Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 36
36 heilsa Helgin 19.-21. júlí 2013  Heilsa Handbók með Hugmyndum að fjölbreyttri Hreyfingu fyrir börn Á dögunum sendi Sabína Steinunn Halldórsdóttir íþróttafræðingur frá sér handbókina Færni til fram- tíðar sem byggð er á lokaverkefni hennar í meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði. Bókin er ætluð for- eldrum og öllum þeim sem starfa með börnum og fjallar um hvernig samtvinna megi útiveru barna í skóla eða gönguferð fjölskyld- unnar og örva hreyfifærni á sama tíma. Þó mikið hafi rignt sunnanlands í sumar telur Sabína ekki ástæðu til innveru í sumarfríinu. „Mögu- leikarnir úti í rigningunni eru óendanlegir. Börnum finnst fátt skemmtilegra en að hoppa í poll- um. Svo við tölum nú ekki um að hoppa lengi í polli þannig að hann hverfi. Það er fátt sem fær hjartað til að slá hraðar og jafnast á við að hlaupa dágóða vegalengd.“ Árið 2003 flutti Sabína til Íslands eftir íþróttafræðinám í Noregi þar sem mikil áhersla var lögð á útiveru. Hún hóf störf sem kenn- ari í skóla sem enn var í byggingu svo ekki var neitt íþróttahús og öll hreyfing barnanna fór fram utan- dyra. „Börnin tóku hreyfifærnipróf í byrjun skólaársins og þau sem komu ekki nógu vel út fengu auka hreyfingu yfir veturinn. Svo þegar ég tók aftur próf á þeim í lok skóla- árs höfðu öll bætt sig verulega. Aðrir þættir hafa þó alveg örugg- lega haft áhrif líka, eins og hærri aldur og þroski en hreyfingin utandyra gerði þeim mjög gott.“ Þegar Sabína skilaði meistararit- gerð sinni svo árið 2010 átti hún niðurstöður úr hreyfifærnipróf- unum og nýtti þær í rannsókn sína og gat því sýnt fram á það með tölulegum upplýsingum að aukin hreyfing utandyra skilar sér í meiri hreyfifærni. „Hvort sem við erum í 101 Reykjavík eða úti á landi þá er um að gera að njóta þess að vera úti og sjá tækifærin í kringum okkur því þau eru alls staðar. Lyktin af gróðrinum, vindurinn, hólarnir, hæðirnar, blauta drullan, stóru steinarnir, birtan og veðrið. Allt eru þetta þættir sem verka á ólík skynfæri barnanna og örva þroska þeirra og færni. Góð hreyfifærni er færni til framtíðar. Hún gefur börnum tækifæri til að skilja og upplifa auk þeirrar tilfinningar að geta og kunna,“ segir Sabína. Handbókin Færni til framtíðar fæst í verslunum Eymundsson. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Færni til fram- tíðar. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Í rigningunni eru tækifæri Sabína Steinunn Halldórsdóttir sendi nýlega frá sér handbókina Færni til framtíðar sem ætluð er foreldrum og þeim sem starfa með börnum. Sabína telur rigninguna uppsprettu skemmtilegra tækifæra til leikja úti við. Allt sem þurfi sé jákvæðni og regnheld föt. Gaman er að hoppa í polli þangað til hann tæmist. Líka er hægt að fara í handahlaup yfir poll eða hoppa eins og froskur eða kengúra í og úr polli. Myndir/ Þórhildur Jónsdóttir fjölskyldutjöldin færðu hjá okkur og allan útilegubúnað Nevada MP Sérstaklega létt og meðfærilegt 5 manna tjald. Tvö svefnrými og stofa. • Regnvörn: 4000 mm(Hydrostatic Head). • Outtex® 4000. • Eldtregur dúkur. • Sérstakt vindþol. • Súlur: Duratec fibreglass-súlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður. • Stærð (tjaldað): breidd 360 x lengd 485 x hæð 200 cm. Glendale 5 Tjald fyrir fjölskyldur sem vilja hafa rúmt í kringum sig í útilegunni. • Regnvörn: 4000 mm (Hydrostatic Head). • Outtex® 4000 með regnvörðum. • Eldtregur dúkur. • Sérstakt vindþol. • Súlur: Stálsúlur og Duratec fibreglass-súlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður. • Stærð (tjaldað): breidd 350 x lengd 700 x hæð 220 cm. Verð: 165.000kr “Rolls Royce”-inn frá Outwell úr Premium línunni. Tvö svefnrými, stofa og lítil forstofa. Mikið rými! • Regnvörn: 5000 mm (Hydrostatic Head). • Outtex® 5000 með regnvörðum saumum. • Eldtregur dúkur. • Sérstakt vindþol. • Súlur: Stálsúlur og álsúlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður • Stærð (tjaldað): breidd 415 x lengd 590 x hæð 215 cm. Montana 6P Verð: 189.000kr Oakland XL Eitt vinsælasta tjaldið frá Outwell á Íslandi, 5 manna tjald. Tvö svefnrými og stofa. • Regnvörn: 4000 mm(Hydrostatic Head). • Outtex® 4000. • Eldtregur dúkur. • Súlur: Stálsúlur og Duratec fibreglass-súlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður. • Stærð (tjaldað): breidd 350 x lengd 535 x hæð 225 cm. Verð: 129.800kr Verð: 99.800kr Korputorg l 112 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 - lau-sun kl: 12-16 Eftir nám í Noregi kenndi Sabína í skóla á Íslandi sem var enn í byggingu og því ekkert íþróttahús og fór öll hreyfing barnanna fram úti við. Mynd Teitur. Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum PREN TU N .IS / w w w .g en g u rvel.is Inniheldur hinn öfluga DDS1 ASÍDÓFÍLUS! 2 hylki á morgnana geta gert kraftaverk fyrir meltinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.