Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Side 26

Fréttatíminn - 05.04.2013, Side 26
sagði Haukur þegar Fréttatíminn náði tali af honum í matartím- anum. Vinnan sem Haukur vinnur er ekki auðveld. „Ég er í sögun og borun. Það er náttúrlega erfitt að vera á sleggjunni. Á ekki bara að kalla þetta þrælavinnu? Voru ekki þrælarnir látnir í það? Að brjóta grjót með sleggju? Satt best að segja finn ég nú andskoti lítinn mun á mér síðan ég var fimmtugur og ég hugsa nú að það sé mikið til gingsenginu að þakka. Ég er búinn að taka það í örugglega meira en 25 ár,“ segir Haukur sem er síður en svo af baki dottinn. „Ég er að hugsa um að hætta að vinna þegar ég verð 95 ára. Ætla í það minnsta að sjá til bara og lofa engu. Ef ég verð enn jafnsprækur og ég er í dag þá held ég áfram“, segir sá gamli sem lætur verkin tala. „Þú getur ekkert valið um það hvort þú ætlir að vinna einn tíma eða tvo, þú heldur bara áfram í verkinu þangað til það er búið. En ég viðurkenni það náttúrlega að maður er þreyttur eftir fjórtán til sextán tíma vinnu á dag. Að standa í lappirnar frá klukkan hálf sjö til tíu, ellefu, tólf á kvöldin. Ég hugsa nú bara að ungir menn væru þreyttir eftir þetta líka. Hvað þá gamlingi eins og ég. En ég segi það ekki að ég held ég megi nú þakka gingsenginu mikið að ég er eins og ég er í dag. Þetta er töfralyf og eykur hormónana og ég finn mikinn mun. Ég hætti að taka þetta á tímabili og fann alveg að mér hrakaði þannig að ég byrjaði snarlega að taka þetta aftur og held því bara áfram. En fólk þarf ekkert að halda að það geti bara tekið þetta inn og orðið gott dag- inn eftir. Nei, nei. Þetta virkar ekki svoleiðis. Það er langtíma virkni í þessu.“ Barnalánið hefur elt Hauk á röndum en hann á tíu börn með fimm konum. „Það var meiri lífs- orka í mér á árum áður og ég er nú ekki alveg eins sprækur í seinni tíð en ég hefði sjálfsagt eignast fleiri börn ef ég hefði byrjað að nota gingsengið fyrr. Ég eignaðist börnin með fimm konum en þær dóu hver á eftir annarri, úr krabba bara. Þær dóu alveg þrjár í röð frá börnunum, bless- aðar. En ég er lifandi enn, börnin eru tíu og hann er enn uppi,“ segir Haukur og hlær. „Og ef hann fer niður þá er al- veg eins hægt að kveðja lífið.“ Ofurtrú Hauks á gingsengið frá Kóreu er óbilandi og hann segist þess fullviss að það sé ekki sama hvaða tegund af náttúrulyfinu fólk noti. „Konan keypti einu sinni aðra tegund í misgripum og ég fann fljótt mun og var ekki jafn sprækur þannig að ég henti því. Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhver eftirlíking enda var þetta nú eitthvað aðeins billegra.“ Haukur starfar meðal annar sem undirverktaki hjá Hilti og vinnur við framkvæmdirnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann leggur af stað úr bænum klukkan sex á morgnana en vinna hefst klukkan átta og stendur til tíu á kvöldin. Haukur var nýlega valinn starfs- maður mánaðarins hjá Hilti fyrir eljuna og kappsemina og hann seg- ir að sér yngri menn hjá fyrirtæk- inu hafi í kjölfarið farið að dæmi hans og séu byrjaðir að úða í sig eðal gingsengi frá Kóreu. Þórarinn Þórarinson toti@frettatiminn.is Ég er að hugsa um að hætta að vinna þegar ég verð 95 ára. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 17. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Aðalfundur VR Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Innborgun í VR varasjóð Haukur Sigurjónsson vinnur erfiðisvinnu dagana langa þótt hann sé orðinn 82 ára gamall. Kraftinn telur hann sig fá frá Rauðu eðal gingsengi sem hann hefur notað í aldarfjóðrung. Ljósmynd/Hari H aukur Sigurjónsson rekur fyrirtækið Sögun og borun og starfar sem undirverktaki fyrir byggingafyrirtæki. Hann vaknar fyrir allar aldir og djöflast í byggingavinnu fram á kvöld alla daga vikunnar nema sunnudaga og treystir sér til þess að halda þessu áfram í það minnst þangað til hann verður 95 ára. Orkuna þakkar hann gingsengi frá Kór- eu sem hann hefur tekið inn í rúman aldarfjórðung. „Tjah, ætli ég vinni ekki svona fjórtán, fimmtán tíma á dag. Ég hugsa nú að ég geti þetta ekki síst vegna þess að ég nota mikið Rautt eðal gingseng,“ Djöflast á sleggjunni dagana langa Verktakinn Haukur Sigurjónsson lætur ekki háan aldur aftra sér frá því að vinna erfiðis- vinnu og langa vinnudaga. Karlinn er tápmikill og hress og vill þakka orkuna Rauðu eðal gingsengi sem hann hefur neytt í einn 25 ár eða svo. Hann á tíu börn með fimm konum og vill ekki útiloka að börnin hefðu orðið enn fleiri ef hann hefði byrjað fyrr að nota gingseng. 26 viðtal Helgin 5.-7. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.