Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 54

Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 54
54 bíó Helgin 5.-7. apríl 2013 Steven Soder- bergh varð fimm- tugur í ársbyrjun og segist ætla að láta hér staðar numið eftir 25 farsæl ár.  Side effectS SíðaSta bíómynd SoderbergS S teven Soderbergh hefur lýst því yfir að hann sé hættur að gera kvikmyndir og ætli að snúa sér að listmálun og jafn- vel leikhúsi. Sé þetta raunin er Side Effects síðasta bíómyndin sem hann gerir á glæstum ferli sínum en auk þess á hann eftir að frum- sýna Behind the Candelabra, ævisögu píanó- leikarans og söngvarans Liberace, sem hann gerði fyrir HBO-kapalstjónvarpsstöðina. Einhver möguleiki er á því að hann frumsýni Behind the Candelabra á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor en annars stóð til að sýna hana einungis á HBO. Soderbergh hringlaði nokkuð með titil myndarinnar en á vinnslustigi gekk hún ým- ist undir nafninu Side Effects eða Bitter Pill þar til það fyrrnefnda varð ofan á. Myndin segir frá hremmingum ungrar konu, Emily Hawkins, sem þjáist af kvíða og þunglyndi. Aðallega vegna þess að eiginmaður hennar er við það að losna úr fangelsi. Rooney Mara, sem var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á tölvuhakkaranum herskáa Lis- beth Salander í The Girl With the Dragon Tattoo, leikur Emily. Channing Tatum leikur eiginmanninn en Jude Law er í hlutverki læknis sem ávísar á hana geðlyfjum sem eiga eftir að hafa alvarlegar aukaverkanir. Þá kemur Catherine Zeta-Jones einnig við sögu í hlutverki læknis. Steven Soderbergh varð fimmtugur í ársbyrjun og segist ætla að láta hér staðar numið eftir eftir 25 farsæl ár en hann vakti fyrst verulega athygli með Sex, Lies, and Videotape. Hann hlaut Gullpálmann fyrir myndina sem hann gerði þegar hann var 25 ára gamall en myndin markaði einnig upphaf ferils leikarans James Spader. Soderbergh er einn fjölhæfasti leikstjórinn sem starfað hefur í Hollywood í seinni tíð og eftir hann liggja myndir eins og Traffic, Out of Sight, Ocean's Eleven, Twelve og Thir- teen, Erin Brockovich, Che Part I og Part II og Solaris. Þá rak hann framleiðslufyrir- tækið Sector Eight með George Clooney og framleiddu þeir meðal annars Insomnia, Far from Heaven, Syriana og Michael Clayton. Soderbergh er hefur til margra ára starfað sem klippari og myndatökumaður að sínum eigin myndum undir dulnöfnunum Mary Ann Bernard og Peter Andrews. Ákvörðun Soderberghs að hætta kvik- myndagerð er því töluvert áfall fyrir kvik- myndaáhugafólk og fráhvarfseinkennin verða líklega talsverð, fari svo að hann standi við stóru orðin. Aðrir miðlar: Imdb: 7,4, Rotten Tomatoes: 85%, Metacritic: 75% Spennumyndin Side Effects er nýjasta og því miður síðasta mynd leikstjórans Stevens Soder- bergh, að því gefnu að hann standi við stóru orðin og sé hættur að gera bíómyndir. Soderbergh á að baki glæstan feril en hann vakti fyrst athygli með Sex, Lies, and Videotape fyrir 24 árum. Hann kveður hér með stæl í spennumynd sem hefur fengið prýðilega dóma og skartar Rooney Mara, Jude Law, Catherine Zeta-Jones og Channing Tatum í aðalhlutverkum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Mikil hætta á fráhvörfum Rooney Mara og Channing Tatum leika hjón sem lenda í miklum vandræðum þegar lyf sem frúin tekur hafa alvarlegar aukaverkanir. Þéttur hópur í ham Bruce Willis, Dwayne Johnson og Channing Tatum láta til sín taka í framhaldsmyndinni G.I. Joe: Retaliation 3D sem er frumsýnd um helgina. Að þessu sinni lenda liðsmenn G.I. Joe sérsveitarinnar í átökum við Zartan, Storm Shadow og Firefly, sem þjóna öll Cobra-leiðtoganum. Zartan gerir út af við flesta úr hópnum en þeir sem eftir lifa ætla ekki að láta Zartan komast upp með neina stæla, þjappa sér saman og bjóða honum birginn, enda eins gott þar sem framtíð heims- byggðarinnar er undir. Aðrir miðlar: Imdb: 6,4, Rotten Tomatoes: 29%, Me- tacritic: 43%  frumSýnd bítnikkar í bíó Á vegum úti Rithöfundurinn og ljóðskáld- ið Jack Kérouac var ásamt mönnum á borð við William S. Burroughs og Allen Ginsberg einn höfuðpáfi bítnkikkanna í bandarískum bókmenntum sem ruddu hippahreyfingunni braut með verkum sínum. On the Road er þekktasta verk Kérouacs en hefur ekki verið kvikmynduð áður enda ekki talin sérstaklega heppileg til kvikmyndaaðlögunar. Leik- stjórinn Walters Salles réð- ist þó í verkið en hann hefur áður verið á vegum úti í kvik- myndum en hann gerði fyrir nokkrum árum hina stórgóðu The Motorcycle Diaries um ferðalag Che Guevara um Suð- ur-Ameríku þegar hann var 23 ára gamall. On the Road fjallar um rit- höfundinn Sal Paradise, sem kemst í kynni við hinn heillandi Dean Moriarty og kærustu hans Marylou. Ung- mennin þrjú þyrstir í frelsi og halda af stað í leit að heimin- um, hinu ókunna og sjálfum sér og á því flerðalagi gengur á ýmsu. Sal Paradise er einhvers konar útgáfa Kérouacs af sjálfum sér en hann lést 47 ára gamall af völdum langvarandi ofneyslu áfengis. Sam Riley, Garrett Hedlund og Kristen Stewart leika þríeykið unga og ævintýragjarna. On the Road hefur komið út í íslenskri þýðingu Ólafs Gunn- arssonar, rithöfundar, undir titlinum Á vegum úti. Sal og Dean halda út í óviss- una og á vit ævintýranna í On the Road. Hörkutól láta til sín taka í G.I. Joe: Retaliation  frumSýnd g.i. Joe: retaliation Viðhald húsa Fréttatíminn gefur út blað um viðhald húsa í samvinnu við Húseigendafélagið 12 apríl. Þetta er einstakt tækifæri fyrir ykkur að ná til þeirra sem hyggja á endurbætur, með auglýsingu eða kynningu á starfsemi ykkar í vönduðu blaði sem unnið er af fagmönnum. Hafið samband við Baldvin Jónsson í síma 531 3311 eða sendið honum póst á netfangið baldvin@frettatiminn.is og fáið nánari upplýsingar. 12. Apríl MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS n MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS MEÐLIMUR Í “Þú hefur aldrei séð slíkar svipmyndir áður... Myndin á skilið sýningu og upplifun áhorfenda á hvíta tjaldinu” – Robert Redford

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.