Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 28

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 28
B laðamaður mælti sér mót við Björtu á heimili hennar í miðbæ Reykjavíkur snemma morguns rigningardag einn í vikunni. Fundi hjá atvinnuveganefnd hafði verið frestað og því gat hún gefið sér góðan tíma í spjall yfir kaffi og tei. Björt er þrítug og árið hefur verið viðburðaríkt hjá henni því í byrjun sumars tók hún sæti á alþingi í fyrsta sinn og giftist svo unnusta sínum til tíu ára í júlí. Framhald af sumarþingi er nýhafið og nýtti Björt tímann í sumar til að ferðast um landið og hitta útvegsfólk og aðra tengda fiskvinnslu til að kynna sér málin fyrir starf- ið í atvinnuveganefnd. „Ég er utan af landi og finnst Það lítið mál að banka bara upp á og biðja fólk um að útskýra fyrir mér sín sjónarmið,“ segir Björt sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. „Sumir ráku upp stór augu yfir því að höfuðborgar þing- maður kæmi út á land að kynna sér málin en allir tóku mér vel. Fólk var líka þakklátt fyrir að ég gæfi mér tíma í þetta,“ segir hún. Björt telur mikilvægt að fulltrúar í nefndum alþingis fari út á meðal fólks, taki stöðuna og eigi í samskiptum og skoðanaskiptum. Enn á Björt eftir að heimsækja nokkur bæjarfélög sem eru í mikilli og fjölbreyttri útgerð en segir það reynslu sína enn sem komið er að fólk sé almennt sammála um að greiða eigi fyrir afnot af auðlindinni, hvort sem það sé útvegs- og fiskverkafólk eða íbúar í 101 Reykjavík. „Spurningin er auð- vitað hversu hátt það gjald á að vera, svo við verðum bara að ræða það. Mér hefur sýnst að undanfarið hafi verið einblínt á smáatrið- in en við þurfum að setja okkur sameiginleg markmið um þjóðararðinn í sjávarútvegi út frá heildarmyndinni.“ Breyttir starfshættir eru harðkjarna stefnumál Eitt af meginstefnumálum Bjartrar fram- tíðar er að breyta vinnubrögðum alþingis og auka tiltrú fólks á því. Björt segir það algjört grundvallarmál til að ná árangri á því sviði og þetta sé alls ekki léttvægt stefnumál. „Þetta hríslast niður í allt, alla hagsæld á Íslandi ef fólk getur ekki treyst stjórnmála- mönnum og að þeir geti ekki tekið góðar ákvarðanir í sameiningu til langs tíma.“ Því sé svo mikilvægt að ríkisstjórnir hvers tíma brjóti odd af oflæti sínu og bjóði minnihlut- anum að borðinu. Ef sem flest er unnið í heiðarlegri samvinnu eru mun minni líkur á að öllu verði breytt við valdaskipti. „Það er því mjög klókt og heiðarlegt af ríkisstjórnum að taka ákvarðanir í samvinnu við minnihlut- ann ef þær vilja byggja til framtíðar.“ Björt segir stöðuna vera þannig núna að málþóf sé eina vopnið sem stjórnarand- staðan hafi. „Það er óskilvirk aðferð. Svona vinnubrögð myndu ekki tíðkast á neinum öðrum vinnustað. Að tefja málin eins og hægt er til að pota í stjórnina svo hún komi til móts við minnihlutann. Hvar annars staðar vinnur fólk svona? Þetta er auðvitað grátbroslegt.“ Hún telur þó að alþingi sé að mörgu leyti heillandi vinnustaður þar sem margar litríkar persónur starfi. „Við gæt- um samt gert betur til að stjórnmálin skilji meira eftir sig.“ Björt leggur áherslu á að ekki sé nóg að tala um breyttar stjórnmála- hefðir heldur standi upp á þingmenn Bjartr- ar framtíðar sem leggja mikið kapp á að sýna þau í verki, til dæmis með því að taka ekki þátt í málþófi. „Við spilum ekki með í leikjum sem við teljum til mikilla trafala og leiða af sér óhagræði. Ef við alþingismenn færum þetta flokkaegó út fyrir rammann tekst að breyta stjórnmálunum og við getum farið að vinna að sameiginlegum markmið- um til framtíðar.