Fréttatíminn - 05.04.2013, Síða 22
Aldrei fleiri nafnabreytingar
8.730 manns breyttu nafni sínu hjá Þjóð
skrá Íslands á árinu 2012. Nafnabreytingar
hafa aldrei verið fleiri. Algengast er að fólk
breyti föðurnafni og öðrum kenninöfnum
og fleiri en áður kenna sig bæði við föður
og móður. Ríkið hafði 58 milljónir í tekjur
af nafnabreytingum síðasta árs en hver
breyting kostar 6.600 krónur.
Sigurvegari Mottumars látinn
Vilhjálmur Óli Valsson, fyrrverandi
stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgis
gæslunni, lést laugardaginn 30. mars. Hann
hafði barist við krabbamein í vélinda í eitt
ár. Vilhjálmur Óli vakti þjóðarathygli þegar
hann safnaði meira fé en nokkur annar, 1,7
milljónum króna, í söfnun Krabbameins
félags Íslands, Mottumars.
Þriggja ára lést í fjórhjólaslysi
Þriggja ára stúlka lést í fjórhjólaslysi við
Skjöldólfsstaði á Breiðdal á páskadag. Hún
hét Lilja Rán Björnsdóttir og bjó á Egils
stöðum.
Skjálftahrina á Norðurlandi
Yfir 700 skjálftar og skjálftakippir mældust
á Tjörnesbrotabeltinu undan Norðurlandi
frá mánudegi og fram á miðvikudag. Þar
af mældust 80 skjálftar stærri en 3 en sá
stærsti mældist 4,7 og varð á þriðjudag.
Sérfræðingar segja að svona hrinur geti
staðið vikum saman á þessum slóðum.
10% kjósenda undir þrítugu
styðja Pírata
Um fjórðungur þeirra sem kusu Sjálf
stæðisflokkinn árið 2009 ætlar nú að kjósa
Framsóknarflokkinn, samkvæmt könnun
Capacent. Samfylkingin er stærsti flokkurinn
meðal háskólamenntaðra og Sjálfstæðis
flokkurinn sá næststærsti. Píratar sem
mælast með 4,4% fylgi njóta 10% stuðnings
meðal kjósenda undir þrítugu.
Aldrei grunaði mig þann hrylling sem hún bjó við
Of margir þjást í þögninni
V ið kynntumst á leik-skóla. Vorum saman á Hólaborg, litlar telpur
sem hefðum aldrei átt að þurfa
að hugsa um annað en hver
fengi næst að leika með fjólubláa
Pony-hestinn og hvort
við fengjum snúð í kaffi-
tímanum. Þegar leik-
skólanum lauk fórum
við báðar í Hólabrekku-
skóla. Meðfram því að
læra lestur og skrift þá
nýttum við frístundirnar
í að príla upp á bílskúra
og skipuleggja lautar-
ferðir í hverfinu. Ég var
aldrei mikið heima hjá
henni, það var frekar
að hún kæmi heim til
mín að leika. Ég velti
því aldrei fyrir mér af
hverju hún vildi ekki
vera heima hjá sér.
Við vorum sex, kannski sjö
ára gamlar, þegar við ákváðum
að eyða skólafríinu heima hjá
mér og hún sagði mömmu minni
að hún hefði látið foreldra sína
vita af því. Dagurinn leið eins
og hver annar og var að kvöldi
kominn þegar síminn hringdi.
Mamma vinkonu minnar var í
símanum, frávita af hræðslu.
Hún hafði farið út úr bænum
þessa helgina en dóttir hennar
átt að vera með pabba sínum.
Pabbinn hafði hins vegar ekki
haft minnstu hugmynd um hvað
varð af barninu og endaði á því
að kalla út lögregluna til að leita
hennar. Ég velti því aldrei fyrir
mér af hverju vinkona mín hafði
ekki látið pabba sinn vita hvert
hún ætlaði að fara. Þetta hlaut
bara að vera misskilningur.
Ég flutti skömmu síðar úr
Breiðholtinu og við vinkonurnar
misstum allt samband. Það var
ekki fyrr en við rákumst hvor á
aðra á bar, báðar orðnar ríflega
tvítugar. Eftir aðeins of marga
bjóra rifjaði hún upp söguna af
því þegar hún „týndist“ og lög-
reglan var kölluð út til að leita að
henni. Hún sagði mér að pabbi
sinn hefði verið vondur við hana,
hann hefði meitt hana og vanvirt
hennar einkastaði. Það var þess
vegna sem hún flúði. Þess vegna
vildi hún ekki að hann vissi
hvert hún fór því hún vissi ein-
faldlega ekkert verra en að vera
ein heima með pabba sínum.
Mamma mín tók andköf þegar
ég sagði henni sannleikann um
týndu vinkonu mína. Hana hafði
aldrei grunað neitt þessu líkt.
Henni fannst stúlkan jú stundum
vera vannærð og illa hirt, en
gerði sitt til að gefa henni góðan
mat, ástúð og hlýju. Raunveru-
leikinn hvarflaði ekki að nokkru
okkar. Stundum er það samt ein-
mitt þannig. Einn af þínum bestu
vinum getur lumað á leyndar-
máli sem hann þorir ekki að
segja neinum frá og reynir allt til
að halda leyndu. Líttu þér nær.
Þeir eru allt of margir sem þjást
enn í þögninni.
Vikan í tölum
40.000
manns skemmtu sér á skíðasvæðum
landsins um páskahelgina.
Baráttugleði
í Gamla bíói laugardaginn 6. apríl kl. 15
Allir hjartanlega velkomnir
Öruggt og gott samfélag Nánar á xs.is
Það verður rífandi Samfylkingarstemning í
Gamla bíói laugardaginn 6. apríl kl. 15.
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona kynnir og hefur þau
Barböru trúð og Smára með í för. Söngleikjastjarnan Valgerður Guðnadóttir
syngur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Gleðigjafinn Svavar Knútur mætir
líka með kassagítarinn og sína hljómþýðu rödd. Að vanda verður tekið sérstaklega
vel á móti yngri kynslóðinni í barnahorni Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, Katrín
Júlíusdóttir, Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir og Árni Páll Árnason
fara yfir baráttumálin okkar eins
og þeim er einum lagið.
Opið hús í kosningamiðstöð jafnaðarmanna Laugavegi 18b að lokinni dagskránni
í Gamla bíói. Ljúfar veitingar og uppbyggilegar samræður í boði.
Samfylkingin í Reykjavík og Kraganum
Erla
Hlynsdóttir
erla@
fret ta timinn.is
sjónarhóll
40
ár eru liðin
síðan hringt
var úr farsíma
í fyrsta skipti.
3
þekktar hótelkeðjur skoða nú að
reisa lúxushótel við hlið Hörpu.
Þær eru Sheraton, Westin og Le
Méridien.
18.537.255
lítrar af áfengi voru seldir í
Vínbúðunum á síðasta ári.
Salan jókst um 0,54 prósent
frá árinu áður.
18
handrit bárust dómnefnd
Íslensku barnabókaverð
launanna sem Forlagið veitir.
Ekkert þeirra þótti verð
launanna vert og því verða
verðlaunin ekki veitt í ár.
Þetta er í þriðja sinn frá árinu
1986 sem ekkert handrit
stenst kröfur dómnefndar.
80
milljónir króna krefur Pálmi
Haraldsson, oft kenndur
við Fons, þrotabú Glitnis
um vegna málaferla slita
stjórnar Glitnis á hendur
honum í New York.
22 fréttir Helgin 5.-7. apríl 2013 vikunnar