Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 15
Arnhildur Anna Árnadóttir 21 árs Bekkpressa: 90 kíló. Hnébeygja: 165 kíló. Réttstöðulyfta: 160 kíló. Fanney Hauksdóttir 20 ára Bekkpressa: 115 kíló. Hnébeygja: 110 kíló. Réttstöðulyfta: 115 kíló. VERÐLAUNUÐ LEIÐ TIL BJARTRAR FRAMTÍÐAR Frjálsi lífeyrissjóðurinn Á síðustu árum hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn þrisvar unnið hin alþjóðlegu verðlaun Investment Pension Europe sem besti lífeyrissjóður á Íslandi. Þessar viðurkenningar endurspegla sterka stöðu sjóðsins og árangur hans undanfarin ár. Ef þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar skyldulífeyrissparnaðinn þinn og vilt faglega stýringu þá er Frjálsi lífeyrissjóðurinn góður kostur. Jafnframt stendur öllum til boða að ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Þú færð ítarlegar upplýsingar um sjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á www.frjalsilif.is, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða í síma 444 7000. 5% 10% 15% Frjálsi 1 Frjálsi ÁhættaFrjálsi 2 Frjálsi 3 12,1% 7,2% Nafnávöxtun 30.06.2012 – 30.06.2013 5 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 30.06.2008 – 30.06.2013 8,1% 8,3% 8,0% 10,5% 6,4% 9,9% H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 19 67 ÁVÖXTUN FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 30.06.2008 – 30.06.2013 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is. Æfa í þrjá tíma á dag Arnhildur byrjaði í kraftlyft- ingum fyrir einu og hálfu ári. Mamma hennar var einn stofnenda kraftlyftingadeildar Gróttu og smitaði hana af áhuganum. „Svo var Fanney byrjuð og hafði eflaust einhver smitandi áhrif líka,“ segir hún. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því Arnhildur á Íslandsmetið í hnébeygju unglinga og stóð sig vel á Evrópumóti unglinga í vor. Þær stöllur leggja líka hart að sér til að ná árangri. „Ég æfi svona fjórum til fimm sinnum í viku og hver æfing tekur svona þrjá klukkutíma. Dag- skráin er mjög þétt og maður þarf að skipuleggja daginn svolítið út frá æfingunni,“ seg- ir Arnhildur sem hefur nám í sálfræði í HÍ í haust. Arnhildur segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér og hversu lengi hún muni stunda lyftingar. „Ég stefni nú ekki að því að eldast í þessu en mig langar að halda aðeins áfram og ná mínum markmið- um. Aðalatriðið er þó að hafa gaman af þessu.“ Ertu ekki orðin miklu sterk- ari en mamma þín? „Úff, ég má ekki svara þess- ari spurningu. Jú... ég tók aðeins fram úr henni.“ Kærastinn fer bara í spinning Þær stöllur segja að fólk taki því misjafnlega þegar það fréttir hvernig þær verja frí- tíma sínum. Arnhildur deilir vitanlega þessu áhugamáli með móður sinni, Borghildi Erlingsdóttur forstjóra Einka- leyfastofunnar. Pabbi hennar, Árni Hauksson fjárfestir, og kona hans Inga Lind Karls- dóttir, segja sportið grjóthart og skondið, enda auðvelt að slá þessu upp í grín. „Pabbi er nú líka stoltur af mér og mont- inn, svei mér þá. Hann varar vini sína við í matarboðum að ég geti lyft þeim og sé alltaf klár í sjómann. Vinirnir fussa eiginlega bara þegar þetta berst í tal, þeir eru alla vega ekki mikið að tala um hvað þeir lyfta.“ Fanney segir pabba sinn aðal hjálparhelluna. „Pabbi mætir með mér á öll mót og vill meina að það séu ekki margir feður með sama vanda- mál og hann, að dóttirin taki meira í bekk!“ Arnhildur segir að það geti vel farið saman að lyfta 165 kílóum í hnébeygju og spóka sig í gellufötum á djamminu. „Maður verður að halda kven- leikanum líka. Ég ætla ekki að verða einhver Gyða Sól,“ segir hún og hlær. Fanney segir að það geti stundum verið pirrandi að fara út að skemmta sér þegar fólk vill ræða um bekkpressu við hana. „Sumum finnst þetta fáránlegt en öðrum finnst þetta geðveikt kúl. Fólk vill oft djóka eitthvað með þetta en við erum ekki mikið að pæla í því.“ Er þetta ekki skrítin tilfinn- ing, að vera sterkari en strák- arnir? „Nei, nei. Það var hins vegar erfiðara fyrir kærastann minn. Hann hætti eiginlega að lyfta þegar ég byrjaði. Nú fer hann bara í spinning,“ segir Fanney. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fanney lyftir 115 kílóum í bekkpressu. Hún er 162 sentímetr- ar á hæð og 58 kíló. viðtal 15 Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.