Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 17

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 17
viðhorf 17 Helgin 13.-15. september 2013 T íminn þýtur og jörðin svífur enn á ný um- hverfis sig og sólina. Allt líður hjá en þrátt fyrir það getum við lagt hvert öðru lið og gert tilraunir til að gera lífið bærilegt, jafnvel ánægjulegt. En hvernig stöðvum við stríð? Að verja stuttri ævi sinni á jörðinni til að drottna, kúga, drepa og fremja önnur ódæð- isverk verður aldrei skiljanlegt val. Samfélag getur lagt sig sjálft í rjúkandi rúst á fáeinum mánuðum með ofbeldi og átökum en það tekur áratugi að byggja það upp að nýju. Núna er kastljósið á ofbeld- ið í Sýrlandi þar sem átök hafa geisað linnulaust í tvö ár. Stríð er undantekningalaust harmleikur. Einföld lausn gagnvart marka- lausu ofbeldi, sem felur í sér pyntingar og dauða saklausra og sekra, ungra sem aldinna, kvenna sem karla, er ekki þekkt. Illskan er ekki smá- smunasöm, hún hlífir síst börnum. Góðverk taka tíma og leggja þarf alúð við þau en illvirki er tifandi tíma- sprengja sem getur lagt þúsundir að velli á svipstundu. Illskan spyr ekki um landa- mæri eða trúarbrögð. Börnin í Damaskus Börnin í Damaskus í Sýrlandi fóru á fætur einn morgun í ágúst, þau skriðu framúr eða stóðu upp af hörðu gólfinu. Himininn var ógnvænlegur eins og venjulega. Þau fóru í skólann eða þvældumst um götur með foreldrum sínum í leit að athvarfi og mat. Þennan dag voru þau myrt, drepin með efnavopnum og líkunum var raðað upp í stórum sal þar til hann var fullur. Næsta dag var mokað yfir þau í fjöldagröf. Þetta voru börnin í Damaskus, áður voru það önnur börn í Írak, Gasa, Líbíu og á morg- un enn önnur sem verða ofbeldi og stríði að bráð. Framtíðin var þeirra, þau voru án sektar, fædd í þennan heim, fullgild börn jarðar með sömu mannréttindi og allir aðrir. Fengju þau aftur rödd og áheyrn myndu þau ekki spyrja hver, jafnvel ekki hvers vegna heldur myndu þau hrópa: STOPP! Hættið umsvifa- laust, semjið, sættist, dauðinn er ekki eftirsóknarverður. „Sátt er best þeim er saman eiga að búa,“ segir málshátturinn. Stríðs- eða friðarmenning Til er menning sem nefnist stríðs- menning, þar þrífst kúgun og þjáning. Leiðtogar Vesturlanda leggja stund á þessa menningu og mana um þessar mundir hvern annan til gera loftárásir á Sýr- land. Hvaðan kemur sú hugmynd? Fátt er heimskulegra en að mæta ofbeldi með ofbeldi og fátt þjónar betur hagsmunum vopnafram- leiðenda og annarra sem hafa lífsviðurværi sitt af ofbeldi. Öll mannkynssagan vitnar gegn þess- ari leið. Til er önnur menning sem nefn- ist friðarmenning, þar sem gerð er alvarleg tilraun til að vinna gegn óréttlæti, félagslegri kúgun, fá- tækt og uppræta ástæður haturs. Þessi aðferð er þekkt og stunduð af margskonar hugsjónasam- tökum víða um heim. Hún virðist ekki vera skjótvirk en hún er þó þúsundum sinnum heillavænlegri en loftárásir sem vekja hatur sem slokknar ekki á milli kynslóða. Engin töfralausn er til en það er ekki aðeins sóun að eyða tíma, fé og fólki í hernað það er jafn- framt heimska og gerir illt verra. Aðeins takmarkalaus vinna sáttar, vinsemdar og friðar þar sem allir taka þátt í friðarferlinu hefur gildi. Ekki aðeins vestrænir þjóðarleið- togar handan við skotheld gler heldur einnig heimamenn, konur og karlar, fjölskyldur, hópar og stjórnvöld og aðrir sem kunna að byggja upp. Andmælum heimskunni Allt líður hjá en gerumst ekki sek um að styðja ofbeldið og þá sundrung sem það veldur, ekki einu sinni þótt þjóðarleiðtogar telji sjálfum sér trú um að það sé eina ráðið. Það er alls ekki ráðið, það er hið versta óráð sem aðeins veldur meira ofbeldi og kvölum í heim- inum. Andmælum heimskunni. Andmælum loftárásum. Andmælum loftárásum Þjáningin í heiminum Gunnar Hersveinn rithöfundur Fátt er heimskulegra en að mæta ofbeldi með ofbeldi og fátt þjónar betur hagsmunum vopnaframleiðenda og annarra sem hafa lífsviðurværi sitt af ofbeldi. Öll mann- kynssagan vitnar gegn þessari leið.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.