Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Síða 29

Fréttatíminn - 13.09.2013, Síða 29
Björt og alsystkini hennar með skólabíl í grunnskólann í Reyk- holti í tveggja kílómetra fjar- lægð. Mamma hennar er kennari og kenndi hinum börnunum á heimilinu. „Svo komum við heim úr skólanum og fórum í útigallann og sinntum útiverkunum og svo voru kannski bakaðar kökur fyrir síðdegiskaffið. Það þurftu alltaf að vera tvær því við vorum svo mörg. Ég hef sagt það áður að til- finningin hjá mér er sú að mamma og pabbi hafi sofið með annað augað opið í tuttugu til þrjátíu ár. Það voru ekki neinar dag- eða næturvaktir heldur sáu þau um öll börnin, alltaf.“ Formannstíðin í Geðhjálp lærdómsríkur tími Björt lauk BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í mannauðsstjórnun frá háskól- anum í Lundi í Svíþjóð og hafði starfað á geðdeildum í nokkurn tíma þegar hún tók við stöðu for- manns Geðhjálpar sem eru frjáls félagasamtök og vann Björt þar í sjálfboðavinnu. „Á þessum tíma var ég nýbúin að fá vinnu hjá Capacent en svo eftir að hafa öðl- ast reynslu af störfum á geðdeild- um ákvað ég að bjóða mig fram sem formaður Geðhjálpar.“ Björt sinnti formannsstarfinu í tæp tvö ár. Hún lét af störfum eftir að hún tók sæti á lista Bjartrar fram- tíðar. „Fljótlega eftir að ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram komu fram ásakanir um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Geðhjálpar. Ég mat það þannig á þessum tíma að það væri samtökunum fyrir bestu að ég sjálf gerði hlutina ekki upp í fjölmiðlum og stigi til hliðar. Það er unnið mjög gott og þarft starf þarna sem byggir á því að sátt ríki og að fólk úti í samfélaginu sé óhrætt að leita sér þar aðstoðar. Ósætti getur alltaf komið upp þar sem ólíkir einstaklingar koma saman og vinna að hugðarefnum sínum.“ Á sínum tíma hafi stjórn- in verið ósammála um hvort selja ætti húsnæði Geðhjálpar við Tún- götu í Reykjavík. „Svo var það selt um daginn á hærra verði en okkur bauðst á þessum tíma sem er mjög ánægjuleg niðurstaða,“ segir Björt sem kveðst ánægð með að hafa verið staðföst meðan mesti stormurinn reið yfir því það hafi verið Geðhjálp fyrir bestu. „Þetta var lærdómsríkt en það er gott að hafa farið í gegnum svona reynslu. Maður lærir að þekkja styrkleika sína og hvers maður er megnugur. Það er ákveðinn léttir að vera búin að átta sig á því og sjálfstraustið eflist í leiðinni. Kannski bíður þingmannsstarfið upp á eitthvað svipað, maður veit ekki.“ Fann eiginmanninn á Bókhlöðunni Síðasta sumar giftist Björt unn- usta sínum til tíu ára, Birgi Viðars- syni en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini þegar hún var að lesa fyrir stúdentsprófin í MH. „Ég sá hann fyrst á Bók- hlöðunni og sagði vinkonu minni frá þessum sæta strák í rauða anorakknum sem ég hafði komið auga á. Þá kom í ljós að hann var vinur kærasta hennar sem hún var nýbyrjuð með og svo kynntumst við í framhaldi af því. Pabba leist ekki vel á hann í byrjun því hann var úr Breiðholtinu og það sem verra var, með ofnæmi fyrir öllum dýrum. „Ertu viss,“ spurði pabbi.“ Björt veit fátt betra en að fara í sveitina til foreldra sinna og segist gjörsamlega elska að moka skít. „Eftir að þinginu lauk í sumar fórum við fjölskyldan þangað og ég var þyljandi upp þingræður í hausnum í skítagallanum á meðan ég var að moka. Það er mjög góð leið til að fá útrás,“ segir hún af miklum sannfæringarkrafti. Í júlí héldu þau Björt og Birgir stórt brúðkaup að Torfastöðum sem stóð yfir heila helgi. Tíu dögum áður þegar hún var í óða önn að undirbúa brúðkaupið datt hún nið- ur af húsþaki og lenti á stétt með þeim afleiðingum að allar fram- tennurnar í efri gómi brotnuðu. „Ég var uppi á þaki að þrífa renn- ur svo við gætum farið að mála. Á leiðinni niður þegar ég steig í fyrsta þrepið á stiganum datt hann undan mér og ég féll niður. Ég lenti á stéttinni og svo frussuðust tennurnar út úr mér en þær brotn- uðu alveg við rótina.“ Við fallið brotnuðu fjórar tennur en Björt slapp við önnur teljandi meiðsli. Fólkið í kringum Björtu fékk áfall við að sjá hana blóðuga og tann- lausa á stéttinni en fyrst um sinn var hún róleg og tók stjórn ina í sínar hendur og lét hringja í vin bróður síns, Jón Steindór Sveins- son, tannlækni á Selfossi. „Hann var upptekinn á fundi svo við náðum ekki í hann en ákváðum að bruna samt á Selfoss og treysta á að hitta hann. Þá var hann á leið- inni í ferðalag með fjölskylduna en var boðinn og búinn að hjálpa mér, en ferðalagið þeirra frestaðist því miður um nokkra klukkutíma.“ Á leiðinni á Selfoss gerði Björt sér grein fyrir því að sennilega þyrfti að fresta brúðkaupinu og fékk þá áfall því búið var að bjóða hundrað og sjötíu manns. „Þegar ég áttaði mig á þessu féllu nokkur tár, ég varð svo hrikalega svekkt og þetta var alls ekki skemmtileg reynsla. Við búin að vera saman í tíu ár og stóri dagurinn að nálgast svo þurfti þetta akkúrat að gerast á þessu augnabliki.“ Við komuna til Selfoss var eiginmaðurinn tilvonandi búinn að jafna sig á sínu sjokki og stóð eins og klettur við hlið Bjartar. „Þetta var ágætis áminning um það hvers vegna ég vildi giftast honum því þarna sýndi hann enn og aftur hvað hann er mikill klettur þegar á reynir.“ Hrakfalla- sagan endaði þó eins vel og hægt er því nýju tennurnar eru alveg eins og þær sem fyrir voru og hafa haldist á sínum stað síðan. „Hefði ég farið til einhvers annars sem hefði ekki þekkt mig er ekki víst að þær væru eins því ég var auð- vitað ekki með mynd af tönnunum á mér þegar ég mætti á stofuna. Tannlæknirinn vissi að ég var með frekjuskarð fyrir og það fékk sem betur fer að halda sér. Ekki þurfti að fresta brúðkaupinu og dagana fram að því tók Björt því rólega og gerði gott úr orðnum hlut. „Birgir keypti djúsvél og ég fór bara á safakúrinn. Það var fínt að af- stressa sig svona fyrir brúðkaupið og slappa af heima. Svo var slysið líka efni í marga góða brandara í brúðkaupinu sem var ein af stóru stundunum í mínu lífi. Dásam- legur dagur alveg hreint.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sölusýning á morgun frá kl. 10 til 16. Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum, m.a. eldunar- tæki, kæli- og frystitæki, þvottavélar, þurrkara, uppþvottavélar, ryksugur, smátæki, rakatæki og mikið úrval af alls kyns lömpum til heimilisnota. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður afsláttur af öllum vörum. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! Sölusýning viðtal 29 Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.