Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 62

Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 62
Bókin Lág kolvetna lífsstíllinn, eftir Gunnar Má Sigfússon, líkamsræktarþjálfara seldist hratt upp hjá útgefanda og ný prentun er ekki væntanleg fyrr en um miðjan mánuðinn. Áhugi fólks á því að skera niður kolvetni í fæðu sinni virðist mikill um þessar mundir en það er ekki nóg með að bókin hafi rokselst heldur er skortur á helstu hráefnum sem notuð eru í mataruppskriftirnar í bókinni. Sirrý Svöludóttir, hjá Yggdrasil sem meðal annars flytur inn hollustufæðið sem mælt er með í bókinni, segist varla anna eftirspurn eftir hráefninu sem Gunnar mælir með í bók sinni. Í gær var nánast slegist um sumt af þessu í versluninni og að sögn Sirrýjar seldist pöntun sem áætlað var að myndi duga í þrjár vikur upp á sólarhring. Þær vörur sem njóta mestra vinsælda eru meðal annars möndlumjölk, kókoshveiti, Lífræn kókoshnetuolía frá Himneskri Hollustu og erythriol sætuefni sem er kaloríu- og sykurlaust. Hjá Yggrdrasil var brugðist snarlega við þessum skyndilega skorti og eftirsóttustu vörutegundirnar eru væntanlegar á næstu dögum. Gunnar Már, höfundur bókarinnar, er ötull talsmaður þess að fólk temji sér kolvetnaskertan lífsstíl og tilfærir í bókinni fjölda uppskrifta að réttum sem uppfylla kröfur hans og virðast hafa fallið í vægast sagt frjóan jarðveg.  TónlisT inga María HjarTardóTTir Frá FjölbrauT í berklee College oF MusiC Heldur ein á vit ævintýranna í Boston Inga María Hjartardóttir er Skagastelpa í húð og hár. Hún er að ljúka námi af félagsfræðibraut Fjölbrautarskóla Vest- urlands í vor. Tónlistin á hug hennar all- an og í haust heldur hún á vit ævintýr- anna í Boston í Bandaríkjunum þar sem hún hefur fengið inni í Berklee College Of Music en hún var valin úr hópi 7000 sem sóttu um nám á þessu ári. „Ég held sennilega að þessi skóli sé með bestu jass/popp söngdeild í heimi,“ segir Inga María sem er að vonum í skýjunum. „Ég stefndi alltaf á að fara í skóla í Svíþjóð vegna þess að ég bjó þar í tvö ár fyrir nokkrum árum en fann ekkert þar sem hentaði mér nógu vel.“ Ingu Maríu var síðan bent á Berklee og að vandlega athuguðu máli sá hún ekki fram á að finna annars staðar nám sem hentaði henni jafn vel. Hún sótti því um á netinu og var boðuð í viðtal fljótlega eftir það. „Mér leist nú ekki alveg á þetta í fyrstu og fannst þetta svolítið stórt og ógnvekjandi en ákvað síðan að láta slag standa vegna þess að ég fann ekkert annað sem mér fannst jafn flott og þessi skóli.“ Inga María tók síðan saman tóndæmi með því besta sem hún hefur sungið og samið sjálf og mætti í prufuna sem hún fékk að taka í London þar sem flugið þangað er styttra og ódýrara en til Boston. „Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Þau hrósuðu mér fyrir að vera vel undirbúin,“ segir Inga María sem var eini Íslendingurinn í prufunum í London. „Ég fékk smá kast um daginn yfir því að vera að fara ein út, bara nítján ára, en ég fæ að öllum líkindum pláss á heimavistinni þarna og fæ mikinn stuðning hérna heima og allir eru svo spenntir fyrir mína hönd. Þannig að þetta er bara ótrúlega gaman og ég er mjög þakklát. Ég kvíði þessu ekkert núna og er bara ótrúlega spennt.