta himneskt.is Y ngri dóttir Sophiu Hansen, Rúna Aysegul, heimsótti móður sína og fjölskyldu á dögunum ásamt eiginmanni sínum, Ahmed Erkul, og tveimur sonum þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem Rúna kemur til Íslands eftir að faðir hennar, Halim Al, rændi henni og eldri systur hennar, Dagbjörtu Vesile, og flutti þær til Tyrklands fyrir 23 árum. Þar hafa þær búið síðan og lítið fengið að hitta móður sína þrátt fyrir áratuga- langa baráttu hennar fyrir því að fá dætur sínar aftur. Liðu mörg ár án þess að Sophia og dæturnar fengu að hittast. Þann 15. júní árið 1990 fór Halim Al með dæturnar í frí til Tyrklands, að því er Sophia var látin halda. Þær voru þá sjö og níu ára. Hann sneri ekki aftur með þær og upp hófst átakanleg barátta Sophiu um að endurheimta dætur sínar sem öll þjóðin fylgdist með um margra ára skeið. Sophia höfðaði mál gegn Halim Al í Tyrklandi og dæmdu tyrk- neskir dómstólar Halim Al forræðið en Sophiu umgengnisrétt. Gegn þeim rétti braut Halim Al margítrekað án þess að Sophia fengi rönd við reist. Árið 2003 vann Sophia mál gegn tyrkneska ríkinu fyrir mannréttindadómstóli Evrópu þar sem dæmt var að tyrkneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum hennar með því að framfylgja ekki rétti hennar til umgengni við dætur sínar. Rúna giftist eiginmanni sínum árið 2004 og eiga þau tvo syni, fjögurra og sjö ára. Rúna og synirnir fengu öll íslenskt vegabréf sem þau sóttu um skömmu eftir komu sína til Íslands en systurnar Rúna og Dagbjört eru með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og tyrkneskt. Samkvæmt heimildum Fréttatímans grét Rúna af gleði þegar hún fékk ís- lenska vegabréfið sitt í hendurnar. Sophia Hansen treysti sér ekki til að koma í viðtal vegna málsins en sam- kæmt heimildum Fréttatímans nutu þær mæðgur þriggja vikna samvista til hins ýtrasta. Rúna heimsótti ættingja og vini sem hún hefur ekki hitt frá því hún var lítil stúlka. Hún heimsótti einnig æskuheimili sitt að Túngötu, fór með syni sína og gaf öndunum á Tjörninni brauð og haldin var mikil veisla fjöl- skyldunni til heiðurs. Sophia talar reiprennandi tyrknesku og túlkaði því allt sem fram fór, þannig að Rúna, eiginmaðurinn og synirnir gátu talað við fjölskyldu sína. Rúna skildi þó nokkra íslensku og var farin að geta sagt nokkur orð þegar hún sneri aftur til Tyrklands. Sophia hefur hitt dætur sínar úti í Tyrklandi á undanförn- um árum og hefur því fengið að hitta dætrasyni sína fjóra. Rúna stundar háskólanám í ísl- ömskum fræðum og hefur starfað við kennslu undanfarin ár, líkt og systir hennar. Fjölskylda stúlknanna vonast til þess að Dagbjört, sem einnig er gift og á tvo syni, geti fljótlega fylgt í fótspor systur sinnar og heimsótt landið sitt og fjölskylduna. Þær eru í engu sambandi við föður sinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Endurfundir rúna aYsEgul hitti fjölskYldu sína á íslandi Yngri dóttir Sophiu Hansen aftur heim Rúna Aysegul, yngri dóttir Sophiu Hansen, heimsótti móður sína og fjölskyldu ásamt eiginmanni og tveimur sonum á dögunum. Rúna og synirnir fengu íslenskt vega- bréf og grét hún af gleði. Fjölskyldan von- ast eftir því að eldri dóttirin, Dagbjört Vesile, geti fljótlega komið í heimsókn með syni sína tvo. Íslenska þjóðin fylgdist með baráttu Sophiu Hansen fyrir dætrum sínum í gegnum fjölmiðla og sýnd henni mikinn stuðning.  