Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 20
Flótti til sólar- landa er ekki svarið þótt sýna megi þeim örvæntingar- fyllstu vissan skilning þegar þeir eltast við sólina á milli landshorna eða fljúga á vit hennar. KEVIN BACON STJÖRNUM PRÝDDUR MATSEÐILL «78 VELDU AF OSTGÆFNI «80 «82 «93 GAGGALA—GÓMSÆTUR Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is Í slendingar eru alltaf með veðrið á heilanum og geta endalaust velt því fyrir sér, rýnt í skýin og talað um rigningu, slyddu, snjó, rok, sól og millibör fram og aftur. Sjálfsagt á þessi sjúklegi veðuráhugi rætur að rekja til fyrri alda þegar afkoma, líf og dauði réðust fyrst og fremst af veðrinu. Í raun eru samt undur og stórmerki að þjóð sem hefur í gegnum alla sögu sína verið veðurbarin og van- ist illu í þessum efnum láti geðslag sitt enn stjórnast af hæðum og lægðum yfir landinu. Samkvæmt kenningum Darwins hljóta þeir sem njóta lífsins á öld hinna algeru þæginda að vera afkomendur þeirra hörðustu og í raun ætti ónæmi fyrir veðrabrigðum að vera rótgróið í erfðamegi Íslendingsins. En kannski er D-vítamínskortur sólarleysisins svona svakalegur að taugakerfin hrynja unn- vörpum. Málshættir, orðtök, klisjur og innan- tómir frasar eru sígild haldreipi okkar sem byggjum þetta miskunnarlausa land en „enginn er verri þó hann vökni“, „þetta er gott fyrir gróðurinn“ og annað álíka heldur ekki lengur vatni. Sunnan- lands heldur einfaldlega ekkert vatni og er gegnsósa. Blessaður gróðurinn hlýtur að fara að drukkna og á tali fólks og til- finningatjáningu þess á Facebook blasir við að margur versnar við að vökna. Dag eftir dag eftir dag. Ekki dugir þó að láta bugast og rétt að hafa í huga að flest sem hægt er að gera sér til dægrastyttingar í góðu veðri er einnig mögulegt í rigningu. Fyrst og fremst snýst þetta um hugarfar og að laga sig að aðstæðum. Rétt er að hafa ávallt í huga að það er ekki rigningin sjálf sem kemur okkur úr stuði og í vont skap, heldur viðhorf okkar til hennar. DV greindi frá því í vikunni að veðrið sé í sumum greinum farið að hafa nei- kvæð efnahagsleg áhrif. Mun minna er víst að gera á kaffihúsum miðborgar- innar en í fyrra og einhverjir íssalar bera sig illa. Samt sem áður berast reglulega fréttir af því að biðröðin í ísbúðina Valdísi sé margra metra löng. Ís er semsagt líka góður í leiðinlegu veðri. Og kaffibollinn  veður rigningarsumarið 2013 Er rigningin góð, la-la-la-la-la, o-ó? Rigningarsumarið mikla 2013 hvílir þyngra á mörgum landsmanninum en snjóhengjur, gjaldeyrishöft, staða Íbúðarlánasjóðs og hugmyndir um hertar kröfur um námsframvindu hjá LÍN. Vætutíðin sunnanlands virðist endalaus og enn er dökkt yfir kortunum. Sá síkáti og ofurjákvæði veðurspámaður Siggi stormur telur að í fyrsta lagi rofi til þegar komið er vel inn í ágúst. Samfélags- miðillinn Facebook er ágætis mælikvarði á geðsveiflur þjóðarinnar og þar er ljóst að langlundargeðið er þrotið. En fátt er til ráða enda víst ekki hægt að berja í búsáhöld eða senda forsetanum mótmæli með undirskriftalistum. 20 úttekt Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.