Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 36
• 2 ½ dl gróft spelt • 2 ½ dl fínt spelt • 1 dl sesamfræ • 1 dl sólblómafræ • 1 dl kókosmjöl • 1 dl saxaðar hnetur • 1 msk vínsteinslyftiduft • ½ tsk salt • 2 -3 msk hunang • 2-2 ½ dl sjóðandi vatn • 1 msk sítrónusafi Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál + hunang, hellið vatni og sítrónu safa útí og hrærið þessu saman, skiptið í tvennt, setjið í tvö meðalstór smurð form eða eitt í stærra lagi. Bakið við 180°C í um 30 mín , takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mínútur. glo.is Gló-brauðið sívinsæla Hollt og gott hörfræjakex H örfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og hjálpa til við meltingu. Hörfræ eru einnig mikilvæg í baráttunni við að sporna gegn krabbameini til dæmis í blöðruháls- kirtli. Hörfræ eru líka stútfull af Omega 3 fitusýrum sem eru milvægar fyrir bein okkar, hjarta sem og til að sporna gegn of háum blóðþrýstingi (sérstaklega hjá karlmönnum). Fyrir konur á breytingaskeiðinu eru hörfræ gagnleg til að hamla gegn hitakófum. Þessar kexkökur eru frábærar í stað hefðbundinna brauðsneiða og eru kjörin tilbreyting þegar mann langar í eitthvað hollt en gott og saðsamt. Hörfræjakex Gerir um 40-45 kexkökur Innihald • 180 g hörfræ • 65 ml tamarisósa • 3-4 tsk krydd t.d. steinselja, paprika, karrí • 4-6 msk lífrænt framleidd tómatsósa • 4 msk vatn (gæti þurft meira eða minna) Aðferð Setjið 60 g af hörfræjunum í matvinnsluvél eða blandara og malið fínt án þess að fræin verði olíukennd. Það ætti að vera nóg að blanda í um 15 sekúndur. Setjið í skál. Bætið ómöluðu hörfræjunum (120 gr) og kryddinu út í skálina og hrærið vel. Bætið tamarisósunni og tómatsósunni saman við og hrærið vel. Ef blandan virkar þurr getið þið sett vatnið út í. Hún á að vera þannig að hægt sé að smyrja henni gróflega en ekki þannig að hún brotni í sundur. Setjið bökunarpappír í botninn á 40 x 44 cm bökunarplötu (eða um það bil). Hellið öllu úr skálinni ofan á plötuna og þrýstið með höndunum vel ofan á blönduna þannig að hún verði jafnþunn alls staðar og nái eins vel út í kantana og þið getið. Kexið ætti að verða um 1 mm á þykkt eða svo. Bakið við 160°C í um 20 mínútur. Látið kólna í ofninum og skerið svo í bita. Gott að hafa í huga Athugið að aðeins mylst af köntunum af kexinu en safnið því bara saman í dós og notið í næsta skammt eða molið það niður sem krydd út á salat. Kexið er gott með t.d. osti, smurosti, grænmetiskæfu, tún- fisksalati o.fl. Cafesigrun.com 36 matur Helgin 5.-7. apríl 2013 Ferðir við allra hæfi Skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is Ferðafélag Íslands Brúðkaupsblað Fallegt sérblað um brúðkaup fylgir Fréttatímanum 19. apríl. Í blaðinu verður fjallað á skemmtilegan og áhugaverðan máta um allt mögulegt tengt brúðkaupinu. Hafið samband við Kristi Jo Jóhannsdóttir í síma 531 3307 eða sendið póst á netfangið kristijo@frettatiminn.is og fáið nánari upplýsingar. 19. Apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.