Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 36
• 2 ½ dl gróft spelt
• 2 ½ dl fínt spelt
• 1 dl sesamfræ
• 1 dl sólblómafræ
• 1 dl kókosmjöl
• 1 dl saxaðar hnetur
• 1 msk vínsteinslyftiduft
• ½ tsk salt
• 2 -3 msk hunang
• 2-2 ½ dl sjóðandi vatn
• 1 msk sítrónusafi
Hitið ofninn í 180°C, blandið
þurrefnunum saman í skál
+ hunang, hellið vatni og
sítrónu safa útí og hrærið þessu
saman, skiptið í tvennt, setjið
í tvö meðalstór smurð form
eða eitt í stærra lagi. Bakið
við 180°C í um 30 mín , takið
brauðið úr forminu og haldið
áfram að baka í 10 mínútur.
glo.is
Gló-brauðið sívinsæla
Hollt og gott hörfræjakex
H örfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og hjálpa til við meltingu. Hörfræ eru einnig mikilvæg í baráttunni við að
sporna gegn krabbameini til dæmis í blöðruháls-
kirtli. Hörfræ eru líka stútfull af Omega 3 fitusýrum
sem eru milvægar fyrir bein okkar, hjarta sem og til
að sporna gegn of háum blóðþrýstingi (sérstaklega
hjá karlmönnum). Fyrir konur á breytingaskeiðinu
eru hörfræ gagnleg til að hamla gegn hitakófum.
Þessar kexkökur eru frábærar í stað hefðbundinna
brauðsneiða og eru kjörin tilbreyting þegar mann
langar í eitthvað hollt en gott og saðsamt.
Hörfræjakex
Gerir um 40-45 kexkökur
Innihald
• 180 g hörfræ
• 65 ml tamarisósa
• 3-4 tsk krydd t.d. steinselja,
paprika, karrí
• 4-6 msk lífrænt framleidd
tómatsósa
• 4 msk vatn (gæti þurft meira
eða minna)
Aðferð
Setjið 60 g af hörfræjunum í
matvinnsluvél eða blandara og
malið fínt án þess að fræin verði
olíukennd. Það ætti að vera nóg
að blanda í um 15 sekúndur.
Setjið í skál.
Bætið ómöluðu hörfræjunum
(120 gr) og kryddinu út í skálina
og hrærið vel.
Bætið tamarisósunni og
tómatsósunni saman við og
hrærið vel.
Ef blandan virkar þurr getið
þið sett vatnið út í. Hún á að
vera þannig að hægt sé að
smyrja henni gróflega en ekki
þannig að hún brotni í sundur.
Setjið bökunarpappír í botninn
á 40 x 44 cm bökunarplötu (eða
um það bil).
Hellið öllu úr skálinni ofan
á plötuna og þrýstið með
höndunum vel ofan á blönduna
þannig að hún verði jafnþunn
alls staðar og nái eins vel út
í kantana og þið getið. Kexið
ætti að verða um 1 mm á þykkt
eða svo.
Bakið við 160°C í um 20
mínútur.
Látið kólna í ofninum og skerið
svo í bita.
Gott að hafa í huga
Athugið að aðeins mylst af
köntunum af kexinu en safnið
því bara saman í dós og notið í
næsta skammt eða molið það
niður sem krydd út á salat.
Kexið er gott með t.d. osti,
smurosti, grænmetiskæfu, tún-
fisksalati o.fl.
Cafesigrun.com
36 matur Helgin 5.-7. apríl 2013
Ferðir við allra hæfi
Skráðu þig inn – drífðu þig út
www.fi.is
Ferðafélag Íslands
Brúðkaupsblað
Fallegt sérblað um brúðkaup fylgir Fréttatímanum 19. apríl.
Í blaðinu verður fjallað á skemmtilegan og áhugaverðan máta
um allt mögulegt tengt brúðkaupinu.
Hafið samband við Kristi Jo Jóhannsdóttir í síma 531 3307 eða sendið
póst á netfangið kristijo@frettatiminn.is og fáið nánari upplýsingar.
19.
Apríl