Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 52
 Í takt við tÍmann borghildur gunnarsdóttir fatahönnuður Russell Hobbs hraðsuðuketillinn var happafengur Borghildur Gunnarsdóttir er fatahönnuður sem hannar undir merkinu Milla Snorrason. Hún er ein af sjö hönnuðum í verslununni Kiosk en fötin hennar fást einnig í Kraum í Aðalstræti. Hún lærði í Listaháskóla Íslands en hefur einnig stundað starfsnám hjá Rue Du Mail í París og Peter Jensen og Erdem í London. Hún er þessa dagana að vinna að peysulínu úr íslenskri ull sem kemur í búðir næsta vetur. Staðalbúnaður Ég er fatahönnuður og þegar ég stend ekki vaktina í Kiosk eyði ég dögunum í Studio Ooo sem ég deili með myndlistarkonunni og vinkonu minni Söru Gillies. Ég er mjög mikið fyrir þægindi þegar kemur að klæðnaði og það kemur til dæmis varla nokk- urn tíma fyrir að ég vogi mér í hælaskó. Þegar ég kaupi föt legg ég mikla áherslu á góð efni og vil helst bara vera í bómull, ull og silki. Ég elska stórar ullar- peysur og gallabuxur, er lítið fyrir flegið eða aðsniðið og vel mér oft frekar herralega og vandaða leðurskó. Að sjálfsögðu nota ég öll Milla Snorrason fötin mín fullt en annars á ég slatta af fötum og fylgihlutum frá vinum mínum í Kiosk. Ég elska að kíkja í Cos þegar ég er erlendis en annars er ég mikið fyrir „second hand“ í bland og finnst gaman að leita að földum fjársjóði í Rauða Krossinum eða Kolaportinu. Hugbúnaður Ég stunda afró dans í Baðhúsinu á veturna og er búin að vera hálf- ónýt í sumar án þess. Fer út að hlaupa með hundinn í staðinn og stunda hitt nýja æðið mitt sem eru fjallgöngur. Í vetur og vor tók ég þátt í fjallaprógrami Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og endaði á toppi Íslands, Hvannadalshnúki um miðjan júní. Er einmitt búin að vera að bíða eftir tækifæri til að auglýsa það á opinberum vett- vangi. Ég horfi eiginlega aldrei á sjón- varp nema kannski á House of Cards og einstaka dýralífsþátt. Ég vel mér svo þætti á netinu og er forfallinn aðdáandi teikni- myndaþáttanna Adventure Time with Finn and Jake. Vélbúnaður Mér þykir voða vænt um sjö ára gömlu Mac tölvuna mína og mun halda fallega útför þegar hún fellur frá. Ég á nokkurra ára gamlan Samsung síma sem er kannski ekki sá snjallasti í bransanum en virkar vel fyrir ýmislegt eins og Instagram og tölvupósts-tékk. Saumavélin mín er gömul og trygg Elna frá mömmu. Svo er ég nýbúin að kaupa gamlan Russell Hobbs hraðsuðuketil í Kolaportinu á fimmhundruðkall sem er einhver mesti lottóvinningur sem ég hef unnið. Hann þjónar teþörfum okkar í Studio Ooo og amma segir að hann muni endast til æviloka. Aukabúnaður Mér finnst gaman að elda heima, reyni að borða hollt og elska að gera góða grænmetisrétti eða súpur. Er líka ein af þeim sem fögnuðu ákaft komu Halloumi osts til Íslands. Hvenær kemur alvöru gnocchi? Ég er al- gjört nestisnörd og gæti lifað á rúgbrauði með osti ásamt grænmeti og ávöxt- um. Þegar ég borða utan heimilisins fer ég til dæm- is á Tokyo sushi, Grænan Kost, Garðinn, Deli, Balkanika og Snaps. Ef ég fer á kaffihús vel ég helst Tíu Dropa, Babalú eða eitthvað huggulegt bókakaffi og skoða blöð. Þá sjaldan að ég kíki út á lífið þá vel ég helst Harlem, Dollý, Boston, Kaffibarinn eða Prikið en ég verð að viðurkenna að ég elti oft bara Dj KGB enda er hægt að bóka gott kvöld ef hann er að spila. Ég drekk oftast bara bjór en fæ mér einstaka kokteil, til dæmis gin í gingerale með sítrónu og stundum er gott að fá sér smá rauðvín eða hvítvín. Ég á ekki bíl en tek gula drauminn reglulega.  appafengur Með bókasafnið í símanum Ég er algjör lestrarhestur – og ég er líka kölluð Sigga strax. Þess vegna finnst mér dásamlegt að geta keypt mér bók hvar sem er og hvenær sem er og geta byrjað að lesa hana strax. Ég á ekkert sérstakt tæki til að lesa bækur á, heldur nota bara tækið sem ég er alltaf með: símann minn. Með Kindle-appinu get ég valið úr einni og hálfri milljón bókatitla á amazon.com og halað bókum beint niður í símann minn, auk tímarita og dagblaða. Margir verða forviða þegar þeir sjá mig lesa heilu skáld- sögurnar á þessum litla skjá sem síminn er. Mér finnst það ekkert mál, en þeir sem vilja geta náð sér í forritið í spjaldtölvur og notað sama aðganginn á mörg tæki. Ef maður er nettengdur við lesturinn uppfærist bókin sjálfkrafa á öllum tækjunum þannig að hún opnast alltaf á þeim stað þar sem þú lokaðir henni síðast. Raunar er einnig hægt að nota Kindle appið í tölvuna, sem er hentugt til að mynda með matreiðslubækur heima við. Kindle appið er í raun lítill kyndill í símanum og hefur alla þá „fítusa“ sem kyndil- linn býður upp á, hægt er að stækka og minnka letrið, breyta lit á stöfum og bak- grunni, fletta upp orðum, afrita, leita eftir orðum, undirstrika, skrifa athuga- semdir, leita á wikipedia og þar fram eftir götunum. Það sem er líka svo skemmtilegt við þetta app er að líkt og í net- bókabúðinni Amazon (sem gefur út appið) koma upp tillögur að bókum sem líkjast þeim sem maður hefur þegar lesið – því þarf aldrei að leita langt yfir skammt. -sda 4G hneta 12.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verði í áskrift og frelsi: 19.990 kr. Stærst i skemmt istaður í heimi! Þjónustusamningur í áskrift er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is. 4G pungur 6.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verði í áskrift og frelsi: 12.990 kr. 10X meiri hraði en með 3G pung! Taktu 4G pung eða hnetu með í fríið! Hægt að netteng ja allt að 10 tæki (WiFi) 4G pung og hnetu er hægt að nota bæði á 4G og 3G þjónustusvæði Nova. Sjá nánar á www.nova.is. 52 dægurmál Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.