Fréttatíminn - 13.09.2013, Qupperneq 18
É g er orðin algjörlega sannfærð um mátt matarins. Við höfum vald yfir heilsunni okkar og það er mun ein-
faldara að fyrirbyggja sjúkdóma með góðu
mataræði heldur en að kljást við þá seinna,“
segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Hún hefur um
árabil sökkt sér ofan í rannsóknir á heilsu og
forvörnum gegn sjúkdómum og var að gefa út
sína fyrstu bók, Heilsubók Jóhönnu.
Jóhanna flutti til Austurríkis fyrir rúmu
ári ásamt manni sínum, Geir Sveinssyni, og
þremur yngstu börnum þeirra. Þau þurftu
ekki að hugsa sig lengi um þegar Geir var
boðið að þjálfa austurríska handboltaliðið
Bregenz. „Við vorum bæði tilbúin í breyt-
ingar og okkur fannst þetta líka gott tækifæri
fyrir börnin að búa í öðru landi og læra nýtt
tungumál.“ Ekki er heilsdagsskóli þar sem
þau eru búsett þannig að börnin koma heim í
hádegismat, Geir kemur líka heim í hádeginu
og öll fjölskyldan borðar saman. „Þetta er
auðvitað allt öðruvísi lífsstíll þarna úti og við
eyðum mun meiri tíma með börnunum en
við gerðum hérna heima. Og það er frábært
að fá tækifæri til þess.“ Matur er Jóhönnu
hugleikinn enda hefur hún í á fjórða ár unnið
að bókinni sinni þar sem matur, lífsstíll og
sjúkdómar eru í brennidepli.
Sukkar inn á milli
„Ég leyfi mér nú alveg að sukka inn á milli.
Dagsdaglega borða ég hollan og næringar-
ríkan mat en ef ég fer í boð þar sem púður-
sykurs- eða brauðtertur eru í boði stenst
ég ekki freistinguna. Á undanförnum árum
hef ég tekið margt í gegn en þetta er dagleg
áskorun fyrir mig eins og flesta. Þetta kemur
bara í litlum skrefum. Mikilvægast er hvað
við gerum dagsdaglega, meirihluta tímans.“
Bara svona til öryggis ákvað ég að taka
bókina með í viðtalið enda var ég ekki búin
að lesa hana alla. Það hýrnar yfir Jóhönnu
þegar ég dreg bókina upp og þá kemur í ljós
að hún var ekki sjálf búin að sjá bókina enda
kom hún bara til landsins daginn áður. Einn
af fyrstu köflum bókarinnar fjallar um fitu-
sýrur. „Ég borða mikið af fitu en á sama tíma
hef ég dregið úr kolvetnaneyslu. Það er mikill
misskilningur að því meira sem fólk neyti af
fitu því feitara verði það. Ég tek fiskiolíu og
jurtaolíu og ég gef börnunum mínum þessar
olíur.“ Hún leggur áherslu á að olíur séu líf-
rænar og kaldpressaðar. „Gulu matarolíurnar
í plastbrúsunum innihalda flestar mikið af
omega 6. Þær fitusýrur eru almennt í miklu
magni í unnum matvælum og við fáum of
mikið af henni. Það er hins vegar mikilvægt
að það sé jafnvægi á milli omega 3 og 6 í því
sem við neytum.“
Erfitt fyrir börnin í fyrstu
Þegar kemur að mjólkinni segir Jóhanna að
fleiri og fleiri rannsóknir hafi komið fram
á undanförnum árum sem segi okkur að
mjólkurneysla sé ekki holl. Niðurstöður
nýrrar íslenskrar rannsóknar bentu einnig
til að of mikil mjólkurneysla geti ýtt undir
krabbamein í blöðruhálskirtli. „Nú nýverið
stigu svo vísindamenn frá Harvard-háskóla
fram og bentu á að börn fengju allt of mikinn
sykur í mjólk. Í einu mjólkurglasi væri meira
en dagskammtur af sykri. Einn þessara vís-
indamanna, dr. David Ludwig, innkirtlafræð-
ingur með doktorsgráðu í næringarfræðum,
segir að ráðleggingar yfirvalda um mjólkur-
drykkju hafi í raun ekki verið byggðar á
sterkum vísindalegum sönnunum. Hags-
munir mjólkuriðnaðarins hafi ráðið miklu um
þær.“ Jóhanna neytir mjólkur í litlum mæli en
segist svo heppin í Austurríki að þar fær hún
ógerilsneydda lífræna mjólk beint frá bónda í
glerflöskum á stéttina hjá sér. „Þetta er svona
eins og í gamla daga en Austurríkismenn eru
mjög framarlega í lífrænni ræktun og þar er
mikil meðvitund um hvað kýrnar éta.“
Þegar Jóhanna og Geir byrjuðu að taka
mataræðið í gegn fannst sér í lagi elstu börn-
unum tveimur, sem voru þá á unglingsaldri,
þetta mikil áskorun. „Krakkarnir voru ekki
ánægðir þegar við byrjuðum á þessu. Við
hættum að kaupa Heimilisbrauð sem er
mikið til hveiti. Ég fór að baka brauð en það
var ekki hægt að setja það í samlokugrill.
