Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 19.07.2013, Blaðsíða 28
Æ tli ég hafi ekki komið á og myndað alla þá helstu staði sem íslenskir kafarar hafa verið að skoða. Og jafnvel staði sem eru nánast ókannaðir af köfurum,“ segir Gísli Arnar Guðmundsson kafari. Gísli sendi á dögunum frá sér bókina Undirdjúp Íslands sem hefur að geyma myndir sem hann hefur tekið síðustu fimm árin á neðansjávarferðum sínum við strendur landsins. Óhætt er að segja að bókin ber ferðum Gísla heillandi vitnisburð. Alveg laus við gráa fiðringinn „Ég var sjómaður og var oft uppi í brú að fylgjast með dýptarmælinum. Ég var alltaf að gjóa augunum á hann og sjá hvernig botninn væri. Upp frá þessu fór mig að langa að kafa og árið 1996 skráði ég mig á námskeið. Svo fór ég til Jamaíka að kafa í nokkrar vikur og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Gísli þegar hann er spurður um upphaf köfunarferilsins. Hann segist hafa stundað þetta sport með hléum síðan þá en árið 2008 keypti hann fyrstu myndavélina og þá fóru leikar að æsast. „Myndavélin er eins og hundurinn sem dregur veiðimanninn á fjöll. Ég fer ekki í kaf án hennar,“ segir Gísli og hlær. Þarf maður ekki að hafa rosalegar græjur í þetta? „Ég er með venjulega myndavél með útskiptanlegum linsum og vélin er varin með álhúsi. Svo er ég með flöss sem eru sérstaklega gerð til að nota neðansjávar. Það er heilmikill búnaður í kringum þetta, mikið af snúrum. Fyrir græju- fíkla þá er þetta eflaust frábært.“ Ertu að segja að þú sért ekki græju­ fíkill? „Nei, ég held nú að ég sé ekki græjufíkill. Ég á ekki einu sinni DVD- spilara.“ Hann varð fertugur í fyrra og kannast ekki við að köfunin og græjurnar sem fylgja séu hluti af snemmbúnum gráum fiðringi. „Nei, nei ég held að ég sé alveg laus við gráa fiðringinn. En hann kemur sjálfsagt.“ Reyndar kemur í ljós að Gísli er nýkvæntur. Hann gekk að eiga Fjólu Ákadóttur um nýverið. Hann tekur skýrt fram að hann eigi frúnni margt að þakka. Hún hafi til að mynda gefið mjög góð ráð varðandi myndavalið í bókina. Rannsaka Silfru á Þingvöllum Nýjasta verkefnið sem Gísli er að fást Myndar fyrir National Geographic H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Á vefnum okkar gottimatinn.is finnurðu ótal grilluppskriftir sem og aðrar sumarlegar uppskriftir sem kitla bragðlaukana. grilljón hugmyndir á gottimatinn.is Gísli Arnar Guðmundsson hefur kafað um undirdjúpin við Ís- landsstrendur um árabil og tekið ljósmyndir. Hann gaf nýlega út bók með myndum sínum og vinnur meðal annars við að lóðsa ferðamenn um landið og kafa á flottustu stöðunum. Nýjasta verkefni Gísla er að taka neðansjávarmyndir fyrir National Geographic. Gísli hefur kafað í flestum fjörðum landsins og afraksturinn má finna í nýrri bók hans, Undir- djúp Íslands. 28 viðtal Helgin 19.-21. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.