Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 10
www.kia.com ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 20 34 Kia Rio 1,1 dísil, sex gíra, eyðir frá 3,6 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Magn CO2 í útblæstri er mjög lítið eða aðeins 94 g/km og fær hann því frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Einnig fáanlegur sjálfskiptur með bensínvél. Eigum bíla til afgreiðslu strax! Komdu og reynsluaktu. Alveg magnaður Rio með sjö ára ábyrgð 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. *M.v. 1.500.000 kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,4% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,57%. Verð frá 2.570.777 kr. Rio 1,1 dísil Aðeins 18.390 kr. á mánuði í 84 mánuði* Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Sumarfrí standa sem hæst um þessar mundir enda er júlí veðurblíðasti mánuður ársins, að öllu for- fallalausu. Nauðsynlegt er hverjum vinnandi manni að taka sér frí og safna orku til hausts og vetrar – og njóta fjölskyldusamvista. Frítíminn er því mikilvæg- ur þegar daglegt amstur er brotið upp með hléi frá vinnu. Sameiginlegt frí styrkir fjölskyldubönd. Augljóst má þó vera að ekki komast allir í frí á sama tíma. Þótt hægi á víða í samfélaginu yfir hásumarið verða öll hjól að snúast, hvort heldur er hjá stofn- unum eða fyrirtækjum. Sumarfríum verður því að dreifa á fleiri mánuði en júlí einan enda eru þau skipulögð hjá flestum á tímabilinu frá júníbyrjun til ágústloka þótt sumum henti að taka frí annað hvort að vori eða hausti. Í mörgum fyrirtækjum og stofnunum getur verið vandi að láta sumarfría- kapalinn ganga upp. Þar er einn helsti áhrifavaldurinn júlílokun leikskóla en flestir leikskólar Reykjavíkur, Kópa- vogs og Hafnafjarðar loka þá í fjórar vikur eða lengur. Fríaþörf foreldra með börn á leikskólaaldri beinist því öll að þessum tíma. Fyrirtæki og stofnanir reyna að mæta þessu álagi en víða reynist það erfitt eða jafnvel óframkvæmanlegt. Sumarlokun leikskólanna er óheppileg og sætir furðu að til hennar þurfi að koma. Hún leiðir jafnvel til þess að fjölskyldur leikskólabarna komast ekki saman í frí. Aðstæður á vinnustöðum eru þannig að dreifa verður fríum. Því verða foreldrar leikskólabarna oftar en ekki að fara í frí í sitt hvoru lagi á lokunar- tímanum. Þeir gætu hins vegar eytt sumarfríi sínu saman á öðrum tíma þar sem saman færu hagsmunir fjölskyldu og vinnustaðar. Öll leikskólabörn eiga að taka fjögurra vikna samfellt frí árlega úr leikskólum en hugsunin á bak við þá sjálfsögðu reglu hlýtur að vera sú að á þeim tíma sé fjölskyldan saman í fríi í stað þess að vera með öðru foreldrinu í tvær vikur og hinu í tvær. Um þennan vanda var fjallað í frétt í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag. Þar kom fram að nær allir leik- skólar í Reykjavík loka í fjórar vikur og hefst tímabilið með fáum undantekningum í júlí. Frístundaheimili í Reykjavík loka einnig flest seinni hluta júlí. Í fréttinni kom fram að algengt væri að foreldrar yrðu að kaupa sér barnagæslu á þessu lokunartímabili leikskólanna vegna þess að þeir hefðu ekki tök á því að fara í frí þá. Í Hafnarfirði stendur sumarlokun leikskóla yfir í fimm vikur en fjórar í Kópavogi, líkt og í Reykja- vík. Fram kom hjá formanni foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar að öll foreldraráð í bænum væru ósátt við fimm vikna lokun. Bent var á að starfsfólk sumra fyrirtækja hefði ekki val um tíma sumarfrís og ætti það meðal annars við um álverið, hinn stóra vinnu- veitanda í Hafnarfirði. Fólk hefði því orðið að taka sér launalaust frí eða að fjölskyldur hefðu ekki getað tekið sér sumarfrí saman vegna þessa. Formaður foreldraráðanna tók fram að sumar barnafjölskyldur hefðu hreinlega séð eftir því að setjast að í bænum vegna þessa. Í Garðabæ er leikskólum ekki lokað að sumarlagi. Afleysingarfólk er ráðið vegna sumarfría starfsfólks- ins. Upplýsingastjóri Garðabæjar sagði, að því er fram kom í fréttinni, að þetta fyrirkomulag hefði verið við lýði í bænum í mörg ár til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa. Í Mosfellsbæ er samstarf milli leikskóla yfir sumartímann og sameiginleg starfsstöð á einum leikskóla til þess að bjóða fólki þjónustu sem hefur ekki tök á því að fara í frí í júlí. Yfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hljóta að ígrunda stöðuna og horfa til fordæma smærri bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem ráða fólk í sumarafleysingar á leikskólunum og halda þeim opnum. Allsherjarlokun þeirra í fjórar til fimm vikur samtímis er ekki viðunandi. Júlílokun leikskóla sundrar fjölskyldum í fríi í stað þess að sameina Óviðunandi sumarlokun Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tónlistar- og mynd- listarmaðurinn ástsæli Jóhann G. Jóhannsson lést í byrjun vikunnar. Hann var 66 ára gamall og hafði um árabil barist við krabbamein. Jóhann samdi fjölda sígildra dægurlaga en eitt hans allra vinsæl- asta lag er Doń t Try To Fool Me. Á löngum ferli lék Jóhann meðal annars með hljóm- sveitunum Straumar, Óðmenn, Musica Prima, Óðmenn II, Tatarar, Náttúra og Póker. Vinir og samferðafólk Jóhanns minntist hans víða á Facebook. Grétar Örvarsson Jói var mikið ljúfmenni og góður vinur. Fallinn er frá einn fjölhæfasti lagahöf- undur og listamaður Íslands. Halldór Bragason Jóhann G. fallinn frá, sorgarfréttir fyrir íslenska tónlistarmenn. Selma Björns Blessuð sé minning Jóhanns G. Jóhannssonar. Ég var svo lánsöm að fá að syngja eitt af lögum hans á plötunni Asking for love. Jóhann samdi nokkur af mínum uppáhaldslögum. Hann var einstakur tónlistar- maður og eðal ljúflingspiltur. Heimurinn er fátækari í dag. Margrét Hrafns Blessuð sé minning þín meistari Jóhann G. Jóhanns- son. Vottum fjölskyldu og vinum samúð Bó Halldórsson Monday Eitt fallegasta lag Jóhanns G Jóhannssonar „Ég tala um þig“ sem ég var svo heppinn að fá að frumflytja árið 1978 á plötunni „Ég syng fyrir þig“ ...Þetta lag flyt ég alltaf á tónleikum mínum. Guð blessi minningu Jóa sem skilur mikið skarð eftir sig í tónlistarsögu okkar. Samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu og vinum Orri Harðarson Í æsku minni var Jóhann G. eins og útlensk stjarna; ein þeirra sem maður mændi andaktugur á, þegar að Gufan opnaði manni glufu til að gægjast upp í himin- hvolfin. Stjarna nýgildrar tónlistar. Don‘t Try To Fool Me og Yesterday voru ólýsanlegur galdur í eyrum mér. Melódísk undur. Og lengi vel hélt ég að Paul hefði samið þau bæði. Minn- ingin lifir.  Vikan Sem Var 10 viðhorf Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.