Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 33
Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is Nei takk! Pöntum bara pizzu  jónas sigurðsson um ferðalagið Ótrúleg upplifun j ónas Sigurðsson tónlistarmaður er einn hljómsveitar­meðlima á Húna II sem hefur ferðast í kringum landið og haldið tónleika til styrktar björgunarsveitum á hverjum stað. „Þetta er búið að vera ótrúlegt. Maður er uppiskroppa með lýsingarorð. Fyrst þegar við lögðum af stað stóðum við upp á dekki og sögðum „vá“ og „þetta er ótrúlegt“ og þar fram eftir götunum en svo kláruðum við bara orðin,“ segir Jónas. „Það hefur verið magnað að fá að sigla hringinn í kringum landið á skipi og upplifa þetta allt saman, bæði siglinguna sem tón­ leikana á hverjum stað, allt fólkið sem hefur komið til að sjá okkur,“ segir hann. Aðspurður segir hann hugmyndina að túrnum hafa kvikn­ að á tónleikaferð sinni og Ómars Guðjónssonar um landið í fyrra sem þeir fóru ásamt Jóni Þór Þorleifssyni sem er fram­ kvæmdastjóri tónleikaferðarinnar. „Jón Þór er svona maður sem lætur hlutina gerast. Við hittum Mugison á túrnum og viðruðum við hann hugmyndina um að fara á skipi hringinn í kringum landið. Svo fór bara boltinn að rúlla. Allir sem hafa komið að þessu hafa gert það af fullum krafti, Hollvinir Húna tóku strax mjög vel í hugmyndina, sem og RÚV og Lands­ björg,“ segir Jónas. Spurður hvað hafi verið eftirminnilegast við túrinn segir hann ekki hægt að taka neitt eitt út. „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi hópur. Um borð er hljómsveitin, sex manna áhöfn úr Hollvinum Húna, kvikmynda­ tökulið frá RÚV og fjölskyldur og börn, alls um 50 manns. Öllum var troðið um borð í þetta skip og það hefur verið endalaust hlegið. Við fórum til að mynda öll saman og fengum okkur tattú því við urðum að eiga eitthvað varanlegt til minningar um ferðina,“ segir Jónas. Hann segir ólýsanlegt að standa uppi á dekki eftir tónleika og horfa á bæinn, sem þau hafi heim­ sótt þann daginn, fjarlægjast og sólina setjast. „Þetta er Ísland. Hver þarf heimsreisu?“ Jónas Sigurðsson tónlistarmaður sem siglt hefur með Húna II umhverfis landið. Iðnaðarsafn- ið á Akureyri hefur stuðlað að því að varðveislu Húna II og þar með varðveislu sögu tré- skipaútgerð- ar á Íslandi. á land og láta þau grotna niður eins og því miður er svo algengt,“ segir Víðir. Í dag er Húni II notaður við ýmis tækifæri og siglt er út með vinnustaðahópa, veislur eru haldnar í honum en Hollvinafélag Húna II er ekki í skipulögðum við­ skiptum með siglingar.„Við erum að sigla á Húna II til þess að varðveita hann,“ segir Víðir. Undanfarnar vikur hefur áhöfn Húna II verið að safna ágóðanum af tónleikunum til styrktar björgunarsveit­ unum í landinu öllu. Loka­ tónleikarnir verða haldnir á Akureyri á morgun, laugardag. Þá verða niður­ stöðutölur úr söfnuninni til­ kynntar í beinni útsendingu á RÚV. „Það er mikil ánægja hjá björgunarsveitum um allt land og mikið þakklæti til allra í áhöfn, hljómsveit og allra sem að þessu koma. Það er svo mikil hugsjón í þessu verkefni sem er al­ gjörlega í anda þeirra gilda sem félagið okkar stendur fyrir,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmda­ stjóri Landsbjargar. Spilandi áhöfn Húna II er skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnarsdótt­ ur, Mugison, Ómari Guð­ jónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is viðtal 33 Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.