Fréttatíminn - 13.09.2013, Side 44
Storkurinn er ein
rótgrónasta verslunin
í miðbæ Reykjavíkur
og hefur starfað í
sex áratugi. Guðrún
Hannele Henttinen
hefur rekið verslunina
í sex ár, hún er mikil
prjónakona og var
orðin mjög fær strax
við 12 ára aldurinn.
Guðrún Hannele
segir það aukast að
ungir karlmenn komi
í verslunina og að
fjölmargir karlmenn
séu færir prjónamenn
þó þeir hafi ekki verið
mjög sýnilegir.
Mikil hvíld í
því að prjóna
M argir spyrja hvernig nafnið Storkurinn sé til komið en upphaflega
var þetta barnafataverslun,“ segir
Guðrún Hannele Henttinen,
eigandi Storksins garnversl-
unar við Laugaveg í Reykjavík.
Hún hét Unnur Eiríksdóttir sem
stofnaði barnafataverslunina
við Grettisgötu í Reykjavík 1.
september 1953. Sex árum síðar,
1959, flutti verslunin í Kjörgarð
við Laugarveg þar sem hún hefur
verið allar götur síðan og nokkru
eftir flutninginn var þar aðeins
selt garn. „Búðir koma og fara
en Storkurinn hefur haldið velli.
Ég hugsa að hægt sé að telja á
fingrum annarrar handar þær
verslanir við Laugaveginn sem
hafa starfaði þetta lengi,“ segir
Guðrún.
Á níunda áratugnum tók
dóttir stofnandans við keflinu,
Malín Örlygsdóttir, og keypti
Guðrún Hannele verslunina af
henni fyrir sex árum. Hún telur
að velgegni Storksins í öll þessi
ár megi meðal annars þakka
að bæði hún og fyrirrennarar
hennar hafi verið í rekstrinum
af áhuga. „Þetta er ekki bara
vinna, þetta er áhugamál.“ Hún
les upp úr gamalli úrklippu úr
Morgunblaðinu ummæli sem
höfð eru eftir Örlygi Sigurðs-
syni, eiginmanni Unnar og
pabba Malínar, í tilefni af 30 ára
afmæli Storksins árið 1983: „Það
er gott og hollt fyrir fólk á öllum
aldri að prjóna. Það dregur úr
spennu sálarinnar. Þess vegna
eru svo margar prjónakonur
friðsamar og rólegar og haggast
ekki hið minnsta í jarðskjálftum
og öðrum náttúruhamförum“.
Guðrún Hannele er menntaður
textílkennari, kenndi textílmennt
í grunnskólum og gat þar miðlað
prjónaáhuganum. Hún starfaði
einnig í Epal áður en hún tók við
Storknum. „Þar sem er hönnun,
þar er ég,“ segir hún. „Ég er alin
upp af hannyrðamömmu og fór
með henni í allar þessar helstu
hannyrðabúðir þegar ég var
barn. Ég man eftir því að hafa
ung komið í Storkinn en aðrar
eru ekki lengur til.“ Hún byrjaði
að prjóna í grunnskóla og var
orðin mjög fær strax um 12, 13
ára aldurinn. „Ég prjónaði mikið
í menntaskóla. Það bjargaði mér
frá leiðindum,“ segir hún kómísk.
„Sumir halda að það sé bara
framleiðsla að prjóna en þetta
er svo miklu meira. Þetta er lífs-
stíll. Maður fer inn í eigin heim
og slakar á. Í raun er mikil hvíld í
því að prjóna.“
Það var um áramótin 2007-
2008 sem Guðrún Hannele tók
við rekstri Storksins. „Þetta var
rétt fyrir kreppuna og mig óraði
ekki fyrir hvað ég var að fara út
í. Sumir halda að prjónaáhug-
inn hafi aukist mikið í kjölfar
Hrunsins en ég vil meina að hann
hafi þegar verið farið að aukast
og hann jókst bara enn meir.
Þarna var þegar búin að koma
bylgja erlendis frá þar sem fólk
var að endurskoða lífsstílinn sinn
og snúa sér meira að hannyrðum,
handavinnu og hönnun. En fólk
sá líka hvað það var hagkvæmt
að prjóna.“
Guðrún Hannele segist hafa
haft sérstaklega gaman af því í
hannyrðavakningunni hvað prjón
varð aftur sýnilegt, fólk fór að
sjást með prjóna á kaffihúsum,
til urðu ýmsir prjónaklúbbar
og prjónagraff birtist á ýmsum
stöðum. „Ég held að í sögulegu
samhengi þá verði gaman að
skoða þennan tíma síðar.“
Hún finnur einnig fyrir því að
ungir karlar prjóna í meira mæli.
„Það er virkilega skemmtilegt
hvað þeim fjölgar. Stundum koma
hér í búðina nokkrar vinkonur og
einn strákur með, og þá eru þau
að stofna prjónaklúbb og ætla að
kenna stráknum. Við eigum fullt
af karlmönnum sem eru mjög
færir tæknilega séð en þeir hafa
ekki verið mjög sýnilegir.“
Formlegt afmæli Storksins var
1. september og verða þar ýmsar
uppákomur út mánuðinn, tilboð
og ókeypis örnámskeið sem þarf
að skrá sig á. „Þetta verður allt
auglýst á heimasíðunni okkar og
á Facebook.“
Guðrún Hannele vonar vitan-
lega að verslunin lifi sem lengst
enda orðin rótgróin. „Hingað er
að koma þriðja og jafnvel fjórða
kynslóðin að versla og margir
sem eiga héðan góðar minningar.
Það er gaman að vera hluti af
þeirri sögu,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Guðrún Hannele Henttinen
hefur haft sérlega gaman af
hannyrðavakningunni í samfé-
laginu. Sjálfri finnst henni mikil
hvíld í að prjóna. Ljósmynd/Hari
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
„Þrungin spennu . . .
glæsilega skrifuð“
Washington Post
Heillandi bókmenntaveRk Sem vakið HefuR HeimSatHygli
Bókmenntahátíð
í Reykjavík:
madeline miller les upp úr bókinni í iðnó,
föstudaginn 13. sept. kl. 20.00 og verður í höfundaviðtali
í norræna húsinu, sunnudaginn 15. sept. kl. 13.00.
Akkílles og ungi prinsinn Patróklus bindast
ævar andi böndum. Þetta er örlagasaga þeirra,
saga um frægð, vináttu, stolt – og síðast en ekki
síst ástina.
Lesandinn hrífst inn í heillandi sagnaveröld og
gleymir sér í heimi guða og gyðja, konunga og
drottninga, hvíluþræla og hermanna sem lifna við
á síðunum.
Söngur akkíllesar er fyrsta bók hins unga
höfundar Madeline Miller og hefur hún komið
út á 23 tungumálum.
Söngur Akkíllesar
eftiR madeline milleR
ORANGE
verðlaunin 2012
veitt fyrir framúrskarandi
skáldsögur kvenna af
öllum þjóðernum
Bresku
44 viðtal Helgin 13.-15. september 2013