Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 30

Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 30
K ristín Einarsdóttir, kennari í Krika-skóla í Mosfellsbæ, hefur þróað sína eigin kennsluaðferð sem kallast Leik- ur að læra. Í aðferð Kristínar felst að þriggja til níu ára börnum eru kennd bóknámsfög með hreyfingu á líflegan hátt. „Á milli þess sem börnin eru að hugsa eða læra eru þau að hreyfa sig,“ segir Kristín og útskýrir þá náms- leiki sem hún hefur þróað. Nemendur æfa sig til að mynda í talnaskiln- ingi þannig að kennarinn segir einhverja tölu. Þá fá börnin fyrirmæli um að fara frá sínum stað samkvæmt þeim ferðamáta sem kennarinn hefur ákveðið, til dæmis hopp- andi á öðrum fæti, skríðandi eða gangandi kóngulóargang. Svo eiga nemendurnir að fara og sækja smáhluti, jafn marga og talan sem kennarinn ákvað. Þegar því er lokið fá börnin fyrirmæli um að sækja kubb sem táknar þessa tilteknu tölu. Þannig ná börnin að tengja fjölda smáhlutanna við tölutáknið. Slíkur leikur getur hentað börnum allt niður í þriggja ára. Til að byrja með nota þau yngstu aðeins tölurnar 1 til 3 en þau eldri æfa sig með tugum. Kristín segir margar rannsóknir á heilastarfsemi barna hafa sýnt að þegar börn læra með skynjun sinni á umhverfinu varðveitist þekkingin betur. Kristín segir einnig gott að byrja snemma að kenna börnum tölur og bókstafi því þá sjáist fyrr hverjir geta átt í erfiðleikum svo hægt sé að veita þeim stuðning strax. Með aðferðinni þjálfa nemendur bæði færni sína í fyrr- nefndum bóknámsgreinum og að auki gróf- og fínhreyfingar, einbeitingu, samhæfingu, samvinnu, jafnvægi og styrk. Kristín vinnur nú að gerð stærðfræðipakka fyrir kennara sem mun innihalda tíu æfingar og allt sem til þarf í hreyfileikina og hefur hún að undanförnu haldið námskeið fyrir kennara og leið- beinendur þar sem hún kynnir kennsluaðferðir sínar sem hafa hlotið góðar viðtökur. Kristín hefur þróað kennsluaðferðina frá árinu 1995 þegar hún útskrifaðist sem íþróttakennari en í loka- verkefni sínu bjó hún til kasettu með líkamsæfingum og slökun sem kennarar geta notað til að brjóta upp kennslustundir. Það efni er nú fáanlegt á geisladiski. Síðar lauk Kristín grunnskóla- kennaranámi og nýtir því íþróttakennaranámið við kennslu á bóknámi. Þegar Kristín hóf störf sem kennari í Lágafellsskóla árið 2005 var hver kennslustund 60 mínútur. „Eftir fyrstu 40 mínúturnar voru börnin orðin leið. Þá náði ég í græjurnar í íþróttasalnum og fór að búa til þetta, leikur að læra, með börn- unum. Þá fór ég að búa til æfingar og skrifa niður og nota aftur og börnunum fannst þetta gaman,“ segir Kristín Yngstu börnin byrja að læra liti og form með aðferð Kristínar og þau eldri einnig bókstafi, hljóð, tölur og talnaskilning. Næsta haust stendur til að bæta við byrjendakennslu í ensku. „Þegar ég fór að kenna yngri krökkunum þá sá ég hvað þau eru miklir svampar. Svo sér maður tveggja ára krakka með iPad til dæmis. Þau geta farið í leik, geta hætt í leik og farið svo í annan leik. Það fær mann til að hugsa hvort við séum örugglega að gera okkar besta. Gætum við verið að kenna þeim meira?“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is NORÐURKRILL Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. P R E N T U N .IS Betri einbeiting og betri líðan Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn, þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega. Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað. Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill. Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta. Jóhanna S. Hannesdóttir, þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is „Ég vil frekar kenna fag en bók og sömuleiðis frekar eftir markmiðum en tiltekna blaðsíðu“, segir Kristín Einarsdóttir grunn- skólakennari sem hefur þróað kennsluaðferðina Leikur að læra sem byggist á því að börn læra hefðbundin bóknámsfög með hreyfileikjum. Læra stærðfræði með köngulóargangi „Eftir fyrstu 40 mínúturnar voru börnin orðin leið. Þá náði ég í græjurnar í íþróttasalnum og fór að búa til þetta, Leikur að læra, með börnunum,“ segir Kristín Einarsdóttir kennari. Kristín Einarsdóttir Gætum við verið að kenna þeim meira? 30 viðtal Helgin 5.-7. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.