Við fórum því milliveginn og keyptum sam-
lokubrauð með meira af trefjum. Við hættum
að kaupa tilbúna ávaxtasafa því það er lítið
skárra að þamba þá en gos. Þeim fannst það
líka mjög erfitt. Nú er bara vatn og stundum
gosvatn í boði. En áður en við tókum ávaxta-
safann alveg út blandaði ég hann með vatni
og það gerði þetta bærilegra. Ég bý líka til
drykk á hverjum degi fyrir okkur úr ein-
hverju grænu og svo nota ég mikið möndlu-
mjólk sem grunn í drykki. Eldri börnin
vöndust þessu svo alveg og eru meðvituð í
dag um áhrif mataræðis. En sá yngsti sem
hefur í raun alist um við þetta frá byrjun gerir
varla athugasemd þó ég gefi honum bara sell-
erísafa. Hans bragðlaukar hafa verið vandir
við þetta. En krakkarnir fá alveg nammi hjá
okkur af og til. Við höfum ekki nammidaga
en mestu skiptir að þegar að þau fá nammi sé
það bara lítið í einu.“
Svelta krabbamein
Börnin eru einn lykillinn að þessu öllu því
Jóhanna segir að hluti af því sem drífur
hana áfram þegar kemur að heilsubætandi
mataræði sé að byggja undir þeirra heilbrigði
og einnig að geta notið þess sem lengst að
vera með þeim og barnabörnunum þegar
fram líða stundir. „Mér finnst líka galið að
vera að eyða milljarðatugum í lyf til að bæla
niður einkenni sjúkdóma í stað þess að
skoða einnig lífsstílinn og hvernig breyt-
ingar á honum gætu hjálpað í meðferð.“ Hér
á Jóhanna ekki aðeins við vægari sjúkdóma
heldur einnig banvæna sjúkdóma á borð við
krabbamein. „Hitaeiningasnautt mataræði
hefur áhrif á krabbameinsvöxt. Vísinda-
maðurinn dr. Thomas Seyfried hefur verið
leiðandi í rannsóknum á því hvernig hitaein-
ingasnautt ketónamataræði getur hamlað
vexti illkynja heilaæxla. Krabbameinsfrumur
nærast á glúkósa með gerjun en geta ekki
nýtt sér fitu eða prótein sem orkugjafa. Út frá
þessu spruttu hugmyndir um að hægt væri
að svelta krabbameinið á kolvetnaskertu en
mjög fituríku mataræði sem kallast ketóna-
mataræði en ketón eru efni sem myndast við
niðurbrot á fitu. Heilbrigðar frumur geta nýtt
sér ketón til orkuvinnslu en ekki krabba-
meinsfrumurnar.“ Þegar ég spyr hvort það sé
ekki varhugavert að halda því fram að lækna
megi krabbamein með breyttu mataræði
segir Jóhanna: „Það er kannski enginn að
halda því fram en rannsóknir sýna að þetta
mataræði geti reynst mjög vel í meðferð gegn
krabbameini. Við töpum heldur aldrei á því
að reyna þessar leiðir."
Matarsódi undir hendurnar
Jóhanna er ómáluð þegar við hittumst og ég
velti fyrir mér hvort það sé hluti af heilsu-
vakningunni að klína ekki einhverjum óþarfa
á andlitið á sér. „Ég mála mig alveg. Ég leitast
samt við, eins og kostur er, að kaupa mér líf-
rænar vörur sem innihalda ekki heilsuspill-
andi efni. Ég ber heldur ekki krem á allan lík-
amann en nota stundum kókosolíu. Ég reyni
bara almennt að forðast að smyrja einhverj-
um óþarfa efnum inn í líkamann í gegnum
húðina. Annars held ég að við eigum að næra
húðina innan frá. Þurrkur getur verið merki
um að okkur vantar hollar fitusýrur. Við
erum þá aftur komin að olíunni. Ég nota held-
ur aldrei svitalyktareyði því hann inniheldur
oft bæði paraben og ál. Ál hefur mikið verið
rannsakað í tengslum við alzheimer og kenn-
ingar eru uppi um að ál komi sjúkdómsferlinu
af stað. Paraben efni hafa einnig fundist í
brjóstakrabbameinsfrumum.“ Ég er heldur
undrandi og skil ekki hvernig hún tekst þá á
við svitalykt. „Ég nota matarsóda til að taka
lyktina. Þú svitnar en það er engin lykt.“
Henni finnst mikilvægt að við sjálf tökum
við stjórnartaumunum okkar lífi þegar
kemur að heilsunni. „Almenningur heldur
áfram að veikjast þrátt fyrir alla þá fjármuni
sem fara í heilbrigðiskerfið. Kerfið tekur
síðan við okkur þegar við erum orðin veik en
lítið er gert til að hjálpa okkur að fyrirbyggja
sjúkdóma. Við getum ekki bara velkst um
eins og korktappar í sjónum. Við getum sjálf
haft áhrif.“
Jóhanna fer fljótlega aftur til Austurríkis
þegar hún er búin að kynna bókina. Geir
er með samning til næsta vors og Jóhanna
segir að það komi í ljós eftir áramótin hvort
fjölskyldan verði þarna áfram. „Mig langar
líka að fara í nám í þessum fræðum, byggja
meira undir þennan fróðleik og er komin
með augastað á ákveðnu námi. Þetta er bara
ástríðan mín.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.
Borðar mikið af fitu
Krakkarnir fá
alveg nammi hjá
okkur af og til.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir hefur tekið
mataræði fjölskyldunnar algjörlega
í gegn. Eldri börnunum fannst fyrst
erfitt að fá ekki lengur hveitibrauð
en sá yngsti gerir vart athugasemdir
þegar hann fær sellerísafa. Jóhanna
hefur aukið fituneyslu sína á kostnað
kolvetna, hún notar aldrei líkamskrem
og setur matarsóda undir hendurnar í
staðinn fyrir svitalyktareyði.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir segir einn kostinn við að búa í Austurríki vera að bæði Geir og börnin koma heim í hádegismat og þau fá þannig fleiri samverustundir.
Mynd/Hari
18 viðtal Helgin 13.-15. september 2013