Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 30

Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 30
O kkur þykir óskaplega vænt um að það sem við erum að gera. Okkur þykir líka mjög vænt um að aðrir taki því vel. Við vitum að það er engan veginn sjálf- sagt,“ segja leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirs- dóttir sem um árabil hafa skemmt yngstu kynslóðinni sem Skoppa og Skrítla. Mikið stendur nú til hjá þeim stöllum. Í vikunni gáfu þær út bók, framundan er leikferð til Noregs, útgáfa á nýjum DVD-diski og frum- sýning á nýrri sýningu í Borgarleik- húsinu. Þar með er þó ekki allt talið því á næsta ári verða tíu ár liðin frá því Skoppa og Skrítla komu fram á sjónarsviðið og þeim tímamótum verður fagnað með veglegum hætti. Öðruvísi áherslur foreldra Hrefna og Linda taka á móti blaða- manni á skrifstofu sinni. Þar er augljóst að undirbúningur stendur yfir fyrir tilvonandi verkefni og búið er að pakka niður DVD-diskum og fleiru fyrir heimsókn til Noregs í næstu viku. „Það er oft búið að biðja okkur um að koma til Noregs og núorðið búa svo margir Íslendingar þar að við gátum ekki sagt nei,“ segja þær um ferðina. Skoppa og Skrítla heimsækja Bergen, Osló, Kristjáns- sand og Stafangur. Það er enginn glamúr yfir ferðalaginu, þær gista hjá frænda manns Lindu og frænku hennar. „Við erum sófadýr. Það er gott því þá hittir maður fólkið – það er skemmtilegra.“ Þær byrja á að segja mér að hug- myndin með Skoppu og Skrítlu sé að framleiða barnaefni fyrir börn, ekki fullorðna. „Það hefur alltaf verið stefnan, hrein og bein. Við viljum geta verið stoltar af því sem við sýnum öðrum börnum, þau eiga ekki bara að vera sett í geymslu fyrir framan sjónvarpið.“ Þær segjast finna talsverðan mun á foreldrum í dag og þegar þær fóru fyrst af stað. „Það eru öðruvísi áherslur. Fólk skoðar núna leik- skóla og spyr hvað þeir hafi upp á að bjóða. Það er orðið lífsstíll hjá fólki hvernig það eldur upp barnið sitt. Og það skiptir miklu máli.“ Blundar mikið barnshjarta í okkur Hrefna og Linda kynntust fyrst þegar þær léku saman í Hróa hetti sem settur var upp í Húsdýragarð- inum sumarið 1998. Það var ungur athafnamaður, Gísli Örn Garðars- son, sem setti sýninguna upp og í leikhópinn völdust margir sem síðar áttu eftir að láta til sín taka á leik- listarsviðinu. Í hópnum voru til að mynda Gunnar Hansson, Sveppi, Marta Nordal, Agnar Jón Egilsson, Gottskálk Dagur Sigurðarson og Gunnar Gunnsteinsson auk Hrefnu og Lindu. Upphaf Skoppu og Skrítlu má aftur á móti rekja til þess þegar Hrefna eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég eignaðist dreng sem vildi fljótt fara að skoða heiminn og lífið. Ég fann ekkert íslenskt barnaefni sem ég gat haldið að honum. Ég var búsett í Bandaríkjunum og horfði á Baby Einstein og fleira í þeim dúr og hugsaði með mér af hverju slíkt efni væri ekki til á íslensku. Þannig að ég setti mig í samband við Lindu og sagði, nú gerum við eitthvað í þessu!