“ -þþ Inga María ætlar að taka tónlistarflutning sem aðalfag í Berklee og stefnir að því að lifa á tónlistinni í framtíðinni. Christopher Nolan var hérna á okkar vegum yfir páskana en meira get ég ekki sagt.  bíó CHrisTopHer nolan skoðaði TökusTaði uM páskana Ísland í sigti enn einnar stórmyndar Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Christopher Nolan var á Íslandi ásamt félögum sínum um páskana í leit að tökustöðum fyrir næstu mynd sína, Interstellar. Nolan hefur góða reynslu af Íslandi eftir að hann tók hér upp atriði fyrir Batman Begins og ef hann ákveður að starfa aftur á Íslandi eru góðar líkur á að stórstjörnustraumurinn hingað haldi áfram þar sem Matthew McConaughey hefur verið ráðinn í aðalhlutverkið í Interstellar. k vikmyndaleikstjórinn Christop-her Nolan eyddi páskunum á Ís-landi, ásamt nokkrum samstarfs- mönnum sínum, en þeir voru hér til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir næstu stórmynd Nolans, vísindaskáldskapinn Inter- stellar. „Já, Christopher Nolan var hérna á okkar vegum yfir páskana en meira get ég ekki sagt,“ segir Árni Björn Helgason, fram- kvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm. Samkvæmt Internet Movie Database er Nolan byrjaður á forvinnu fyrir vísindaskáldskapinn Interstellar og því ljóst að hann sér fyrir sér að ís- lenskt landslag geti hentað sýn sinni á myndina sem gerð er eftir skáldsögu eðlis- fræðingsins Kip Thorne. Nolan hefur góða reynslu af Íslandi sem tökustað en hann tók upp atriði fyrir Batman Begins á Svínadalsjökli 2004. Sagafilm þjónustaði Nolan þá og það samstarf heldur nú áfram. Interstellar er ekta vísinda- skáld- skapur enda byggir hún á kenningum Kip Thorne um ormagöng sem bjóða upp á flakk í tíma og rúmi og annað sem ekki verður útskýrt í stuttu máli. Thorne er enginn smákarl í þessum fræðum enda góður félagi ekki ómerkari spekinga en Stephen Hawking and Carl Sagan. Nolan á, auk hins vinsæla Batman-þrí- leiks, að baki magnaðar myndir eins og Inception og Memento og engin hætta er á að Interstellar verði smærri í sniðum en þær stórmyndir þar sem sjálfur Steven Spielberg ætlaði sér lengi vel að gera hana. Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en nú hefur fengist staðfest að leikarinn Matthew McConaughey hafi verið ráðinn í aðalhlutverkið. McConaughey hefur bæði leikið í rómatískum gamanmyndum með til dæmis Jennifer Lopez, Jennifer Garner og Sarah Jessica Parker og tekist á við al- varlegri hlutverk og fór nú síðast á kostum í Killer Joe eftir William Friedkin. Finni Nolan finnur það sem hann er að leita að á Íslandi bætist McConaughey líklega í þann stjörnufans sem hefur komið til Íslands til þess að leika í stórmyndum á undanförnum misserum. Og þar sem Nolan hefur áður unnið hérna og lands- lagið hérna virðist geta brúað bilið milli fortíðar og fjarlægrar framtíðar hlýtur að vera nokkur ástæða til bjart- sýni í þessum efnum en í fyrra voru tekin upp atriði á Íslandi fyrir bíblíusögumyndina Noah og framtíð- arspennumynd- ina Oblivion, með Tom Cruise, sem verður frumsýnd hérna í næstu viku. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Matthew McConaughey fer með aðalhlutverkið í Interstellar og gæti því ef allt gengur upp verið á leið til Íslands. Ljósmynd/ NordicPhotos/ Getty Christopher Nolan ásamt leikurunum Michael Caine og Joseph Gordon- Levitt sem léku bæði í The Dark Knight Rises og Inception. Þar sem Nolan er gjarn á að vinna með sömu leikurunum er ekki loku fyrir það skotið að annar hvor þeirra eigi eftir að sækja Ísland heim með leikstjóranum. Ljós- mynd//NordicPhotos/ Getty Kitlaðu bragðlaukana með þriggja rétta matseðli og eigðu kósýkvöld að hætti Nauthóls. KÓSÝ Á KVÖLDIN www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660 FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI Kolvetnalaust æði gengur yfir Bókin Lág kolvetna lífsstíll- inn, eftir Gunnar Má Sigfússon, er með mest seldu bókunum á landinu þessa dagana. Fyrsta prentun er uppurin en önnur er væntanleg síðar í apríl. Kókoshnetuolían hefur verið illfáanleg eftir að bók Gunnars sló í gegn. 62 dægurmál Helgin 5.-7. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.