Fréttatíminn - 13.09.2013, Qupperneq 67
Mannúðarbarátta
undanfarinna
áratuga hefur skilið
eftir sig tómarúm
sem andmann-
úðarsinnar í nýja
hægrinu hafa fyllt.
fyrir því að almennir hagsmunir
séu ekki til — og geti ekki verið
til. Það er því skiljanlegt að fólk
sem berst fyrir réttindum og
viðurkenningu hópa sem hafa
verið kúgaðir og bældir öldum
saman af hugmyndakerfi þröngs
valdahóps telji það ekki vera sitt
hlutverk að byggja brýr til þessa
fallandi kerfis. Þess í stað leggur
það fram kröfum síns hóps og
berst fyrir þeim á markaðstorgi
hugmyndanna (eða krafnanna)
sem nútímasamfélag er orðið.
Því þótt markaðskerfið hafi
augljóslega tapað og hrunið
fyrir fimm árum þá trúðum við
svo lengi á yfirburði þess að það
mótar enn hugsun okkar. Svo til
öll samskipti okkar fara nú fram
á markaði; við markaðssetjum
hugmyndir, aðlögum nafn-
giftir að væntingum og þörfum
markaðarins, vinnum hugmynd-
unum hillupláss og reynum að
auka eftirspurn eftir þeim í von
um að þær verði markaðsleiðandi
— að okkar hugmyndir móti
hugmyndamarkaðinn á okkar
áhugasviði.
Og við trúum að úr baráttu
hugmynda sérhagsmunahópa á
markaði rísi upp gott samfélag;
á sama hátt og markaðshyggjan
lofaði að allra besta og skilvirk-
asta samfélag myndi rísa upp af
baráttu fyrirtækja, einstaklinga,
sveitarfélaga og ríkja.
Nýja hægrið fyllir tómarúmið
Það má því segja að megin-
straumur mannúðarbaráttunnar
hafi á undanförnum áratugum
fjarlægst áherslur á sameiginlega
hagsmuni — eða almannahag.
Annars vegar vegna þess að það
var ekki talið verkefni þeirra sem
börðust fyrir aukinni mannúð
í samfélaginu. Og hins vegar
vegna efasemda um að slíkt
fyrirbæri væri til. Baráttufólk
fyrir mannréttindum kúgaðra
hópa deildi þeim efasemdum
með frjálshyggjumönnum (sem
mótuðu í raun pólitíska umræðu
undanfarna áratugi); og hafa
án efa einnig haft áhrif á hvaða
baráttuaðferðir minnihlutahópar
töldu árangursríkar.
En eftirspurnin eftir einhverju
sem sameinar okkur hefur ekki
minnkað þótt áherslur mann-
úðarbaráttunnar hafi ekki sinnt
henni. Þetta sést til dæmis í
harmakveinum miðaldra karla
undan ungum femínistakonum.
Kveinin lýsa örvæntingu manna
sem eru að missa samsvörun
með öllu fólki og óttast að verða
hraktir út í horn samfélagsins
eins og hver annar minnihluta-
hópur. Það er verið að gengisfella
„við“ þessara manna.
En þessi eftirspurn er öllu
háskalegri í furðu almennri og
opinberri andstöðu við ýmsa
minnihlutahópa; einkum þó inn-
flytjendur og annað fólk með
ólíkan menningarlegan bak-
grunn en meginþorri fólks í
samfélaginu. Það er eitt helsta
einkenni okkar tíma að nýja
hægrið hefur eignað sér þennan
vettvang; að svara til um hvað
„við“ erum og eigum að vera.
Og svar þeirra er eðli málsins
afturhaldssamt og ófrjótt; í raun
byggt á sama grunni og Malcolm
X hafnaði þegar séra King vildi
byggja brú milli þessara viðhorfa
og þeirra sem þau höfðu kúgað,
forsmáð og niðurlægt — hug-
myndin um að allir menn væru
alls ekki jafnir heldur aðeins þeir
sem sættust á að verða eins og
„við“ (eigum að vera).
Vantar nýja greiningu
Nýja hægrið gengur inn í
tómarúm í samfélaginu sem er
afleiðing af því að hugmyndin
um fjölmenningarlegt og marg-
þætt samfélag virðist ekki vera
að ganga upp. Það einkennist um
of af sundurlyndi þar sem ólíkir
hópar setja fram kröfur sínar
og berjast fyrir þeim, en enginn
nema þeir afturhaldssömustu
reyna að svara spurningunni: Um
hvaða gildi höldum við formlegt
samfélag okkar á milli? Við vitum
hversu ólík við erum; en hvað
eigum við sameiginlegt? Hvað er
það sem tengir okkur og getur
haldið saman samfélagi millum
okkar?
Það er í raun augljóst að Mal-
colm X hafði rétt fyrir sér í gagn-
rýni sinni á séra Martein Lúther
King. Það er fráleitt að hinn kúg-
aði geti treyst á að réttlæti spretti
upp af sátt sem ekki felur í sér
neinar félagslegar eða efnahags-
legar breytingar. Baráttuaðferð
Malcolm X virðist hins vegar
hafa ýtt undir höfnun á sam-
eiginlegum hagsmunum og þar
með umræðum um sameiginlega
framtíð. Sem aftur skilur eftir sig
tómarúm; sem nú fyllist af aftur-
haldssömum sjónarmiðum sem
eru í raun andóf við mannrétt-
indabaráttu síðustu hálfa öldina
— einskonar nýfasisma.
Þegar markaðshyggjan hrundi
fyrir fimm árum; hefðum við átt
að missa trúna á að barátta ólíkra
hugmynda á markaði gæfi að sér
allra bestu niðurstöðu, réttlæti
og sanngirni. Hrunið afhjúpaði
að heildinni farnast ekki best
ef allir hugsa einvörðungu um
eigin hag. Það er helsta sam-
félagslegt verkefni okkar í dag að
byggja upp samtal um hverjir eru
okkar sameiginlegu hagsmunir
og byggja upp nýtt samfélag á
þeim hagsmunum. Og ef svarið
á ekki að verða í anda nýfasískra
hægrisins verður það fólk, sem
háð hefur mannréttindabaráttu
kúgara hópa undanfarna áratugi,
að svara til um hvað sameinar
okkur og hvað getur verið sam-
eiginlegur grunnur samfélagsins
í framtíðinni.
Verkefnið er í raun að setja
betri samfélagslega greiningu
undir draum séra Marteins
Lúthers King. Hann byggði rétt
markmið á rangri greiningu.
Malcolm X hafði rétta greiningu
en leið hans vann gegn mark-
miðum hans.
ISIO 4
með D-vítamíni
góð fyrir æðakerfið
ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af
náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni.
Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-,
sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni,
andoxunarefni sem verndar frumur líkamans.
Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni
sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.
Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4
með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi
og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum.
Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð,
heita rétti sem kalda.
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
5
80
50
0
3/
12
samtíminn 67 Helgin 13.-15. september 2013