“ Linda var á þessum tíma að leika í Latabæ og tók vel í hugmyndir Hrefnu. Þær segjast reyndar báðar hafa togast í áttina að því að vinna með börnum. „Þetta velur mann líka,“ segir Linda. „Já, það blundar ótrúlega mikið barnshjarta í okkur. Ég segi alltaf við börnin mín: Lífið er ekki alltaf skemmtilegt en er þó ekki skemmti- legra en við gerum það sjálf. Það koma alltaf erfiðleikar en það skipt- ir miklu máli með hvaða hugarfari maður fer í þá. Maður fer svo langt á hugarfarinu,“ segir Hrefna. Það er einmitt þetta hugarfar sem einkennir Skoppu og Skrítlu, þessi ótrúlega jákvæðni. Þegar maður spjallar við Hrefnu og Lindu er aug- ljóst að þessi jákvæðni er engin til- gerð. „Sumum finnst við óþolandi jákvæðar. En er það ekki betra en að vera sjúklega neikvæður?" spyr Hrefna. Tíu ára afmæli á næsta ári Nú hafa þær skilað nær tíu árum í hlutverki Skoppu og Skrítlu. Á verkalistanum eru leikrit, bíómynd, tíu DVD-diskar, geisladiskur, bók og svona mætti sjálfsagt áfram telja. Á meðan þær setja undir sig haus- inn og senda sífellt frá sér nýtt efni á barnaefni undir högg að sækja hér á landi. Stundin okkar er einn af fáum barnaþáttum sem sjónvarps- stöðvarnar framleiða í vetur, í fyrra var engin Grímutilnefning fyrir barnaefni og fjórða Sveppa-myndin fékk ekki fjármagn frá Kvikmynda- miðstöð fyrr á árinu. Í vikunni kom út fyrsta bókin um þær stöllur, Hér koma Skoppa og Skrítla. Hrefna og Linda segja að bókin byrji alveg á byrjuninni, Skoppa og Skrítla og þeirra heimur sé kynntur til leiks. „Þarna erum við teiknaðar í fyrsta sinn. Það er til að koma til móts við kynslóðirnar sem eiga eftir að kynnast Skoppu og Skrítlu, að þær þekki persónurnar en ekki endilega okkur,“ segja þær. Linda segir að þær séu að þróa „annað og meira“ þar sem Skoppa og Skrítla eru teiknaðar en vill ekki segja meira um það núna. „En það er búið að skrifa bók númer tvö þannig að vonandi taka börnin vel í þessa.“ Aðdáendur Skoppu og Skrítlu ættu að taka laugardaginn frá en þá er útgáfupartí fyrir bókina í Kringlunni. Áhugasamir geta látið taka mynd af sér með hetjunum við risastóra útgáfu bókarinnar. Næsta sumar verður svo stórhátíð í tilefni tíu ára afmælisins. Hún verður að sjálfsögðu í Húsdýragarðinum þar sem fyrsti DVD-diskurinn þeirra var tekinn upp. „Við fæddumst þar og höldum partíið þar,“ segja þær. Í fyrra stjórnuðu Skoppa og Skrítla jóladagatali á Stöð 2 og verður það gefið út á DVD fyrir jólin. Þær verða áfram í jólagírnum í Borgarleikhúsinu fyrir jólin með sýninguna Jólahátíð Skoppu og Skrítlu sem frumsýnd verður 16. nóvember. „Þessi tími árs er svo Sumum finnst við óþolandi jákvæðar Hrefna Hallgríms- dóttir og Linda Ásgeirsdóttir hafa verið heimilis- vinir á mörgum barnaheimilum um árabil. Eftir tæplega tíu ára samstarf liggja leiksýningar, geisladiskur, tíu DVD-diskar og sjónvarpsþættir eftir Skoppu og Skrítlu og í vikunni kom fyrsta bók þeirra út. Á næsta ári flytur Linda út til Kaliforníu og þá hyggjast þær láta á það reyna hvort heimurinn sé tilbúinn fyrir Koko og Kiki eins og Skoppa og Skrítla kallast á ensku. Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa komið fram sem Skoppa og Skrítla í næstum tíu ár. Þær eru ekkert á leiðinni að fara að hætta. Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.