“ Björt hefur brennandi áhuga á þing- mannsstarfinu og vinnudeginum lýkur ekki á hefðbundnum tíma. „Það gerist stundum að ég er búin að meðtaka eitthvað yfir dag- inn og svo á kvöldin gerjast hugmyndir tengdar því. Oft þegar ég er lögst á koddann á kvöldin sprett ég fram úr rúminu og kveiki á tölvunni og dúndra einhverju þar inn því ég held að ég hafi komist að einhverju sem eigi eftir að valda miklum straumhvörfum,“ segir hún og hlær en bætir við að hún reyni þó að hafa tímann á milli fimm og átta heil- agan og þau hjónin skiptast þá á að sækja Garp, fjögurra ára son sinn á leikskóla og elda kvöldmat. Íslenskt samfélag er frábært Þingseta hafði aldrei verið einn af draumum Bjartar í lífinu heldur vaknaði áhuginn þegar Besti flokkurinn tók við stjórnar- taumunum í Reykjavík. Þær Heiða Kristín, annar formanna Bjartrar framtíðar, eru vinkonur úr MH og hafði Björt kynnst starf- inu í gegnum hana. Björt segist vanalega vera snögg til en þegar að þingframboði kom hafi hún tekið langan tíma í að taka ákvörðun. Björt komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði erindi á alþingi og fór þá á fullt í kosningabaráttuna. „Það var kannski af sjálfsbjargarviðleitni því ég vil hafa alla mína í kringum mig og það má ekki verða þannig að fólk neyðist til að flytja í burtu frá Íslandi því það sé ekki gott að búa hér. Við stöndum frammi fyrir því í dag að fólkið sem er okkar stoðkerfi; læknar, hjúkrunar- fræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk getur ekki setið við lengur og er annaðhvort að fara frá Íslandi eða kemur ekki heim eftir nám erlendis. Við verðum að taka því alvarlega og gera bót á. Þegar mér bauðst að taka sæti á lista Bjartrar framtíðar sagði ég já en að ég myndi ekki vera fyrir aftan einhverja helvítis kalla. Þau settu mig því í fyrsta sætið!“ Björt segir íslenskt samfélag að mörgu leyti frábært og vill efla það enn frekar. „Við erum svo örugg hér og frjáls og ekki hrædd um börnin okkar úti við. Maður kannski býr uppi í sveit og fer á hestbaki í sjoppuna. Þetta er paradís.“ Ólst upp á tólf manna heimili Í bernsku bjó Björt með fjölskyldu sinni að Torfastöðum í Biskupstungum við sérstakar heimilisaðstæður því foreldrar hennar, þau Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir, ráku meðferðarheimili fyrir unglinga. Þau systkinin eru þrjú og hjá þeim voru yfir- leitt sex til sjö börn. „Maður þurfi að kljást við hluti með þeim og upplifði þeirra stöðu mjög sterkt og það hefur mótað mig.“ Sum þeirra heldur Björt enn sambandi við í dag en önnur hittir hún aðeins á förnum vegi. „Sumum varð ég mjög tengd því þau hafa þurft á meiri stuðningi að halda og leitað hans hjá mömmu og pabba. Ég á tvo albræð- ur og einn til sem er eins og bróðir minn og er hluti af fjölskyldunni. Dagurinn hjá stóru fjölskyldunni var yfirleitt þannig að þau borðuðu öll sam- an morgunmat við langborð og svo fóru Elskar að moka skít Björt Ólafsdóttir tók sæti á alþingi eftir síðustu kosningar og tekur nýja starfið alvarlega. Hún á sæti í atvinnuveganefnd og hefur að undan- förnu ferðast um landið og rætt við fólk tengt fiskvinnslu um framtíð greinarinnar. Einu góðviðrishelgina í júlí giftist hún unnusta sínum til tíu ára en lenti í því óhappi tíu dögum fyrir brúðkaupið að detta af þaki niður á stétt og brjóta í sér allar framtennur í efri gómi svo á tímabili var tvísýnt hvort af brúðkaupinu gæti orðið. Björt ólst upp að Torfastöðum þar sem for- eldrar hennar ráku meðferðarheimli fyrir börn. Hún veitt fátt betra en að fara í sveitina og moka skít og semur alþingisræður við moksturinn. Þegar mér bauðst að taka sæti á lista Bjartrar framtíðar sagði ég já en að ég myndi ekki vera fyrir aftan einhverja helvítis kalla svo ég fékk fyrsta sætið. Mynd/Hari 28 viðtal Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.