Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 32
Blå Band bollasúpur - hrein snilld EKKERT MSG Blå Band bollasúpurnar eru handhæg og bragðgóð næring sem gott er að grípa til. Þær innihalda ekkert MSG, engar transfitur og aðeins náttúruleg bragð- og litarefni. Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus.  menning iðnaðarsafnið á akureyri varðveitir skip frá síldarárunum Þ að er gríðar- legur góður andi í skipinu og það eru tvær áhafnir, ein siglandi og önnur spilandi og þær harmónera algjörlega saman,“ segir Víðir Bene- diktsson, skipstjóri á Húna II, en skipið hefur siglt í kringum landið frá 3. júlí og spilandi áhöfn Húna II haldið tónleika um allt land til styrktar björgunarsveit- unum í landinu. „Því lengra sem líður á partíið því mun skemmtilegra verður það, maður kynnist fólkinu betur, talar meira við það og húmorinn verður öflugri eftir því sem liður á,“ segir Víðir. „Það voru hjón í Hafnar- firði, Þorvaldur Skaptason og kona hans, sem tóku Húna II í fóstur eftir að hætt var að nota hann sem fiski- skip en báturinn var á leið- inni í úreldingu. Þau gerðu hann út í Hvalaskoðun á Skagaströnd og í Hafnar- firði og þegar þau sáu að reksturinn var ekki að gera sig seldu þau Hollvinafélag- inu eða Iðnaðarsafninu á Akureyri bátinn – sem tóku Húna II í fóstur,“ segir Víðir. Segir Víðir að síðan hafi menn eytt þúsundum vinnustunda í sjálfboða- vinnu við að endurnýja og fríska upp á skipið. „Það er kjarnahópur í félagsskap Hollvinafélagsins, svona 10 til 12 manns sem mest hefur mætt á og hefur hann séð um viðhaldsvinnu dag og nótt. Þetta er bara gert til þess að varðveita sögu tréskipaútgerðar á Íslandi,“ segir Víðir. Víðir segir að menn hafi vaknað við vondan draum og hafi verið hræddir um að hafa gleymt varðveislu á strandmenningunni sem aðrar þjóðir, eins og Danir, Norðmenn og Færeyingar, hafa viðhaldið. „Við Íslend- ingar erum svo nýjunga- gjarnir, við kveikjum alltaf í þessu gamla þegar eitthvað nýtt kemur,“ segir Víðir. „Skipið var byggt sem síldarskip á síldarárunum og varð síðar vertíðarbátur á Höfn í Hornafirði og svo þegar hann úreltist sem síldarbátur var hann not- aður sem vertíðarbátur á þorskanet. Þegar hann var orðinn barn síns tíma var hann verndaður eins og hver annar minjagripur í stað þess að vera brenndur. Besta leiðin til að varðveita skip er að nota þau eins og við erum að gera núna í stað þess að draga þau upp Þúsundir vinnustunda í sjálfboða- vinnu til að varðveita Húna II Spilandi og siglandi áhöfn Húna II hefur á ferð sinni í kringum landið á síðustu vikum verið að safna fjármunum fyrir björgunarsveitirnar í landinu. Gríðarleg ánægja er með verkefnið hjá björgunarsveitunum og söfnunin hefur gengið vel, að sögn framkvæmdastjóra Landsbjargar. Húni II var byggður á síldarárunum og var síldar- og vertíðarbátur. Iðnaðarsafnið á Akureyri keypti bátinn en fámennur hópur hefur síðan endurnýjað hann í sjálfboðavinnu. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson 32 viðtal Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.