gamE of thronEs tökur að hEfjast á íslandi Vopnaglamur í íslensku sumri Tökur fyrir fjórðu þáttaröð hinna vinsælu þátta Game of Thrones hefjast á Íslandi í næstu viku og munu standa fram í ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem íslensk náttúra verður bakgrunnur ævintýranna í Game of Thrones en í fyrsta skipti sem kvikmyndað er hér að sumarlagi en landið hefur hingað til verið notað sem vetrarríkið í þáttunum. „Við erum að flytja til landsins kvikmyndabún- að, hluta leikmyndar, búninga og fleiri leikmuni fyrir Game of Thrones. Það er allt að verða klárt fyrir tökur,“ segir Þórður Björn Pálsson, deildar- stjóri í sérverkefnum hjá TVG-Zimsen, sem sér- hæfir sig í flutningum fyrir kvikmyndageirann. Pegasus er framleiðendum Game of Thrones til halds og trausts á Íslandi en mikil ánægja er með Ísland sem tökustað. „Þetta stóra verkefni hefur mjög jákvæð áhrif fyrir Ísland. Þetta hefur gengið mjög vel og framleiðendur þáttanna hafa verið ánægðir með Ísland bæði sem tökustað og þá þjónustu sem þeir hafa fengið hér við gerð þáttanna. Á þriðja hundrað manns unnu við síðustu tvær þátta- raðir, þar á meðal fjöldi Íslendinga og er ráðgert að svipaður fjöldi vinni að verkefninu nú,“ segir Þórður. Bandaríska kapalstöðin HBO sýnir Game of Thrones við miklar vinsældir og ekkert er til sparað við gerð þáttanna sem jafnast á við fyrsta flokks kvikmyndir að gæðum. Ísland verður nú vettvangur ævintýranna í Game of Thrones í þriðja sinn en framleiðendur þáttanna eru yfir sig ánægðir með allar aðstæður hérlendis. Hátíðardagskrá vegna Carlo Skarpa verðlaunanna Boðið verður til hátíðardagskrár í Menn- ingarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði næst- komandi sunnudag, 21. júlí, í tilefni af því að fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Skarpa. Fulltrúar úr valnefnd og stjórn menningarsjóðs Benetton, sem veita verðlaunin, verða viðstaddir og munu fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa. Benetton rann- sóknastofnunin í Treviso á Ítalíu veitir Carlo Scarpa verðlaunin á hverju ári. Þeim er ætlað að vekja athygli á stað sem hefur sér- staklega ríku hlutverki að gegna í sögulegu og skapandi tilliti auk hins náttúrulega gild- is. Carlo Scarpa var einn frægasti arkitekt Ítala á 20. öld og eitt helsta átrúnaðargoð húsameistaranna Guðjóns Samúelssonar og Rögnvaldar Ólafssonar. - jh Íþróttin folf vinsæl Íþróttin folf eða frisbígolf er ný íþrótt sem notið hefur mikilla vinsælda í sumar. Settur var upp frisbígolfvöllur á Klambratúni fyrir tveimur árum og hefur varla liðið sá dagur að ekki hafi verið spilað á vellinum í sumar, að því er fram kemur á vef Reykjavíkur- borgar. Íþróttin folf er spiluð með frisbí- diskum og er takmarkið að kasta disk- unum í sérhannaðar körfur í sem fæstum skotum. Sex sérhannaðir vellir eru á Íslandi en víðar hægt að finna körfur. Frisbígolf- vellir eru á Klambratúni og í Gufunesi í Grafarvogi, við Úlfljótsvatn, tjaldsvæðið að Hömrum á Akureyri, í Miðhúsaskógi við Laugarvatn og á Akranesi.-dhe Geitaostar og geitaís njóta hylli Haldið verður upp á árs afmæli Geitfjár- seturs Íslands á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði á sunnudaginn. Geitfjársetrið er eina ræktunarbú geita á Íslandi en það er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og fjölskylda hennar sem reka búið, að því er Skessuhorn greinir frá. Fram kemur að viðtökurnar á liðnu ári hafi verið langt umfram væntingar og hafi töluvert af afurðum búsins á borð við geitaosta og geitaís notið hylli neytenda. - jh Aníta Hinriksdóttir sem var nýlega krýnd heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi kom fyrst í mark í öðrum riðli á Evrópumeist- aramóti 19 ára og yngri sem fer fram á Rieti á Ítalíu. Aníta hljóp í gær á 2:02,62 mínútum og sigraði af miklu öryggi. Íslandsmet Anítu frá því í sumar er 2:00,49 mínútur. Þjóðverjinn Katharina Trost var með næstbesta tímann, 2:03,59 mínútur og Olena Sidorska frá Úkraínu átti þriðja besta tímann, 2:04,5 mínútur. Aníta fyrst í mark á Evrópumótinu Mynd/NordicPhotos/ GettyImages 2 fréttir Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.