Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 6
Nær þrítugur hvítmávur sem skotinn var í fyrra í Hval-
firði náði að líkindum hæstum
aldri slíkra máva í Evrópu. Hægt
var að segja til um aldur fuglsins
vegna merkingar en mávurinn var
merktur sem ungi árið 1982.
Árið 2012 merktu fjörutíu og
fimm aðilar alls 10.109 fugla af 70
tegundum og tilkynnt var um 509
endurheimtur íslenskra merkja,
439 innanlands og 70 erlendis,
auk 88 erlendra merkja, að því er
fram kemur á heimasíðu Náttúru-
fræðistofnunar Íslands en teknar
hafa verið saman niðurstöður
fuglamerkinga fyrir árin 2011 og
2012. Árið 2011 voru merktir alls
12.158 fuglar af 84 tegundum. Þá
var tilkynnt um 556 endurheimtur
íslenskra merkja, 510 innanlands
og 46 erlendis, auk 109 erlendra
merkja.
Árið 2012 var snjótittlingur mest
merkta tegund landsins í stað
lunda sem lengi hefur vermt það
sæti, en hjá honum hefur verið
lítil nýliðun síðustu ár. Tíu mest
merktu tegundir frá upphafi eru
í dag snjótittlingur 75.948 fuglar
merktir, 75.842 lundar, 58.344
skógarþrestir, 49.162 kríur, 33.690
ritur, 30.632 fýlar, 21.038 skúmar,
19.730 teistur, 15.720 þúfutittlingar
og 15.371 langvía.
Fjölmörg aldursmet voru sett
hvað varðar endurheimtur merktra
fugla á árinu 2012 og eru tvö þeirra
líklegast Evrópumet í þekktum
aldri þeirra tegunda. Hvítmávur
sem Trausti Tryggvason merkti
sem ófleygan unga í Ármýrum í
Helgafellssveit
á Snæfellsnesi
2. júlí 1982 var
orðinn 29 ára
og fjögurra
mánaða þegar
hann fannst skotinn á Þyrilsnesi
í Hvalfirði. Flórgoði sem Þorkell
Lindberg Þórarinsson merkti sem
fullorðinn fugl með hreiður, þá
líklega a.m.k. tveggja ára gamall,
við Víkingavatn í Kelduhverfi var
endurveiddur á sama stað 2543
dögum síðar, a.m.k. 9 ára.
Náttúrufræðistofnun ber sam-
kvæmt lögum að sjá um fuglamerk-
ingar og hefur ein heimild til að láta
merkja villta fugla á Íslandi. Öllum
sem finna merkta fugla er skylt
að skila merkinu til Náttúrufræði-
stofnunar. Þetta á við hvort sem
um er að ræða íslenskt merki eða
erlent. Rannsóknir sem byggja á
merkingum fugla og endurheimtum
merkjum hvíla á góðu samstarfi við
veiðimenn, sjómenn, bændur og
allan almenning um skil á merkjum
og upplýsingum um fund þeirra.
Fuglamerkingar eru stundaðar
af fuglaáhugamönnum og fugla-
fræðingum sem fengið hafa tilskilið
merkingaleyfi. Fuglamerkingar hafa
verið stundaðar á Íslandi frá árinu
1921. -jh
KRAFTMIKIL
HOLLUSTA
www.fronkex.is
Súkkulaðibitakökur
kemur við sögu
á hverjum degi
fuglamerkingar líklega evrópumet í þekktum aldri
Nær þrítugur hvítmávur skotinn
Rúmlega tíu þúsund fuglar merktir í fyrra og rúmlega 12 þúsund árið 2011.
þ að gefur auga leið að það er ekki hægt að selja inn á alla ferða-mannastaði. Inn á suma staði eru
margar aðkomuleiðir og ef menn ætla að
hafa einhvern til að selja á öllum leiðum
þá fer það allt í kostnað,“ segir Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar.
Erna segir að það þurfi heljarmikinn
undirbúning áður en ákvarðanir um
gjaldtöku til framtíðar séu teknar. „Það
eru bæði mismunandi skoðanir á þessu
og síðan er þetta mjög flókið mál. Á sum-
um ferðamannastöðum sem styrkja þarf
er ekki endilega það mikil aðsókn að það
borgi sig að vera með aðgangseyri þannig
að það er mjög margt sem mælir á móti
því að selt sé inn á alla staði,“ segir Erna
Ferðamálastofa hefur fengið verkfræði-
stofu til þess að meta gjaldtökumálin
og mun hún einnig skoða hvernig þessi
mál eru leyst erlendis. „Það verða líklega
teknar ákvarðanir í haust en búið er að
úthluta hundruðum milljóna til þess að
byggja upp ferðamannastaði. Við munum
hafa eitthvað um þetta að segja en verk-
efnið er ekki auðvelt,“ segir Erna.
Erna segir að ekki sé komin niðurstaða
um hvort að undanskilja megi Íslendinga
um að greiða gjald. „Það eru margir sem
vilja undanskilja Íslendinga og telja að
þeir séu búnir að greiða slík gjöld með
sköttum sínum,“ segir Erna.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar, segir að
samtökin hafi lagt áherslu á að litið verði
til heildrænnar skipulagningar á landinu
öllu þegar litið sé til ferðamála. Segir
hann að á sumum stöðum þurfi að bæta
aðstöðu, á öðrum þurfi að vernda sér-
staklega einkenni staðanna, m.a. með því
að beita einhvers konar fjöldatakmörkun-
um. „Við erum jákvæð fyrir því að skoða
gjaldtöku og teljum að þeir peningar eigi
að vera notaðir til að byggja upp inn-
viði og auka eigi fé til reksturs á nátt-
úruverndarsvæðum sem og fræðslu og
landvörslu. Við höfum nú þegar verið að
beita okkur í þessu máli og munum halda
því áfram,“ segir Guðmundur. Hann segir
mjög mikilvægt að okkur Íslendingum
takist að gæta þess að náttúruperlurnar
eyðileggist ekki vegna of mikils fjölda
ferðamanna. „Það hefði mátt byrja fyrr
en betra er seint en aldrei. Vonandi náum
við að taka á þessu mikilvæga verkefni í
tíma,“ segir Guðmundur.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Meðal þeirra fugla sem merktir
hafa verið eru ernir en ötullega
hefur verið unnið að því að
koma arnarstofninum, konungi
fuglanna, á legg. Íslandsmerki
er á hægri fæti, rautt að hluta en
ársmerkið er svart á vinstri fæti.
Myndir Finnur Logi Jóhannsson
Rannsóknir sem byggja á merkingum fugla og endur-
heimtum merkjum hvíla á góðu samstarfi við veiðimenn,
sjómenn, bændur og allan almenning um skil á merkjum.
ferðaþjónusta gjaldtaka á ferðamannastöðum metin fyrir ferðamálstofu
Beðið úttektar á
umdeildri gjaldtöku
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdastjóri Landverndar segja að ekki
sé hægt að selja inn á alla ferðamannastaði og að þeir fjármunir sem fáist ef að gjaldtöku verður
þurfi að nota fyrir rekstur á náttúruverndarsvæðum sem og fræðslu og landvörslu fyrir landið
allt. Skiptar skoðanir eru á því hvort að Íslendingar eigi að greiða gjald eins og útlendingar.
Ferðamaður nýtur íslenskrar náttúru. Skiptar skoðanir eru á gjaldtöku á ferðamannastöðum.
Það eru margir
sem vilja undan-
skilja Íslendinga
og telja að þeir
séu búnir að
greiða slík gjöld
með sköttum
sínum.
6 fréttir Helgin 19.-21. júlí 2013