Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Page 68

Fréttatíminn - 13.09.2013, Page 68
 Í takt við tÍmann anna marsibil Clausen Kaupir föt á flugvöllum Anna Marsibil Clausen situr í ritstjórastól tímaritsins Monitor meðan Jón Ragnar Jónsson er í feðraorlofi. Anna Marsý, eins og hún er jafnan kölluð, verður 24 ára á sunnudaginn og er að læra bókmenntafræði auk þess að starfa sem al- þjóðasamskiptafulltrúi Stúdentaráðs. Hún á pastavél og spilar gamla Pokémon-leiki á símanum sínum. Staðalbúnaður Ég klæði mig aðallega í föt sem mér finnst þægileg hverju sinni og það getur verið öll flóran. Síðastliðið ár hef ég verið mikið á flakki fyrir hönd Stúdentaráðs og hef því keypt mikið af fötum á flugvöllum. Mér tekst oft að finna einhverja skrítna hluti í búðum sem aðrir líta ekki á. Ég er almennt þekkt fyrir að vera svolítið litrík í klæðavali. Þegar ég var í Versló var ég mikill „rebell“ gegn hinni stöðluðu Vers- lóímynd. Ég lærði til dæmis ekki að ganga í hælum fyrr en eftir Versló. En síðan þá hefur skósafnið farið sístækkandi og mér þykir rosa vænt um það í dag. Hugbúnaður Þegar ég fer á djammið finnst mér ég orðin háöldruð. Ég finn hrukkurnar myndast í andlitinu þegar ég sé raðirnar á b5. Einhver veginn, sama hvað á gengur, enda ég alltaf á gamla góða Næsta bar. Maður getur alltaf stólað á að þar er mikið af fólki sem maður þekkir og sjaldan ung- meyjar í magabolum sem fá mig til að finn- ast ég vera fertug. Sem stúdent getur verið fínt að fara á Stúdentakjallarann. Þar getur í sumum tilvikum verið ódýrara að fá sér að borða en að elda fyrir sig einan. Svo er bjórinn alltaf á tilboði fyrir nemendur sem sakar ekki. Ég voga mér ekki inn á Austur en á daginn er þar Beyglubarinn sem ég hef tekið ástfóstri við. Sætkartöflufranskarnar eru alger snilld á þreyttum sunnudags- morgnum. Ég hef lítinn tíma fyrir sjónvarp en ég horfði á alla þættina af Orange is the New Black í einni bunu um daginn og fannst þeir alger snilld. Það var skemmti- legt að sjá þátt um konur sem snýst ekki bara um tísku og karlmenn. Við kærastinn eigum árskort í Bíó Paradís og fötum alltaf einu sinni í mánuði og sjáum eitthvað þar. Vélbúnaður Ég hef alltaf verið tiltölulega tækniheft en ég brotnaði undan hópþrýstingi og fékk mér iPhone. Ég rétt svo kann á hann. Fyrir utan þetta hefðbundna, Facebook, Instagram og fleira, var ég að ná mér í app um daginn sem gerir manni kleift að spila gamla Pokémon-leiki. Það er hápunktur nördaskaparins en ég skammast mín ekk- ert fyrir það. Þar fyrir utan þykir mér rosa- lega vænt um Kindilinn minn þó ég hafi því miður lítinn tíma til að lesa bækur. Hann kemur ekki í staðinn fyrir alvöru bækur en er ansi góð viðbót. Aukabúnaður Ég er nokkuð virkur kokkur. Ég fékk pastavél í jólagjöf í fyrra og hef dundað mér smá við pastagerð en skemmtilegast finnst mér að elda djúsí kjötsúpur. Eldhúsið á það líka til að verða svolítið skrautlegt eftir mig þegar ég elda. Þegar ég fer út að borða vil ég helst fara á staði sem bjóða upp á mat sem ég get ekki eldað sjálf. Ég hef ekki enn fundið sushi-stað í Reykjavík sem mér finnst óspennandi. Svo finnst mér sér- staklega gaman að borða etnískan-mat, til dæmis indverskan. Ég þykist vera dugleg að hjóla en eftir að ég byrjaði að vinna í Hádegismóum neyddist ég til að nýta mér strætó á ný. Ég fór hringinn í sumar sem var rosalega gaman þrátt fyrir slæmt veður. Næst á dagskrá hjá mér að fara á ráðstefnur fyrir hönd Stúdentaráðs. Í næstu viku fer ég til Litháen og í nóvember fer ég til Zag- reb. Vonandi get ég notað hádegishléin til að sjá smá af borgunum. Ég bjó einu sinni í Árósum og mig langar til að búa aftur í Danmörku en þá í Kaupmannahöfn. Mér líður mjög vel „á dönsku“. Kiran Desai er einn fjölmargra gesta á Bókmenntahátíð. Hún er fædd á Ind- landi en býr í Banda- ríkjunum. Þekktasta verk hennar, The Inheritance of Loss frá árinu 2006, er væntanleg á ís- lensku.  bókmenntahátÍð lÍf og fjör Í reykjavÍk Lesendur dansa við höfunda Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett í ellefta sinn á miðvikudag en gleðin stendur alla helgina með ýmsum upp- ákomum sem leiða saman rit- höfunda, lesendur og útgefendur. Hátíðin var fyrst haldin 1985 að undirlagi Thors Vilhjálmssonar, Einars Braga og Knut Ödegård, þá- verandi forstöðu- manns Norræna hússins. Hátíðin festi sig fljótt í sessi og þykir með þeim mikilvægari í Norður-Evrópu. Fjöldi rithöf- unda, íslenskra og erlendra, taka þátt í hátíðinni en sem fyrr er aðals- merki hennar nálægð lesanda og höfundar. Á föstudag hefst upplestrarkvöld í Iðnó klukk- an 20. Þar lesa höfundar upp á móðurmáli sínu en þýðingar verða fáanlegar. Þau sem fram koma eru: Hermann Stefánsson, Madeline Miller frá Bandaríkjunum, Kim Leine frá Danmörku, Svetl- ana Alexievitch frá Hvíta-Rússlandi, Steve Sem- Sandberg frá Svíþjóð og Hugleikur Dagsson. Í Norræna húsinu verða viðtöl við erlenda höf- unda á milli klukkan 12 og 14 á föstudaginn og á milli klukkan 13 og 15 á laugardaginn. Að kvöldi laugardagsins verður slegið upp Bókaballi Bókmenntahátíðarinnar í Iðnó. Gleðin hefst klukkan 21.30 og Ágústa Eva og hljómsveit Ómars Guðjónssonar leika fyrir dansi. Þarna gefst lesendum tækifæri til þess að dansa við uppáhaldshöfundinn sinn en nándin milli þess sem skrifar og þess sem les verður varla mikið meiri. Anna Marsý segir að sér líði eins og háaldraðri konu þegar hún lendir í röðum á skemmtistöðum. Sama gildir þegar hún sér yngri stelpur í magabolum á djamminu. Ljósmynd/Hari 68 dægurmál Helgin 13.-15. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.