Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Side 32

Fréttatíminn - 19.07.2013, Side 32
Blå Band bollasúpur - hrein snilld EKKERT MSG Blå Band bollasúpurnar eru handhæg og bragðgóð næring sem gott er að grípa til. Þær innihalda ekkert MSG, engar transfitur og aðeins náttúruleg bragð- og litarefni. Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus.  menning iðnaðarsafnið á akureyri varðveitir skip frá síldarárunum Þ að er gríðar- legur góður andi í skipinu og það eru tvær áhafnir, ein siglandi og önnur spilandi og þær harmónera algjörlega saman,“ segir Víðir Bene- diktsson, skipstjóri á Húna II, en skipið hefur siglt í kringum landið frá 3. júlí og spilandi áhöfn Húna II haldið tónleika um allt land til styrktar björgunarsveit- unum í landinu. „Því lengra sem líður á partíið því mun skemmtilegra verður það, maður kynnist fólkinu betur, talar meira við það og húmorinn verður öflugri eftir því sem liður á,“ segir Víðir. „Það voru hjón í Hafnar- firði, Þorvaldur Skaptason og kona hans, sem tóku Húna II í fóstur eftir að hætt var að nota hann sem fiski- skip en báturinn var á leið- inni í úreldingu. Þau gerðu hann út í Hvalaskoðun á Skagaströnd og í Hafnar- firði og þegar þau sáu að reksturinn var ekki að gera sig seldu þau Hollvinafélag- inu eða Iðnaðarsafninu á Akureyri bátinn – sem tóku Húna II í fóstur,“ segir Víðir. Segir Víðir að síðan hafi menn eytt þúsundum vinnustunda í sjálfboða- vinnu við að endurnýja og fríska upp á skipið. „Það er kjarnahópur í félagsskap Hollvinafélagsins, svona 10 til 12 manns sem mest hefur mætt á og hefur hann séð um viðhaldsvinnu dag og nótt. Þetta er bara gert til þess að varðveita sögu tréskipaútgerðar á Íslandi,“ segir Víðir. Víðir segir að menn hafi vaknað við vondan draum og hafi verið hræddir um að hafa gleymt varðveislu á strandmenningunni sem aðrar þjóðir, eins og Danir, Norðmenn og Færeyingar, hafa viðhaldið. „Við Íslend- ingar erum svo nýjunga- gjarnir, við kveikjum alltaf í þessu gamla þegar eitthvað nýtt kemur,“ segir Víðir. „Skipið var byggt sem síldarskip á síldarárunum og varð síðar vertíðarbátur á Höfn í Hornafirði og svo þegar hann úreltist sem síldarbátur var hann not- aður sem vertíðarbátur á þorskanet. Þegar hann var orðinn barn síns tíma var hann verndaður eins og hver annar minjagripur í stað þess að vera brenndur. Besta leiðin til að varðveita skip er að nota þau eins og við erum að gera núna í stað þess að draga þau upp Þúsundir vinnustunda í sjálfboða- vinnu til að varðveita Húna II Spilandi og siglandi áhöfn Húna II hefur á ferð sinni í kringum landið á síðustu vikum verið að safna fjármunum fyrir björgunarsveitirnar í landinu. Gríðarleg ánægja er með verkefnið hjá björgunarsveitunum og söfnunin hefur gengið vel, að sögn framkvæmdastjóra Landsbjargar. Húni II var byggður á síldarárunum og var síldar- og vertíðarbátur. Iðnaðarsafnið á Akureyri keypti bátinn en fámennur hópur hefur síðan endurnýjað hann í sjálfboðavinnu. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson 32 viðtal Helgin 19.-21. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.