Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 6

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 6
Franski spítalinn á Fáskrúðs- firði, hin sögufræga bygging, fær nýtt hlutverk næsta vor eftir gagngera endurbyggingu. Þar verður Fosshótel Austfirðir, þriggja störnu hótel. Til að byrja með verða herbergin 26 en þeim mun fjölga síðar í 32. Öll her- bergi verða fullbúin og með baði. Einnig verður veglegur veitinga- staður sem mun rúma allt að 60 manns. Byggingin er eitt af helstu kennileitum Fáskrúðsfjarðar. Franski spítalinn var reistur þar árið 1903 og tekinn í notkun árið 1904. Hann var einn þriggja spít- ala sem byggðir voru á Íslandi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stund- uðu veiðar við landið. Húsið var tekið niður og flutt á Hafnarnes 1939. Þá var veiðum franskra fiskiskipa lokið á Ís- landsmiðum. Húsið var notað þar sem íbúðarhús og skóli. Þegar mest var bjuggu milli 50 og 60 manns í húsinu og var búið í því til ársins 1964. Eftir það stóð gamli spítalinn auður, fékk ekk- ert viðhald í nær hálfa öld og var nánast að hruni kominn. Þá var ákvörðun tekin um að bjarga hinu sögufræga húsi og það var flutt að nýju á Fáskrúðsfjörð og endurbygging hafin. Unnið er að byggingu annars hótels, Fosshótel Reykjavík, sem verður þriggja stjörnu plús hótel sem stefnt er að opna vorið 2015. Hótelið verður á 16 hæðum með 342 herbergjum við Höfðatorg í Reykjavík. Á hótelinu verður veitingastaður og þrír fundar- salir. - jh  FáskrúðsFjörður Fosshótel AustFirðir Hótel opnað í Franska spítalanum í vor Franski spítalinn. Hið sögufræga hús hefur tekið stakkaskiptum. Þar opnar Fosshótel Austfirðir næsta vor. Jógastúdíó kynnir 200 stunda jógakennaranám byggt á umgjörð Yoga Alliance. Þátttakendur læra jógaæfingar, öndun, slökun, siðfræði, raddbeitingu og kennslufræði auk fá þeir grunn í jógaheimspeki og líffæra- og lífeðlisfræði. Námið hefst 4. október 2013 og líkur í september 2014. Skráning og frekari upplýsingar á heimasíðu Jógastúdíó, jogastudio.is eða í síma 772-1025 Ágústa og 695-8464 Drífa Kennarar: Guðjón Bergmann, Ágústa Kolbrún Jónsdóttir og Drífa Atladóttir auk Eiríks Arnarssonar sjúkraþjálfara. ibuprofen Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen, sem dregur úr verkjum og hita (flokkur: bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunartruflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Ef þú ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid: Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóm í meltingarfærum eða langvinnan bólgusjúkdóm í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum lyfjum, astma, ofnæmiskvef), langvarandi þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði. Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði meðgöngu. Almennt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg, einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, kviðverkur, tjörukenndar hægðir, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir lyfinu. Júlí 2012. 10 töflur 25% afslát tur - mígreni - tíðarverkur - - tannverkur - hiti - höfuðverkur - Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf  reykjAvíkurmArAþon 5 til 10% áheitA í kostnAð við söFnun Milljónir í kostnað við söfnun áheita Í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons söfnuðust rúmlega sjötíu og tvær milljónir króna. Hluti af þeirri upphæð, eða fimm til tíu prósent, fara í rekstur á vefnum hlaupastyrkur.is og í annan kostnað. Í fyrra fóru 6,97% upphæðarinnar sem safnaðist í kostnað tengdan söfnuninni. í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fór í ágúst síðastliðnum var slegið met í áheitasöfnun og söfnuðust rúmlega sjötíu og tvær milljónir sem renna til ýmissa góðgerðarmálefna. Á síðu mara- þonsins kemur fram að fimm til tíu prósent af því fé sem safnast í áheitasöfnuninni fari í kostnað við rekstur vefsins hlaupastyrkur.is, greiðslu færslugjalda og í annan kostnað. Þar kemur jafnframt fram að bæði korta- og símafyrirtæki slái verulega af sínum gjöldum svo sem mest af því sem safnist renni til góðgerðarmála. Kostnaðurinn á milli ára er breytilegur en í fyrra var hann 6,97 % eða rúmlega þrjár milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurmaraþoni liggur ekki ljóst fyrir hversu hátt hlutfall upphæðarinnar í ár fari í kostnað. Sé miðað við upplýsingar á vef maraþonsins um að fimm til tíu pró- sent fari í kostnað er ljóst að hann gæti orðið á bilinu þrjár og hálf til rúmlega sjö milljónir. Að sögn Frímanns Ara Ferdin- andssonar hjá Reykjavíkurmara- þoni er mjög líklegt að hlutfallið í ár verði lægra en áður í ljósi þess hversu mikið safnaðist. „Þó er ekki hægt að fullyrða um það enn sem komið er hvort það fari undir fimm prósentin. Það eru ákveðnir þættir í kringum tölvukerfið sem hafa aukist að umfangi frá því í fyrra. Það hafa verið búnir til ýmis konar „fítusar“ sem gera fólki kleift að borga með símunum sínum svo dæmi sé tekið. Nútímakröfur gera ráð fyrir því og það kostar sitt,“ segir hann. Stefnt er að því að gera áheitasöfnunina upp sem fyrst og verið að bíða eftir upplýsingum um kostnað frá korta- og símafyrir- tækjum. „Þá getum við greitt söfn- unarféð til góðgerðarfélaganna.“ Sama hlutfall er tekið af söfnunarfé allra þeirra félaga sem skráð voru á til þátttöku í áheitasöfnuninni. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Það hafa verið búnir til ýmis konar „fítusar“ sem gera fólki kleift að borga með símunum sínum svo dæmi sé tekið. Nútímakröfur gera ráð fyrir því og það kostar sitt. Korta- og símafyrirtæki slá af gjöldum sínum svo sem mest af söfnunarfénu renni til góðgerðarmála. 6 fréttir Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.