Fréttatíminn - 13.09.2013, Qupperneq 12
SkipulagSmál TekiST á um STaðSeTningu miðSTöðvar innanlandSflugS
Óvissa um framtíð Reykjavíkurflugvallar
Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar til ársins 2030 verður aðeins
ein flugbraut á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2016 og í framhaldinu á flug-
vallarstarfsemi að víkja úr Vatnsmýrinni. Undirskriftarsöfnun gegn áformum
borgaryfirvalda stendur yfir og hafa tæplega 67.000 undirskriftir safnast. Í
gegnum tíðina hafa ýmsir kostir verið skoðaðir fyrir innanlandsflugvöll, svo sem
Álftanes, Hólmsheiði, Löngusker, Keflavík og önnur staðsetning í Vatnsmýri.
S tefnt að þéttri og blandaðri byggð í Vatnsmýrinni og er lögð þung áhersla á að flugvallarstarfsemi víki þaðan,
samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar til
ársins 2030. Leggja á norður-suðurbraut
niður árið 2016.
Frestur til að skila inn athugasemdum
við aðalskipulagið rennur út 20. september
og stendur félagið Hjartað í Vatnsmýri fyrir
undirskriftasöfnun á vefnum lending.is þar
sem tæplega 67.000 manns hafa skrifað
undir áskorun um að flugvöllurinn verði
áfram í Vatnsmýrinni. Undirskriftirnar
verða afhentar borgaryfirvöldum sem at-
hugasemd við aðalskipulagið.
Gangi áform borgaryfirvalda eftir liggur
ekki ljóst fyrir hvert innanlandsflugvöllur
flyst. Nokkrir möguleikar hafa verið skoð-
aðir á undanförnum árum en ekki skapast
sátt um neinn þeirra. Flutningur á Hólms-
heiði, á mörkum Mosfellsbæjar og Reykja-
víkur, hefur verið kannaður en niðurstöður
rannsókna Veðurstofunnar voru að veður-
skilyrði þar væru almennt verri en í Vatns-
mýri. Þá myndi nálægð við fjöll auka líkur
á ókyrrð. Flugvöllur á Hólmsheiði gæti
ekki orðið varaflugvöllur fyrir millilanda-
flug á sama hátt og Reykjavíkurflugvöllur.
Jafnframt yrði flugvöllurinn ónothæfur í 28
daga á ári. Til samanburðar er Reykjavíkur-
flugvöllur að jafnaði ónothæfur í einn til tvo
daga á ári.
Hugmyndir hafa einnig verið uppi um
landfyllingu á Lönguskerjum í mynni
Skerjafjarðar. Í skýrslu samráðsnefndar
samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar
um framtíðarstaðsetningu flugvallarins frá
árinu 2007 kemur fram að slíkt yrði mun
kostnaðarsamara en Hólmsheiði. Löngu-
sker liggja nálægt miðborg Reykjavíkur og
Landspítala og því væri sjúkraflug vel sett
þar.
Hugmyndir um flugvöll á Álftanesi hafa
skotið upp kollinum í umræðunni á undan-
förnum árum en upp úr 1960 voru gerðar
rannsóknir á hugsanlegum kostum fyrir
innanlandsflugvöll framtíðarinnar. Nefnd
var skipuð sem átti í samstarfi við banda-
ríska verkfræðifyrirtækið James C. Buck-
ley Inc. sem komst að því að Álftanes væri
besti kosturinn og var matið byggt á veður-
farsrannsóknum yfir fjórtán ára tímabil.
Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri á eftir-
launum, átti sæti í nefndinni og segir hann
að flugvöllur á Álftanesi sé mun öruggari
kostur en Reykjavíkurflugvöllur auk þess
sem hægt yrði að nota hann sem varaflug-
völl fyrir Keflavíkurflugvöll þar sem allar
stærðir véla gætu lent og sem slíkur myndi
hann nýtast mun betur en Reykjavíkurflug-
völlur. „Stórar vélar á leið til Íslands verða
að treysta á flugvöll í Skotlandi sem vara-
flugvöll. Þegar ég var að fljúga að vestan
[frá Bandaríkjunum] þurftum við að hafa
yfir þrjátíu þúsund pund af eldsneyti til
að komast til Skotlands ef ekki yrði hægt
að lenda á Íslandi. Þetta felur í sér mikinn
auka kostnað fyrir flugfélögin. Svona er
staðan ennþá í dag,“ segir Dagfinnur. Á
Álftanesi yrði óhindrað að- og fráflug úr
öllum áttum sem fæli í sér mikið öryggi.
„Það myndu líka opnast ýmsir möguleikar í
Keflavík fyrir aukna umferð og gæti Kefla-
víkurflugvöllur orðið enn öflugri skipti-
stöð fyrir fragt og farþega. Þannig myndu
skapast meiri atvinnumöguleikar á Suður-
nesjum.“
Bjarni Gunnarsson vegaverkfræðing-
ur hefur lagt fram tillögu sem byggir á
tveimur valkostum um Vatnsmýrina úr
skýrslunni frá árinu 2007. Tillagan byggir á
því að flugvöllurinn flytjist að mestu leyti úr
Vatnsmýrinni en þó að þar verði tvær flug-
brautir til frambúðar og eru þær þá lengdar
út í sjó á landfyllingu. Með tillögu Bjarna
yrði hægt að reisa byggð á um það bil
tveimur þriðju hlutum Vatnsmýrasvæðisins.
