Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 15

Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 15
Við bjóðum góða þjónustu Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Skannaðu kóðann til að sækja Appið. Millifærðu með hraðfærslum í Appinu Þjónusta í gegnum Appið: Hraðfærslur á þekkta viðtakendur Staða reikninga með einum smelli Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Upplýsingar um útibú og hraðbanka Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar á fleiri möguleika Kynntu þér nýja Appið betur á www.islandsbanki.is/farsiminn Veldu hraðfærslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda Veldu eða skráðu inn upphæð Millifærsla framkvæmd! Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka. einn tveir þrír!og... 1.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 5 11 4 2 völlum. „Eigum við ekki að fá okkur ís?“ spyr Sigmundur þegar við ökum af stað. „Það er aldeilis dagur til þess.“ Það er létt yfir honum. „Jú, jú,“ svarar ljósmyndarinn, en ég minni á að við séum tímabundin. Við vindum okkur í pólitíkina og ég spyr Sigmund Davíð hvort honum finnist hafa verið sótt að Framsóknarflokknum úr öllum áttum, eins og hann hefur áður haldið fram. „Það var eitthvað sem við var að búast að aðrir flokkar reyndu að sækja að okkur þegar Framsóknar- flokkurinn bætti við sig svona miklu fylgi og mældist jafnvel stærstur,“ segir hann. „Það getur í sjálfu sér verið eðlilegt ef það er á pólitískum grundvelli en svo hefur ekki alltaf verið og ýmsum brögðum hefur verið beitt. Því hefur verið haldið fram að tillögur okkar séu óraunhæfar og að kostnaðurinn falli allur á ríkið, þetta séu bara töfrabrögð,“ segir hann. Þar á hann meðal annars við gagnrýni Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, á kosningaloforð Fram- sóknarflokksins sem hann hefur sagt að sé „óraunsæ“ og reiknað hefur verið út að kostn- aður við 20 prósenta niðurfellingu lána sé um 240 milljarðar króna og að langstærsti hluti þess, um 130 milljarðar, mundi lenda á ríkis- sjóði vegna Íbúðalánasjóðs. Sigmundur segir að vogunarsjóðirnir svo- kölluðu eigi að taka á sig tapið, vogunarsjóð- irnir sem keyptu kröfur föllnu bankanna á um brot af nafnvirði. Þeir keyptu því eignir gjald- þrota fyrirtækja á mjög miklum afslætti, sem svokallaða áhættufjárfestingu, vitandi að þær innheimtust ef til vill aldrei. „Vogunarsjóð- irnir vissu að aðstæður gerðu það að verkum að ekki væri hægt að hleypa þeim úr landi með allt þetta fjármagn og því væru til staðar höft. Þeim mátti því vera ljóst að það þyrfti að ganga til samninga um niðurfærslu. Má því ekki nýta það svigrúm sem þar skapast til að koma til móts við heimilin sem færa má rök fyrir að hafi í raun fjármagnað þá með því að taka á sig tapið af hruninu með verðtrygg- ingu?“ spyr Sigmundur Davíð. Kunnuglegur málflutningur Málflutningurinn hljómar kunnuglega: Er- lendir kröfuhafar, svokallaðir vogunarsjóðir, einnig nefndir hrægammasjóðir, eiga að endurgreiða íslenskum lánþegum hluta af tap- inu sem hlaust vegna hrunsins. Hver vill það ekki? Og hvers vegna ættum við ekki að trúa Maður sem fer á íslenska kúrinn hlýtur að elska landið sitt meira en við hin sem för- um bara á Atkins og hvað þetta nú heitir allt. því að það sé hægt þegar hann hefur sýnt það áður í IceSave að hann hafi haft rétt fyrir sér? Um IceSave sagði Sigmundur Davíð meðal annars: „Sú ofur- vaxna ábyrgð sem ríkisstjórnin hefur núna fallist á að íslensk heimili og fyrirtæki taki á sig fyrir bresk stjórnvöld og Evrópusambandið fær ekki staðist.“ Reyndar hélt hann því fram að eignir Landsbank- ans væru mun rýrari en raun ber vitni og myndu 500 milljarðar lenda á íslenska ríkinu eftir uppgjör þrotabúsins. Nú hefur hins vegar komið í ljós að slitastjórn Landsbankans metur virði eigna Lands- bankans um 200 milljörðum krónum hærri en sem nemur IceSave skuldinni allri. Í samningunum var ákvæði sem gerði ráð fyrir að ríkið greiddi vextina en í þeim var hins vegar ákvæði um að taka mætti upp samningana ef forsendur þeirra breyttust. Ice- Save var sem sagt stormur í vatnsglasi, við hefðum hugsanlega aldrei þurft að borga krónu úr sjóðum ríkisins. Sigurinn í dómsmálinu var því fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis, Davíð sigraði Golíat. Sig- mundur Davíð gerði þetta að umtalsefni á Alþingi eftir sigurinn í dómsmálinu: „Ísland hefur nú unn- ið fullnaðarsigur með því að standa á rétti sínum. Við höfum fengið uppreist æru, landið sem var beitt hryðjuverkalögum og fjárkúgunum í fram- haldinu. Látum þetta verða til þess að það hvarfli aldrei að okkur annað í framtíðinni en að standa ávallt öll saman þegar kemur að því að verja hags- muni Íslands!“ Íslenski kúrinn og ástin á landinu Það var einmitt þessi tegund orðræðu sem fékk mig til að stinga upp á Þingvöllum sem stað fyrir myndatöku. Síðar komst ég að því að Sigmundur Davíð er einmitt með ljósmynd af Almannagjá á vef sínum, þannig að tilfinning mín var ekki úr lausu lofti gripin. Svo ekki sé minnst á íslenska kúrinn – maður sem fer á íslenska kúrinn hlýtur að elska landið sitt meira en við hin sem förum bara á Atk- ins og hvað þetta nú heitir allt. Ég skildi reyndar aldrei röksemdarfærsluna fyrir þeim kúr og vona að kosningaloforðin séu ekki byggð á sams konar útreikningum. Íslenski kúrinn hans Sigmundar Davíðs hófst í sumarlok 2011. Hann var „alvöru megrunarkúr“ sem fólst í því að borða bara íslenskan mat og byggði á því að „aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þannig að ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á ís- lenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu.“ Þarna ætlaði Sigmundur Davíð í flatan niðurskurð upp á 25 prósent og grennast að sama skapi. Ekkert var minnst á hitaeiningafjölda, nær- ingarinnihald, hlutfall trefja, samsetningu fæðu og þar fram eftir götunum. Eitthvað varð íslenski kúrinn endasleppur. Röksemdafærslan gekk sennilega ekki upp, enda forsendurnar hæpnar - að minnsta kosti minnir Sigmundur Davíð mig aftur á ísinn þegar við erum komin upp á miðja Mosfellsheiði. „Hva', við gleymdum að stoppa og kaupa ís!“ „Já, það er eng- inn tími,“ svara ég. „Þú færð ís þegar myndatakan er búin – ef það verður tími,“ bæti ég við. „Svo er það verðtryggingin og afnám hennar,“ held ég áfram. Um hana vill Sigmundur láta skipa starfshóp sem á að „útfæra tækifærin sem afnám verðtryggingarinnar muni skapa,“ eins og Framhald á næstu opnu viðtal 15 Helgin 5.-7. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.