Mögulegt yrði að nýta áfram einhverjar af
þeim byggingum sem fyrir eru og segir
Bjarni helstu kostina vera þá að völlurinn
verði áfram aðal innanlandsflugvöllur
landsmanna og varaflugvöllur fyrir Kefla-
vík. Auðvelt sé að byggja þessa útfærslu í
tveimur áföngum án þess að trufla innan-
landsflug að ráði og væri mikil hagræðing
að nota uppgröft úr Landspítalalóð og
öðrum framkvæmdum í landfyllingar sem
annars þyrfti að keyra upp í Þrengsli.
Í skýrslu samgönguráðuneytis og
Reykjavíkurborgar frá árinu 2007 kemur
fram að Keflavíkurflugvöllur gæti tekið við
innanlandsfluginu án vandkvæða. Einka-
og kennsluflug yrði hins vegar að vera á
sérstökum flugvelli. Þá þyrfti að byggja
varaflugvöll á Suðvesturlandi ef Keflavíkur-
flugvöllur er lokaður. Vegna staðsetningar
Keflavíkurflugvallar myndu flugleiðir
lengjast og ferðakostnaður farþega aukast
auk þess sem talið er að farþegum myndi
fækka. Þá yrði sjúkraflug mun verr sett
og í meiri fjarlægð frá Landspítala. Niður-
staða skýrslunnar var sú að með flutningi
til Keflavíkur væri stigið skref aftur á bak í
innanlandsflugi á Íslandi. Á undanförnum
vikum hafa margir, bæði bæjarfélög, ríkis-
stjórn og almenningur, mótmælt því að flug-
völlurinn sé svo langt frá höfuðborginni.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Kafli 4 – Flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu
Reykjavíkurflugvöllur – úttekt á framtíðarstaðsetningu
að meta áhrif þessa er nauðsynlegt að setja
upp mælistöð á Lönguskerjum eða í næsta
nágrenni þeirra.
A-V flugbrautin er aðalbraut flugvallarins og
er blindaðflug mögulegt úr báðum áttum.
Hljóðspor N-S brautar nær inn yfir þétta
byggð á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnar-
ness.
Bygging flugvallar á Lönguskerjum í mynni
Skerjafjarðar mun hafa margvísleg og veruleg
umhverfisáhrif í för með sér. Snerta þau áhrif
bæði mannlíf og lífríki náttúrunnar. Fjara og
grunnsævi í Skerjafirði eru í náttúruverndar-
áætlun 2004-2008 ásamt stærra svæði sem
nær frá Hafnarfirði til Seltjarnarness. Hlutar
svæðisins eru þegar á náttúruminjaskrá en
það á þó ekki við fjörur Skerjafjarðar í Reykja-
vík né grunnsævið í firðinum. Unnið er að
undirbúningi friðlýsingar á öllu svæðinu sem
er í náttúruvendaráætluninni. Um fram-
kvæmdir á friðlýstum svæðum gildir að fá
þarf leyfi Umhverfisstofnunar fyrir fram-
kvæmdunum auk hefðbundins framkvæmda-
leyfis sveitarstjórnar og samþykkis landeig-
enda. Þá mun flugvöllurinn krefjast breytinga
á siglingaleið inn Skerjafjörð og getur stað-
setning hans leitt til takmarkana á skipaum-
ferð og/eða flugumferð.
Ekki hefur á þessu stigi verið hugað að eign-
arhaldi Lönguskerja eða lögsögu á svæði
þeirra.
Mynd 4.3. Flugvöllur á Lönguskerjum.
Kafli 4 – Flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu
Reykjavíkurflugvöllur – úttekt á framtíðarstaðsetningu
Mynd 4.4. Flugvöllur í Afstapahrauni.
Mynd 4.5. Flugvöllur á Sandskeiði.
Dagfinnur Stefánsson flug-
stjóri segir Álftanes mun
öruggari kost en Vatns-
mýrina. Flugvöll þar yrði
hægt að nota sem varaflug-
völl fyrir allar stærðir véla.
Ljósmynd/Magnús Jensson.
Bjarni Gunnarsson vegaverk-
fræðingur hefur þróað hugmynd
sem byggist á því að tvær
flugbrautir verði í Vatnsmýrinni
ásamt byggð á 40 til 45 hektara
svæði. Ljósmynd/Bjarni Gunnarsson
Kostnaður við byggingu flugvallar
á Lönguskerjum yrði meiri en við
flugvöll á Hólmsheiði. Nálægð
yrði við miðbæ Reykjavíkur og
Landspítala. Ljósmynd/Skýrsla
samgönguráðuneytis
Flugvöllur á Hólmsheiði yrði
lokaður að meðaltali 28 daga
á ári og gæti ekki verið vara-
flugvöllur fyrir millilandaflug á
sama hátt og Reykjavíkurflug-
völlur í Vatnsmýri. Ljósmynd/
Skýrsla samgöngu áðuneytis
hvert er
þitt hlutverk?
- snjallar lausnir
Wise bý ur ölbreyttar
viðskiptalausnir fyrir fólk
með mismunandi hlutverk.
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
12 fréttaskýring Helgin 13.-15. september 2013